Félagsmálaráðuneyti

33/1976

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Seltjarnarneskaupstað. - Brottfallin

 

I. KAFLI

Um þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að gera undirbyggða

götu með tilheyrandi lögnum.

1. gr.

Af öllum nýbyggingum svo og stækkunum eldri húsa í Seltjarnarneskaupstað, skal greiða gatnagerðargjald til bæjarsjóðs samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Þegar gerður hefur verið samningur milli landeiganda og bæjarstjórnar um gerð byggingahæfra 1óða eða lóðir eru orðnar byggingahæfar að mati bæjarstjórnar, skal eigandi þegar greiða af þeim lóðum gatnagerðargjald kr. 1040.00 á hvern m2 lóðar.

Þessi upphæð er miðuð við byggingavísitölu 1881 stig og breytist í samræmi við hana.

Við samþykkt teikninga í bygginganefnd skal umreikna gatnagerðargjald sam­kvæmt 3. gr. og skal þá greiddur mismunur eða endurgreiddur.

 

3. gr.

Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. rúmmetra eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsi samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, að frádregnum kostnaði við gatnagerð pr. rúmmetra svo sem hér segir:

Einbýlishús                                                                          8,0%

Raðhús og tvíbýlishús                                                          6,0%

Fjölbýlishús                                                                        1,8%

Iðnaðarhúsnæði                                                                  2,5%

Sama, stærð 2000 m2-5000 m2                                           3,0 %

Sama, stærð undir 2000 m2                                                 3,5%

Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. Næsta hæð undir þaki skal aldrei teljast minni að rúmmáli en flatarmál hennar margfaldað með 3,30. Bílgeymslur og önnur útihús skal telja með við útreikning á rúmmáli húsa. Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast, þegar hagkvæmara er, að mati bygginganefndar að grafa út grunn en fylla hann upp, skal aðeins greiða 25% af venjulegu rúmmetragjaldi, enda sé aðeins gengt í húsrýmið innan frá.

Af einbýlishúsalóðum, sem eru stærri en 1000 m2 skal greiða sérstakt stærðar­gjald af því sem er fram yfir 1000 m2 kr. 1 040.00 pr. m2 miðað við vísitölu 1881. Gjaldið breytist í samræmi við breytingar á vísitölu.

 

4. gr.

Ef lóðarhafi rífur á eigin kostnað gamalt íbúðarhús til þess að byggja nýtt á sömu lóð, skal lækka gjald samkvæmt 2. gr. vegna ný ja hússins um allt að kr. 925 000.00 eftir mati bygginganefndar. Upphæð þessi er miðuð við byggingavísitölu 1881 stig og breytist í samræmi við hana. Lækkun gjaldsins getur þó aldrei orðið meiri en nemur greiðslu samkvæmt 3. gr.

 

5. gr.

Gjald samkvæmt 3. gr. skal reikna miðað við byggingarkostnað vísitöluhússins þann dag, sum teikning er samþykkt í bygginganefnd. Sé um blandaða notkun hús­næðis að ræða, skal reikna gjaldið eftir viðkomandi liðum.

Sé vent byggingarleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis, sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseignin eða hluti hennar færist í hærri gjald­flokk, skal húseigandi greiða gjald af hinu breytta húsnæði, sem nemur mismun á gjaldinu reiknuðu af hinu breytta húsnæði fyrir og eftir breytingu.

 

6. gr.

Falli byggingarleyfi úr gildi og verði síðar endurnýjað skal reikna gjaldið að nýju, en áður greitt gjald kemur þá til frádráttar.

Verði breyting á byggingarkostnaði vísitöluhússins á þeim tíma, sem líður frá samþykkt teikninga og þar til framkvæmdir hefjast skal umreikna gjaldið sam­kvæmt 2. gr. síðustu málsgrein í sama hlutfalli og breyting á byggingarkostnaði hefir orðið.

 

7. gr.

Bæjarstjórn setur reglur um innheimtu gatnagerðargjalda samkvæmt reglugerð þessari.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár eignarinnar.

Ákvæði til bráðabirgða.

Ákvæði 2. og 3. gr. skulu gilds um allar óbyggðar lóðir á Seltjarnarnesi, sem greitt hefur verið af gatnagerðargjald, hafi byggingarframkvæmdir ekki hafist innan 1 árs frá gildistöku þessarar reglugerðar.

 

II. KAFLI

Um þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að gera gangstétt og bundið slitlag á götu.

8. gr.

Af öllum lóðum og húsum sem falls undir I. kafla skal greiða gatnagerðargjald til bæjarsjóðs samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

9. gr.

Af hverjum rúmmetra greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. rúmmetra eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsinu samkvæmt útreikningi Hag­stofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús                                                     1,0%

Raðhús og tvíbýlishús                                     0,7%

Fjölbýlishús                                                   0,4%

Atvinnuhúsnæði                                             0,7%

Rúmmál húss reiknast með sama hætti og samkvæmt 2. gr. 10. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 9. gr. miðast við byggingarkostnað á þeim tíma, sem lokaframkvæmd við gerð götu fer fram.

 

11. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 9. gr. fellur í gjalddaga einum mánuði eftir að framkvæmdum við tiltekna götu eða götukafla er lokið. Heimilt er þó gjaldanda að greiða 2/3 gjaldsins með tveim jöfnum greiðslum 1. júlí ár hvert næstu tvö ár á eftir, enda séu þó greiddir venjulegir víxilvextir af eftirstöðvum á hverjum tíma.

Gatnagerðargjöldum samkvæmt samþykkt þessari fylgir lögveð í viðkomandi fasteign. Bæjarstjórn samþykkir að beita ekki heimild um afturvirkni samkvæmt 4. gr. lags um gatnagerðargjöld.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Seltjarnarneskaup­staðar, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 sbr. lög nr. 31/1975 til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 2. febrúar 1976.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica