Félagsmálaráðuneyti

80/2001

Reglugerð um jöfnun tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti.


1. gr.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða sveitarfélögum framlög skv. 3. gr. reglugerðar þessarar til að jafna tekjutap einstakra sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti í kjölfar breytingar á álagningarstofni mannvirkja, sbr. 4. gr. laga nr. 144/2000 um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

Félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um úthlutun framlaga, sbr. 1. mgr., að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.


2. gr.

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna tekjujöfnunar, sbr. 1. gr., skulu vera framlag úr ríkissjóði er nemi 0,64% af skatttekjum ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum sem innheimtir eru í ríkissjóð.


3. gr.

Í þeim tilvikum sem afskrifað endurstofnverð húsa og mannvirkja, annarra en sumarhúsa og útihúsa í sveitum, margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík, samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins, er hærra en fasteignamat sömu fasteigna, skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða framlag til viðkomandi sveitarfélags.

Framlög Jöfnunarsjóðs til einstakra sveitarfélaga skulu reiknast sem mismunur á fasteignamati og álagningarstofni í hverju sveitarfélagi, sbr. 1. mgr., margfaldaður með álagningarprósentu fasteignaskatts viðkomandi sveitarfélags eins og hún var árið 2000, sbr. fylgiskjal 1. Heildarframlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga skulu þó ávallt nema sömu fjárhæð og tekjur skv. 2. gr.


4. gr.

Á grundvelli árlegrar skrár frá Fasteignamati ríkisins um metnar fasteignir í hverju sveitarfélagi, þar sem fram kemur m.a. heildarfasteignamat fasteignanna ásamt svonefndum álagningarstofni sömu eigna skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga reikna út framlög til sveitarfélaga samkvæmt reglugerð þessari. Við útreikninginn skal Jöfnunarsjóður taka tillit til upplýsinga frá sveitarfélögum um breytingar sem þau gera á skránni áður en til álagningar kemur og hafa til hliðsjónar þau ákvæði reglugerðar um fasteignaskatt nr. 945/2000 sem sveitarfélög beita við álagninguna, sbr. 2. mgr. Útreikningi framlaga skal lokið eigi síðar en 15. júní ár hvert.

Upplýsingar um breytingar sveitarfélaga á skrá Fasteignamats ríkisins, sbr. 1. mgr., skulu ná til fasteigna sem undanþegnar eru álagningu fasteignaskatts skv. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 945/2000 eða ákvæðum sérlaga, svo og þeirra leiðréttinga sem sveitarfélög gera á skránni vegna fasteigna þar sem flokkun eða mat hefur breyst svo sem í kjölfar endurmats eða kæru til yfirfasteignamatsnefndar. Upplýsingarnar skulu einnig ná til ákvarðana um lækkun eða niðurfellingu álagðs fasteignaskatts vegna fasteigna sem falla undir 1. mgr. 7. gr. reglugerðar nr. 945/2000 og um beitingu mismunandi álagningarprósentu í sameinuðu sveitarfélagi, sbr. 5. mgr. 7. gr. sömu reglugerðar. Ennfremur skulu upplýsingarnar ná til endanlegrar niðurstöðu álagningar vegna fasteigna þar sem nýting er með þeim hætti að ákvæði 3. mgr. 4. gr., 2. mgr. 6. gr. og 8. gr. sömu reglugerðar eiga við.

Með álagningarstofni, sbr. 1. mgr., er átt við afskrifað endurstofnverð húsa og mannvirkja samkvæmt matsreglum Fasteignamats ríkisins, annarra en sumarhúsa og útihúsa í sveitum, margfaldað með markaðsstuðli fasteigna í Reykjavík, ásamt fasteignamati allra annarra fasteigna, að meðtöldum lóðum og lóðarréttindum.


5. gr.

Þar til endanlegur útreikningur framlaga liggur fyrir, sbr. 4. gr., skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða viðkomandi sveitarfélagi framlag fyrirfram sem nemur 60% af framlagi næstliðins árs. Greiðslan skal innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum fyrsta virka dag mánaðanna febrúar til júní ár hvert.

Þegar útreikningur framlaga liggur fyrir, sbr. 4. gr., skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiða sveitarfélögum endanlegt framlag ársins að frádreginni fyrirframgreiðslu, sbr. 1. mgr. og skal sá mismunur greiddur í jöfnum greiðslum fyrsta virka dag mánuðina júlí til september ár hvert.


6. gr.

Árlega skulu sveitarfélög senda Jöfnunarsjóði sveitarfélaga upplýsingar um breytingar sem þau gera á skrá Fasteignamats ríkisins um metnar fasteignir í sveitarfélaginu og upplýsingar um áhrif framkvæmdar við álagningu, sbr. 4. gr.

Hafi upplýsingar, sbr. 1. mgr., ekki borist Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir 15. maí ár hvert er Jöfnunarsjóðnum heimilt að stöðva greiðslur framlaga samkvæmt reglugerð þessari til viðkomandi sveitarfélaga. Framlög viðkomandi sveitarfélaga skulu þá áætluð svo útreikningur heildarframlaga geti átt sér stað.

Hafi upplýsingar sveitarfélaga, sbr. 1. mgr., ekki borist Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir 15. ágúst skulu endanleg framlög viðkomandi sveitarfélaga nema 80% af áætlun, sbr. 2. mgr. Greiðsla framlaga til viðkomandi sveitarfélaga skal innt af hendi í september viðkomandi ár að teknu tilliti til fyrirframgreiðslu, sbr. 1. mgr. 5. gr.


7. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.


Ákvæði til bráðabirgða.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal í janúar 2001 gera áætlun um útreiknað framlag hvers sveitarfélags árið 2001.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 5. gr. skal Jöfnunarsjóður sveitarfélaga á árinu 2001 greiða viðkomandi sveitarfélagi framlag fyrirfram sem nemur 60% af áætluðu framlagi, sbr. 1. mgr.


Félagsmálaráðuneytinu, 30. janúar 2001.

Páll Pétursson.
Garðar Jónsson.Fylgiskjal 1.
Yfirlit yfir álagningarprósentur fasteignaskatts árið 2000.
    Álagningarprósentur
    A-liður * B-liður *
0000 Reykjavíkurborg 0,375% 1,650%
1000 Kópavogsbær 0,375% 1,628%
1100 Seltjarnarneskaupstaður 0,375% 1,120%
1300 Garðabær 0,450% 0,825%
1400 Hafnarfjarðarkaupstaður 0,375% 1,450%
1603 Bessastaðahreppur 0,360% 1,220%
1604 Mosfellsbær 0,375% 1,000%
1606 Kjósarhreppur 0,575% 1,000%
2000 Reykjanesbær 0,360% 1,650%
2300 Grindavíkurkaupstaður 0,360% 1,000%
2503 Sandgerðisbær 0,360% 1,277% **
2504 Gerðahreppur 0,360% 1,000%
2506 Vatnsleysustrandarhreppur 0,400% 1,200%
3000 Akraneskaupstaður 0,360% 1,200%
3501 Hvalfjarðarstrandarhreppur 0,400% 0,916% **
3502 Skilmannahreppur 0,400% 0,818% **
3503 Innri-Akraneshreppur 0,400% 0,000%
3504 Leirár- og Melahreppur 0,400% 1,000%
3506 Skorradalshreppur 0,500% 1,000%
3510 Borgarfjarðarsveit 0,400% 1,250%
3601 Hvítársíðuhreppur 0,450% 1,400%
3609 Borgarbyggð 0,400% 1,400%
3701 Kolbeinsstaðahreppur 0,500% 0,000%
3709 Eyrarsveit 0,360% 1,000%
3710 Helgafellssveit 0,360% 1,000%
3711 Stykkishólmsbær 0,400% 1,520%
3713 Eyja- og Miklaholtshreppur 0,400% 0,400%
3714 Snæfellsbær 0,410% 1,450%
3809 Saurbæjarhreppur 0,400% 1,650%
3811 Dalabyggð 0,400% 1,200%
4100 Bolungarvíkurkaupstaður 0,400% 1,250%
4200 Ísafjarðarbær 0,425% 1,600%
4502 Reykhólahreppur 0,500% 1,650%
4604 Tálknafjarðarhreppur 0,360% 1,150%
4607 Vesturbyggð 0,500% 1,520%
4803 Súðavíkurhreppur 0,400% 1,510%
4901 Árneshreppur 0,500% 1,320%
4902 Kaldrananeshreppur 0,360% 1,000%
4904 Hólmavíkurhreppur 0,360% 1,320%
4905 Kirkjubólshreppur 0,360% 1,000%
4908 Bæjarhreppur, Strandasýslu 0,290% 0,700%
4909 Broddaneshreppur 0,450% 1,000%
5000 Siglufjarðarkaupstaður 0,360% 1,650%
5200 Sveitarfélagið Skagafjörður 0,417% ** 1,490% **
5508 Húnaþing vestra 0,380% 1,250%
5601 Áshreppur 0,360% 0,000%
5602 Sveinsstaðahreppur 0,360% 1,000%
5603 Torfalækjarhreppur 0,400% 1,000%
5604 Blönduósbær 0,400% 1,450%
5605 Svínavatnshreppur 0,500% 1,320%
5606 Bólstaðarhlíðarhreppur 0,360% 1,300%
5607 Engihlíðarhreppur 0,360% 1,000%
5608 Vindhælishreppur 0,380% 0,000%
5609 Höfðahreppur 0,390% 1,250%
5610 Skagahreppur 0,350% 1,000%
5706 Akrahreppur 0,360% 0,000%
6000 Akureyrarkaupstaður 0,360% 1,650%
6100 Húsavíkurkaupstaður 0,380% 1,650%
6200 Ólafsfjarðarkaupstaður 0,400% 1,462%
6400 Dalvíkurbyggð 0,375% 1,520%
6501 Grímseyjarhreppur 0,400% 1,000%
6504 Hríseyjarhreppur 0,450% 1,550%
6506 Arnarneshreppur 0,360% 1,000%
6507 Skriðuhreppur *** 0,350% 0,000%
6508 Öxnadalshreppur *** 0,450% 0,000%
6509 Glæsibæjarhreppur *** 0,400% 1,650%
6513 Eyjafjarðarsveit 0,390% 0,390%
6601 Svalbarðsstrandarhreppur 0,375% 1,050%
6602 Grýtubakkahreppur 0,400% 1,250%
6604 Hálshreppur 0,500% 0,000%
6605 Ljósavatnshreppur 0,450% 1,270%
6606 Bárðdælahreppur 0,400% 0,000%
6607 Skútustaðahreppur 0,360% 1,300%
6608 Reykdælahreppur 0,360% 1,200%
6609 Aðaldælahreppur 0,500% 1,380%
6610 Reykjahreppur 0,420% 1,050%
6611 Tjörneshreppur 0,360% 0,000%
6701 Kelduneshreppur 0,400% 1,270%
6702 Öxarfjarðarhreppur 0,400% 1,250%
6705 Raufarhafnarhreppur 0,380% 1,650%
6706 Svalbarðshreppur 0,360% 1,000%
6707 Þórshafnarhreppur 0,360% 1,650%
7000 Seyðisfjarðarkaupstaður 0,400% 1,650%
7300 Fjarðabyggð 0,380% 1,650%
7501 Skeggjastaðahreppur 0,400% 1,000%
7502 Vopnafjarðarhreppur 0,400% 1,650%
7505 Fljótsdalshreppur 0,360% 1,320%
7506 Fellahreppur 0,400% 1,500%
7509 Borgarfjarðarhreppur 0,360% 1,000%
7512 Norður-Hérað 0,360% 1,000%
7605 Mjóafjarðarhreppur 0,400% 0,000%
7610 Fáskrúðsfjarðarhreppur 0,400% 1,000%
7611 Búðahreppur 0,360% 1,650%
7612 Stöðvarhreppur 0,360% 1,400%
7613 Breiðdalshreppur 0,360% 1,200%
7617 Djúpavogshreppur 0,360% 1,425%
7618 Austur-Hérað 0,410% 1,600%
7708 Sveitarfélagið Hornafjörður 0,360% 1,100%
8000 Vestmannaeyjabær 0,400% 1,350%
8200 Sveitarfélagið Árborg 0,400% 1,450%
8508 Mýrdalshreppur 0,410% 1,200%
8509 Skaftárhreppur 0,500% 1,100%
8601 A.-Eyjafjallahreppur 0,400% 0,000%
8602 V.-Eyjafjallahreppur 0,360% 0,000%
8603 A.-Landeyjahreppur 0,420% 1,000%
8604 V.-Landeyjahreppur 0,400% 0,000%
8605 Fljótshlíðarhreppur 0,360% 1,000%
8606 Hvolhreppur 0,400% 1,000%
8607 Rangárvallahreppur 0,380% 1,320%
8610 Ásahreppur 0,320% 1,320%
8611 Djúpárhreppur 0,252% ** 1,236% **
8612 Holta- og Landsveit 0,400% 1,100%
8701 Gaulverjabæjarhreppur 0,400% 0,000%
8706 Hraungerðishreppur 0,460% 1,270%
8707 Villingaholtshreppur 0,400% 0,000%
8708 Skeiðahreppur 0,460% 1,000%
8709 Gnúpverjahreppur 0,450% 1,320%
8710 Hrunamannahreppur 0,500% 1,000%
8711 Biskupstungnahreppur 0,500% 1,000%
8712 Laugardalshreppur 0,500% 1,000%
8714 Þingvallahreppur 0,500% 1,000%
8716 Hveragerðisbær 0,385% 1,400%
8717 Sveitarfélagið Ölfus 0,400% 1,000%
8719 Grímsnes- og Grafningshreppur 0,500% 1,320%

*) Skv. 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
**) Vegið meðaltal.
***) Sameining sveitarfélaganna tók gildi 1. janúar 2001. Fyrir hið nýja sveitarfélag, 6514 Hörgárbyggð, og önnur sveitarfélög er kunna að sameinast verður stuðst við vegið meðaltal álagningarprósentu í hvorum flokki um sig.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica