Félagsmálaráðuneyti

43/1985

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Bolungarvík. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um gatnagerðargjöld í Bolungarvík.

I. KAFLI

Gatnagerðargjöld A.

Gatnagerðargjald A er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að undirbyggja götu með tilheyrandi lögnum.

 

1. gr.

Af öllum byggingum svo og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóðum í Bolungarvík, skal greiða gatnagerðargjald samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar á rúmmetra eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsi skv. útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu                                        1,50

Tvíbýlishús og raðhús                                                                 1,00

Fjölbýlishús                                                                               0,75

Verslunar- og skrifstofubyggingar                                               1,00

Opinberar byggingar                                                                  1,50

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atv.húsnæði                         0,75

Aðrar byggingar                                                                        1,25

Gjald af húsnæði til atvinnurekstrar, minna en 500 m2, skal þó aldrei vera lægra en það yrði, ef viðkomandi húsnæði væri gjaldlagt sem íbúðarhúsnæði. Af kjöllurum og rishæðum, sem ekki eru nýtt til íbúðar eða atvinnurekstrar, skal greiða hálft gjald. Sama gildir um bifreiðageymslur, af þeim skal greiða hálft gjald þeirrar húsgerðar, sem á lóðinni eru.

 

3. gr.

Stærðir bygginga skal reikna skv. IST. 50.

Við álagningu A-gjalda fyrir íbúðarbyggingar skal miða við stærð húss samkvæmt samþykktum uppdráttum. Ef ekki er fyrirliggjandi samþykktur uppdráttur skal miða við þá stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miða við eftirtaldar lágmarksstærðir fyrir hverja íbúð.        m3

1. Einbýlishús með tilheyrandi bílgeymslu                                               500

2. Íbúðir í raðhúsum og tvíbýlishúsum                                                    400

3. Íbúðir í fjölbýlishúsum                                                                       300

Í öðrum byggingum skal við útreikning lágmarks rúmmáls til A-gjalds miða við lofthæð 3.3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni annað.

 

4. gr.

Ef lóðarhafi rífur á eigin kostnað gamalt íbúðarhús til þess að byggja nýtt á sömu lóð, skal lækka gjald skv. 2. gr. vegna nýja hússins, um þá upphæð, sem svarar til gjalds hússins, sem rifið var. Lækkun gjaldsins getur þó aldrei orðið meiri en nemur greiðslu skv. 2. gr. nýja hússins.

Hafi ákvæðum 3. gr. um lágmarksstærðir verið bent við álagningu gatnagerðargjalds, skulu viðbyggingar vera gjaldfrjálsar að svo miklu leyti sem þær falls enn innan lágmarks­stærðanna.

 

5. gr.

Gjöld samkvæmt 2. gr. skulu breytast til samræmis við breytingar á vísitölu byggingar­kostnaðar gefinni út af Hagstofu Íslands. Skulu gjöldin reiknuð miðað við byggingarvísitölu og byggingarkostnað vísitöluhúss á þeim tíma þegar teikning er samþykkt í bygginganefnd.

 

6. gr.

Gjalddagar gatnagerðargjalds samkvæmt 2. gr. skulu vera sem hér segir:

a) Greiða skal 50% af áætluðu gatnagerðargjaldi innan eins mánaðar frá lóðarveitingu.

b) Eftirstöðvar skulu greiðast þegar byggingarleyfi er veitt og skulu taka breytingu í samræmi við ákvæði 4. greinar.

c) Gjöld samkvæmt ákvæðum 7. gr. skal greiða áður en byggingaframkvæmdir hefjast.

Bæjarráði er heimilt að víkja frá ákvæðum b) og c) liða þessarar greinar og semja um aðra gjaldfresti, þegar sérstaklega stendur á.

7. gr.

Þegar veitt er byggingarleyfi án undangenginnar lóðarveitingar er greiðsla gatnagerð­argjalds áskilin og skal húsbyggjandi greiða gatnagerðargjald eftir reglum í gjaldskrá þessari, en þó aðeins af byggingaráfanga hverju sinni.

Sé veitt byggingarleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis, sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseignin eða hluti hennar færist í hærri gjaldflokk, skal greiða gjald af hinu breytta húsnæði, sem nemur mismun á gjaldi reiknuðu af hinu breytta húsnæði fyrir og eftir breytinguna. Þó skal gjaldið aldrei vera lægra en sem nemur 25% af byggingarkostnaði eins rúmmetra í vísitöluhúsinu og er það lágmarks gjald fyrir veitt byggingarleyfi eða breytingu á byggingarleyfi.

 

8. gr.

Lóðin er veitt í því ástandi, sem hún er í við afhendingu og á lóðarhafi engar kröfur á hendur bæjarfélaginu vegna ástands hennar.

Lóðarhafi skal hlíta byggingarskilmálum, ef settir eru, svo og öllum þeim lögum og reglum, sem til greina kunna að koma.

 

9. gr.

Sé ekki innt af hendi greiðsla á hluta gatnagerðargjalds sbr. ákvæði a) liðs 6. greinar, fellur lóðarúthlutun sjálfkrafa úr gildi.

 

10. gr.

Byggingarfrestur er 12 mánuðir, þ. e. a. s. að lóð fellur aftur til bæjarsjóðs hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu hennar, nema leyfið hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest.

Framkvæmdir teljast hafnar er undirstöður hafa verið steyptar. Óski lóðarhafi að segja sig frá veittri 1óð, skal hann eiga rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi. Heimilt er bæjarsjóði að hags endurgreiðslu sem hér segir:

a) Eftir 3 mánuði endurgreiðast 50%.

b) Eftirstöðvar endurgreiðast eftir 6 mánuði.

Verði lóðin vein að nýju innan þess tíma, skal fyrri lóðarhafi fá gatnagerðargjaldið endurgreitt, þegar sú úthlutun fer fram.

Nýti bæjarsjóður heimild til að hags endurgreiðslu svo sem að framan segir skal greiða almenna innlánsvexti af innstæðu fyrri lóðarhafa, sem ógreidd kann að vera í 3 mánuði eða lengur.

Sé lóð tekin af lóðarhafa vegna vanefnda hans á skilmálum, skal sama gilds um endurgreiðslu, utan það að vextir greiðast þá ekki.

 

11. gr.

Falli byggingarleyfi úr gildi og/eða aðeins hluti þess notaður innan tilskilins tíma, skal við endurnýjun leyfis greiða fullt gjald af þeim hluta sem endurnýjaður er, eins og það er þá, að frádregnu gatnagerðargjaldi, sem áður var gert af sama áfanga.

 

12. gr.

Bæjarstjórn getur ákveðið gatnagerðargjald sérstaklega þegar byggingar eru afbrigði­legar og sérhæfar um notkun og annað slíkt.

Með greiðslu A-gjalda er einnig greitt fyrir stofngjald vatnsveitu og stofngjald holræsis og skulu 20% af gjaldinu renna til vatnsveitu og 80% til gatna- og holræsagerðar. Heimilt er þó bæjarstjórn að ákveða aðra skiptingu.

 

II. KAFLI

Gatnagerðargjöld B.

Gatnagerðargjald B er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að leggja bundið slitlag á götu og frágang gangstétta.

 

13. gr.

Af öllum húsum, nýbyggingum og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóð í Bolungarvík, skal greiða gatnagerðargjald til bæjarsjóðs samkvæmt gjaldskrá þessari.

 

14. gr.

Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. rúmmetra eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsi skv. útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu                                           3,00

Tvíbýlishús                                                                                     2,00

Fjölbýlishús                                                                                    1,50

Verslunar- og skrifstofubyggingar                                                    2,00

Opinberar byggingar                                                                       3,00

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atv.húsnæði                             1,50

Aðrar  byggingar                                                                            2,50

Gjald af húsnæði til atvinnurekstrar, minna en 500 m3 skal þó aldrei vera lægra en það yrði, ef viðkomandi húsnæði væri gjaldlagt sem íbúðarhúsnæði.

Af kjöllurum og rishæðum, sem ekki eru nýtt til íbúðar eða atvinnurekstrar, skal greiða hálft gjald. Sama gildir um bifreiðar geymslur, af þeim skal greiða hálft gjald þeirrar húsgerðar, sem á lóðinni eru.

Jafnframt ofangreindu gjaldi og sem hluta þess skal lóðarhafi greiða kr. 20,00 af hverjum fermetra lóðar.

 

15. gr

Gjald skal miðað við stærð íbúðarbygginga samkvæmt samþykktum teikningum. Ef ekki eru fyrirliggjandi teikningar af eldri húsum skal gjaldið miðað við stærð húss og lóðar samkvæmt gildandi fasteignamatsskráningu.

Lágmarksstærð húseigna til álagningar skal miða við 250 m3.

Í öðrum byggingum en íbúðarbyggingum skal við útreikning lágmarksrúmmáls miða við lofthæð 3,3 m að innanmáli, nema uppdráttur sýni annað.

 

16. gr.

Gjald skv. 14. gr. skal miða við þá vísitölu byggingarkostnaðar sem í gildi er við staðfestingu þessarar reglugerðar og síðan viðbyggingarkostnað vísitöluhúss og vísitölu byggingarkostnaðar á þeim tíma, sem lokaframkvæmdir við lagningu bundins slitlags fara fram við hlutaðeigandi götu. Nú verður hús byggt við þegar fullgerða götu og skal þá miða við byggingarkostnað, þegar teikning er samþykkt í byggingarnefnd.

 

17. gr.

Af álögðu gjaldi falls 20% í gjalddaga einum mánuði eftir að framkvæmdum við tiltekna götu eða götukafla, öðrum en við lagningu gangstétta, er lokið, eða einum mánuði eftir samþykkt teikningar, ef um hús við fullgerða götu er að ræða.

Greiða má 80% gjaldsins með skuldabréfum, sem greiðast með jöfnum afborgunum á næstu 4 árum:

Skuldabréfin skulu vera með sömu kjörum og 1án þau, er Byggingasjóður veitir til gatnagerðar með bundnu slitlagi, og greiðast afborganir og vextir ásamt verðbótum á gjalddaga 1. júlí ár hvert.

Lokagreiðsla af skuldabréfum skal ekki falls í gjalddaga fyrr en gangstétt hefur verið lögð við þá götu, sem viðkomandi fasteign er skráð við.

Af lokagreiðslu greiðist hvorki vextir né verðbætur eftir að liðin eru 4 ár frá útgáfu skuldabréfsins.

Staðgreiði lóðarhafi álagt gatnagerðargjald skv. 14. gr. er heimilt að veita staðgreiðslu­afslátt allt að 10% eftir ákvörðun bæjarstjórnar á hverjum tíma.

 

18. gr.

Bæjarstjórn er heimilt að fresta innheimtu álags B-gjalds, ef um er að ræða íbúðarhúsnæði elli- og örorkulífeyrisþega, sem njóta ívilnunar í fasteignaskatti sbr. 11. kafla lags um tekjustofna sveitarfélaga og húsnæðið er ekki nýtt til annars en íbúðar fyrir viðkomandi.

Skilyrði fyrir frestun innheimtu er að gjaldinu verði þinglýst sem kvöð á viðkomandi fasteign og verði endurálagt í samræmi við þágildandi gjaldskrá, ef eigendaskipti verða eða aðstæður breytast á annan þann hátt, að forsendur frestunarinnar bresti.

 

III. KAFLI

19. gr.

Bæjarstjórn er heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðla samkvæmt 2. og 4. gr., hvern fyrir sig eða alla í einu, um allt að 50%, án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

 

20. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum og dráttarvöxtum fyrir í öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár eignarinnar.

Heimilt er að taka gjöld þessi lögtaki samkvæmt lögum nr. 29/1885.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Bolungarvíkur, staðfestist hér með skv. 3. gr. lags um gatnagerðargjöld nr. 51/1974, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 403 frá 18. desember 1974 um gatnagerðargjöld í Bolungarvíkurkaupstað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 8. janúar 1985.

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica