Félagsmálaráðuneyti

233/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um holræsi í Grýtubakkahreppi nr. 352/1972, sbr. reglugerð nr. 328/1977. - Brottfallin

Reglugerð

 um breytingu á reglugerð um holræsi í Grýtubakkahreppi

nr. 352/1972, sbr. reglugerð nr. 328/1977.

1. gr.

1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Kostnaður við aðalholræsakerfið greiðist úr sveitarsjóði Grýtubakkahrepps, en til að standast þann kostnað ber húseigendum, sem húseignir eiga við götuna, veg eða opin svæði, þar sem holræsi er lagt í, að greiða stofngjald, sem nemur kr. 154 á hvern rúmmetra húseignarinnar. Miðað er við byggingarvísitölu 200 stig og framreiknast samkvæmt þeirri vísitölu. Stofngjaldið skal greiðast áður en tenging við aðalæð er leyfð.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Grýtubakkahrepps, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15/1923 til þess að öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytið, 10. apríl 1995.

F. h. r.
Húnbogi Þorsteinsson.

Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica