Félagsmálaráðuneyti

241/1989

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 358 25. júlí 1986 um gatnagerðargjöld í Egilsstaðahreppi, Suður-Múlasýslu. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. orðist svo:

Gatnagerðargjald þetta er:

A. A-gjald, sem er í tveimur hlutum.

1. Gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við tengingu vatns- og holræsakerfis, mælingagjöld, úttektargjöld og vottorð um byggingarstig hússins, auk lóðargjalds skv. 3. gr.

2. Gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að gera undirbyggða götu skv. 3. gr.

B. B-gjald, sem er gjald lagt á húseigendur til að greiða kostnað við varanlega gatnagerð, þ. e. bundið slitlag og gangstéttar.

2. gr.

3. gr. orðist svo:

Til útreikninga A-gjalds skal nota eftirfarandi einingatölur, miðaðar við byggingavísitölu 250, sem breytist samkvæmt sömu vísitölu eins og hún er á hverjum þeim tíma, sem gjaldið er lagt á.

Fyrri hluti A-gjalds er ákveðinn þannig:

1. Einbýlishús með bifreiðageymslu, parhús, raðhús og fjölbýlishús með allt að 8 íbúðum kr. 16.000 á íbúð
2. Fjölbýlishús með fleiri en 8 íbúðum kr. 12.000 á íbúð
3. Atvinnuhúsnæði kr. 10.000 á hæð
4. Lóðargjöld kr. 25 á hvern m2 lóðar
Síðari hluti A-gjalds er ákveðinn þannig:
5. Einbýlishús með bifreiðageymslu að 400 m3 kr. 62.000
6. Parhús að 400 m3 kr. 47.000
7. Tvíbýlishús á 2 hæðum, tveggja hæða íbúðarhús með allt að 4 íbúðum og raðhús á einni hæð, hver íbúð

að 400 m3



kr. 33.500

8. Raðhús á tveimur hæðum, hver íbúð að 400 m3

að 400 m3

kr. 21.500
9. Fjölbýlishús á tveimur hæðum með allt að 8 íbúðum, hver íbúð að 400 m3

að 400 m3

kr. 15.500
10. Fjölbýlishús á þremur hæðum eða fleiri með fleiri en 8 íbúðum, hver íbúð að 300 m3

að 400 m3

kr. 10.500
11. Verslunar-, skrifstofu- og skólahúsnæði, hver m3 kr. 125
12. Iðnaðarhús og vörugeymslu, hver m3 kr. 93
13. Umframstærðir í íbúðarhúsum, hver m3 kr. 63

Ef byggt er við eldra hús og stærð þeirra verður meiri en lágmarksstærð skal greiða sama gjald fyrir umframstærðir og áður greinir í 13. tölul.

3. gr.

5. gr. orðist svo:

Gjalddagi fyrri hluta A-gatnagerðargjalda samkvæmt 3. gr. skal vera þegar byggingar­leyfi er vent síðari hluta gjaldsins þegar byggingarframkvæmdir hefjast. Þó er sveitarstjórn heimilt að veita gjaldfrest á fyrri hluta gjaldsins þar til byggingarframkvæmdir hefjast, eða allt að tvo mánuði. Sé gjaldið þá eigi greitt, er heimilt að stöðva framkvæmdir fyrirvaralaust þar til skuldin hefur verið greidd að fullu.

Reglugerð þessi sem samin er of bæjarstjórn Egilsstaðabæjar í Suður-Múlasýslu, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51 16. maí 1974 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 3. maí 1989.

F. h. r.

Berglind Ásgeirsdóttir.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica