Félagsmálaráðuneyti

282/1976

Reglugerð um álagningu gatnagerðargjalds í Höfðahreppi. - Brottfallin

 

1. gr.

Húseigendur í Höfðahreppi skulu greiða til sveitarsjóðs Höfðahrepps gatna­gerðargjald fyrir hús og lóðir um leið og götur eru lagðar bundnu slitlagi, eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari. Heimilt er að leggja gatnagerðargjald á land sem sambærilegt telst, þótt að ekki sé sérstök lóð.

 

2. gr.

Gatnagerðargjald skal nema ákveðnum hundraðshluta byggingarkostnaðar á rúmmetra eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands, þegar lagning bundins slit­lags fer fram. Nú breytist vísitala meðan verkið fer fram og skal þá miða við meðal vísitölu á því tímabili, sem um er að ræða.

 

3. gr.

Til útreiknings samkvæmt 2. gr. skal nota eftirfarandi tölur:

a. Einbýlishús með bifreiðageymslu allt að 500 m3                                           2.0%

b. Tvíbýlishús á 2 hæðum, tveggja hæða íbúðarhús m/allt að 4 íbúðum

og raðhús á einni hæð að 400 m3                                                                     1.5%

c. Fjölbýlishús á tveimur hæðum eða fleiri og með fleiri en 4 íbúðum

að 300 m3                                                                                                                 0.7%

d. Verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem og opinberar byggingar                                    2.0%

e. Iðnaðarhús og vörugeymslur og annað atv.húsnæði                                                 1.0%

f. Önnur hús                                                                                                                0.5%

Af kjöllurum og rishæðum sem ekki eru notuð til íbúðar eða atvinnurekstrar skal t:reiða hálft gjald.

Gjald af íbúðarhúsnæði skal aldrei vera lægra en sem svarar 250 m3.

Í atvinnuhúsnæði skal við útreikning rúmmáls til gatnagerðargjalds miðað við lofthæð 3.3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni annað.

Fyrir umframstærðir í íbúðarhúsnæði skal greiða 25% hærra gjald.

Auk þessa skal lóðarhafi greiða í gatnagerðargjald kr. 40 af hverjum fermetra lóðar.

 

4. gr.

Sveitarstjórn er heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðlana sbr. 3. gr. hvern fyrir sig eða alla í einu, um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

 

5. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 3. gr. greiðist þannig að 20% greiðist þegar lagn­ingu varanlegs slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með jöfnum árlegum afborg­unum á næstu 4 árum. Gjalddagi afborgana er 1. júlí. Ársvextir 10% greiðast eftir á á sömu gjalddögum.

 

6. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem lagt er á, og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur það einnig til vátryggingarfjár eignarinnar. Heimilt er að taka gjöld samkv. reglugerð þessari lögtaki samkv. lögum nr. 29/1885.

Sveitarstjórn sker úr ágreiningi er rísa Mann um álagningu og innheimtu sam­kv. reglugerð þessari.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Höfðahrepps, stað­festist hér með samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974 og 31/1975 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 30. júní 1976.

 

F. h. r. Hallgrímur Dalberg.

 

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica