Félagsmálaráðuneyti

658/1994

Reglugerð um holræsagjald í Reykjavik. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um holræsagjald í Reykjavik.

 

1. gr.

            Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt holræsagjald til borgarsjóðs Reykja­víkur.

 

2. gr.

            Af öllum fasteignum, er falla undir 1. gr. reglugerðar þessarar, skal greiða árlega hol­ræsagjald, sem nemur 0,15% af  heildarfasteignamati fasteignarinnar, þ.e.a.s. af  mati mann­virkja ásamt mati lóðar.

 

3. gr.

            Borgarstjórn getur hækkað eða lækkað um allt að 50% gjald samkvæmt 2. gr., án þess að leita þurfi staðfestingar ráðuneytis.

 

4. gr.

            Holræsagjald hvers árs fellur í gjalddaga 15. janúar og skal innheimta með sama hætti og fasteignaskatta.

 

5. gr.

            Húseigandi og lóðarhafi, lóðareigandi, ef um eignarlóð er að ræða, bera ábyrgð á greiðslu holræsagjalds, og er gjaldið tryggt með lögveði í lóð og mannvirkjum.

 

6. gr.

            Reglugerð þessi skal taka gildi við álagningu holræsagjalds árið 1995.

            Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af  borgarstjórn Reykjavíkur, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15/1923 til þess að öðlast þegar gildi.

 

Félagsmálaráðuneytið, 16. desember 1994.

 

F.h.r.

Húnbogi Þorsteinsson.

Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica