Félagsmálaráðuneyti

285/1977

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Vestmannaeyjakaupstað. - Brottfallin

1. gr.

            Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur gatnagerðargjöld á lóðir í lögsagnarumdæmi kaupstaðarins, eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari. Heimilt er að leggja gatnagerðargjald á land, sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök lóð.

2. gr.

            Gatnagerðargjald B er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að leggja bundið slitlag á götur og til frágangs gangstétta.

 

3. gr.

            Gjaldið skal miða við ákveðinn hundraðshluta of byggingarkostnaði á rúmmetra eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands, svo sem hér segir;

          Einbýlishús ....................................................................... 1.5%

          Fjölbýlishús 6 íbúðir eða fleiri .......................................... 0.7%

          Önnur íbúðarhús ............................................................... 1.0%

          Verslunar- og skrifstofubyggingar .................................... 1.5%

          Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atv. húsn. ................. 0.7%

          Opinberar byggingar ......................................................... 1.5%

          Af kjöllurum, bifreiðageymslum, sem ekki eru notuð til íbúðar eða atvinnu­rekstrar, skal greiða hálft gjald. Auk þessa gjalds skal lóðarhafi greiða kr. 20.00 of hverjum fermetra lóðar, Gjald skal miða við stærð húss, samkvæmt samþykkt­um uppdrætti. Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur og skal þá miða við stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miða við eftirfarandi lágmarksstærðir:

          Einbýlishús með tilheyrandi bílgeymslu .......................... 500 m3

          Raðhús, tvíbýlishús, sambyggð einbýlishús hver íbúð ..... 400 m3

          Fjölbýlishús, hver íbúð ...................................................... 300 m3

            Í atvinnuhúsnæði skal ætíð, við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds, miðað við lofthæð 3.3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni lægri lofthæð. Framan­greindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.

4. gr.

            Gjald skv. 3. gr. miðast við byggingarkostnað á rúmmetra skv. útreikningi Hagstofu Íslands, þegar lagning bundins slitlags fer fram.

            Ef hús er byggt við fullgerða götu skal miða við byggingarkostnað þegar teikn­ing er samþykkt í byggingarnefnd.

5. gr.

            Gjald skv. 1. gr. er bundið því skilyrði, að ekki hafi áður verið innheimt gatna­gerðargjald B of fasteignum.

6. gr.

            Gatnagerðargjald samkvæmt 3. gr. greiðist þannig að 20% greiðist út þegar lagning bundins slitlags fer fram, en eftirstöðvar með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum.

            Gjalddagi afborgana er 1. júlí. Ársvextir 10% greiðast eftir á, á sömu gjaldd­ögum.

            Heimilt er gjaldanda að halda eftir 20% gjaldsins uns gangstétt hefur verið lögð við hús hans. Ef gangstétt er lögð gjaldsins að hluta, má halda eftir greiðslu á 10% gjaldsins.

            Bæjarráði er heimilt að veita afslátt og/eða rýmri gjaldfrest, þegar um er ræða fasteignir þeirra aðila, sem njóta að ívilnunar í fasteignaskatti sbr. II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga.

            Ef um gjaldfrest er að ræða miðast gatnagerðargjaldið við þá vísitölu, sem í

gildi er, þegar gjaldið er innheimt.

 

7. gr.

            Bæjarráð getur gefið gjaldfrest, lækkað eða fellt niður öll gjöld of húsum ellilífeyrisþega eða öryrkja, ef ástæður eru bágar.

            Ef um gjaldfrest er að ræða, miðast gatnagerðargjaldið við þá vísitölu, sem í gildi er, þegar gjaldið er innheimt.

8. gr.

            Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á, og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur það einn­ig til vátryggingarfjár eignarinnar.

            Heimilt er að taka gjöld samkvæmt lögum þessum lögtaki skv. lögum nr. 29/1885.

 

            Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt of bæjarstjórn Vestmannaeyja­kaupstaðar staðfestist hér með samkv. lögum nr. 51/1974, sbr. lög nr. 31/1975, til að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 26. júlí 1977.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica