Félagsmálaráðuneyti

534/1979

Reglugerð um holræsi í Hellukauptúni í Rangárvallasýslu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um holræsi í Hellukauptúni í Rangárvallasýslu.

 

1. gr.

Þegar Rangárvallahreppur hefur látið leggja holræsi í veg, götu eða annað opið svæði, eða þar sem hreppurinn hefur tekið að sér viðhald og endurnýjun eldri holræsa, er þeim húseigendum, er þar eiga hús eða i námunda við, skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá húsinu, sem flytji allt skólp frá því út í aðalræsið.

Regnvatn af húsum og lóðum skal einnig, eftir því sem unnt er, leiða f ræsið. Vanræki einhver húseigandi að láta gera ræsi, skal hreppsnefnd heimilt, með         hæfilegum fyrirvara, að vinna verkið á kostnað húseiganda.

Bannað er að leiða frárennsli frá gripahúsum í holræsi hreppsins.

 

2. gr.

Rangárvallahreppur lætur leggja holræsastúta út frá aðalræsi í nýjum götum, sem harm lætur gera eftir 1. janúar 1980. Skulu stútar þessir ná út fyrir götu að lóðarmörkum húsa. Heimlagnir eru á kostnað húseiganda. Við raðhús og fjölbýlishús skal fara eftir nánari skilmálum um lóðarúthlutun.

 

3. gr.

Áður en húseigandi byrjar að leggja ræsi sitt skal harm skýra sveitarstjóra eða þeim, sem hreppsnefnd hefur falið umsjón með lagningu holræsa frá því og fá samþykki þar til.

Skylt er húseiganda að hlýða fyrirmælum umsjónarmanns í öllu því, er að tilhögun lagningu ræsanna lýtur, enda hafi umsjónarmaður ávallt eftirlit með því, að vel og örugglega sé frá öllu gengið.

 

4. gr.

Allt efni, sem notað er til holræsagerðar, skal standast kröfur byggingasamþykktar, en auk þess getur bygginganefnd sett reglur um sérstaka hreinsibrunna á holræsakerfi húseiganda, þar sem ástæða þykir til.

 

5. gr.

Kostnaður allur við aðalholræsakerfið greiðist úr hreppssjóði. Til að standast þann kostnað, svo og viðhald aðalholræsakerfisins, er hreppsnefnd heimilt að krefja hvern húseiganda eða íbúðareiganda, sem á hús eða íbúð við götu, veg eða opið svæði, þar sem holræsi er lagt, um greiðslu á tengigjaldi um leið og harm tengir ræsi við aðalholræsi. Upphæð tengigjalds fer eftir ákvörðun hreppsnefndar hverju sinni.

Auk tengigjalds skal húseigandi eða íbúðareigandi greiða árlegt holræsagjald til hreppsins 0.20% af fasteignamati húseignanna og lóðar eins og það er reiknað á hverjum tíma.

Gjald þetta skal þó ekki vera minna en kr. 30.000 af íbúð og hækka árlega til samræmis við hækkun á fasteignamati íbúðarhúsa og 1óða. Undanþága frá greiðslu hins almenna fasteignaskatts skapar ekki undanþágu frá greiðslu holræsagjalds. Sé hús, sem greiða ber holræsagjald fyrir, ekki virt fasteignamatsvirðingu ákveður hreppsnefnd gjaldið.

 

6. gr.

Hið árlega holræsagjald getur hreppsnefnd hækkað eða lækkað eftir atvikum um allt að 50% án samþykkis ráðuneytisins.

 

7. gr.

Holræsagjald greiðist af húseiganda og er harm einn ábyrgur fyrir greiðslu þess gagnvart hreppnum.

Kröfur þær, sem hreppsnefnd kann að öðlast samkvæmt reglugerð þessari, má taka lögtaki á kostnað gjaldanda, og eru gjöld þessi tryggð með lögveði í húseigninni í næstu tvö ár eftir gjalddaga, með forgangsveðrétti fyrir hvers konar samnings-og aðfararveði.

Gjalddagi holræsagjalds er 15. janúar ár hvert.

Gjaldið greiðist sveitarstjóra eða þeim, sem hreppsnefnd felur innheimtu þess.

 

8. gr.

Brot gegn r eglugerð þessari varða sektum allt að kr. 1.000 000.00 nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Sekt þessi rennur í sveitarsjóð. Má1 út af broti á reglugerð þessari skal fara með sem almennt lögreglumál.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Rangárvallahrepps í Rangárvallasýslu, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 21. des. 1979.

 

F. h. r. Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica