Félagsmálaráðuneyti

133/1969

Reglugerð um holræsi og holræsagjöld í Skútustaðahreppi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um holræsi og holræsagjöld í Skútustaðahreppi.

 

1. gr.

Þegar Skútustaðahreppur hefur látið leggja holræsi í veg, götu eða opið svæði eða þar sem hreppurinn hefur tekið að sér viðhald og endurnýjun holræsa, er þeim húseigendum, sem þar eiga íbúðarhús að eða í námunda við og til holræsa geta náð, skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá húsinu, er flytji allt skólp frá því í aðalræsið (götuæð), og annast viðhald þeirra.

Vanræki einhver að láta gera holræsi (heimæð) innan hæfilegs frests, getur hreppsnefnd látið vinna verkið á hans kostnað. Sama gildir, ef húseigandi vanrækir viðhald heimæðar.

 

2. gr.

Hreppsnefnd hefur umsjón með holræsakerfi hreppsins s. s. viðhaldi, endur­bótum og aukningu þess. Heimilt er hreppsnefnd að fela sérstökum manni slíka umsjón.

 

3. gr.

Áður en húseigandi byrjar að leggja ræsi sitt (heimæð), skal hann hafa fengið leyfi hreppsnefndar til þess. Öll slík leyfi skulu skráð í gerðabók hreppsins.

Skylt er húseiganda að hlýða fyrirmælum hreppsnefndar (umsjónarmanns), að því er varðar gerð, lagningu og frágang heimæðar, enda hafi umsjónarmaður ávallt eftirlit með því, að vel og örugglega sé frá öllu gengið.

 

4. gr.

Allur kostnaður við aðalholræsakerfið greiðist úr sveitarsjóði, en hluta gatna­gerðargjalda skal varið til að greiða þann kostnað.

Hverjum húseiganda, sbr. 1. gr., er skylt að greiða árlegt holræsagjald til hreppsins, er nemur 1.5% of núverandi fasteignamati íbúðarhúsa.

Lágmarksgjald fyrir hvert íbúðarhús eða íbúð er þó kr. 500.00.

Hreppsnefnd getur hækkað eða lækkað árlegt holræsagjald um allt að 50% án breytingar á reglugerð þessari.

Gjalddagi holræsagjalds er 1. febrúar ár hvert.

 

6. gr.

Húseigandi greiðir holræsagjald, og er hann einn ábyrgur fyrir greiðslu þess, þótt hann hafi framselt afnotarétt eignarinnar.

 

7. gr.

Brot á reglugerð þessari varða sektum allt að kr. 10 000.00, nema þyngri refsing liggi við.

Með mál út af brotum á reglugerð þessari, skal farið að hætti opinberra mála. Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt of hreppsnefnd Skútustaðahrepps, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, sbr. lög nr. 93/1947 um aðstoð til vatnsveitna, til þess að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftir­breytni öllum þeim" sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 29. maí 1969.

F. h. r.

Hjálmar Vilhjálmsson.

Hallgrímur Dalberg.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica