Félagsmálaráðuneyti

9/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 4/1999 um húsaleigubætur. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 4/1999 um húsaleigubætur.

1. gr.

1. mgr. 1. gr. orðast svo:

Grunnfjárhæðir húsaleigubóta skal ákvarða þannig, að grunnstofn til útreiknings húsaleigubóta á mánuði skal vera 8.000 kr. fyrir hverja íbúð. Að auki bætast við 7.000 kr. fyrir fyrsta barn, 6.000 kr. fyrir annað og 5.500 kr. fyrir þriðja. Til viðbótar koma 15% þess hluta leigufjárhæðar er liggur á milli 20.000-45.000 kr.

2. gr.

3. mgr. 1. gr. orðast svo:

Grunnfjárhæðir geta þó aldrei orðið hærri en sem nemur 50% af leigufjárhæð, að hámarki 25.000 kr. á mánuði.

3. gr.

2. mgr. 9. gr. orðast svo:

Sveitarfélög skulu leggja út fé til greiðslu húsaleigubóta en Jöfnunarsjóður sveitarfélaga reiknar þeim ársfjórðungslega 58% af grunnfjárhæð greiddra bóta til greiðslu, sbr. þó 3. mgr.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 21. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 138/1997 um húsaleigubætur, öðlast þegar gildi.

Ákvæði 1. gr. og 2. gr. koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 2000.

Félagsmálaráðuneytinu, 7. janúar 2000.

Páll Pétursson.

Ingi Valur Jóhannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica