Félagsmálaráðuneyti

557/1995

Reglugerð um eftirlit með framkvæmd hættumats í iðnaðarstarfsemi. - Brottfallin

Reglugerð

um eftirlit með framkvæmd hættumats í iðnaðarstarfsemi.

1. gr.

Vinnueftirlit ríkisins hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hættumat í iðnaði.

2. gr.

Félagsmálaráðherra skal skipa sérstaka samráðsnefnd um stórslysavarnir í iðnaði sem skipuð skal fulltrúum samkvæmt tilnefningu frá Almannavörnum ríkisins, Brunamálastofnun, Hollustuvernd ríkisins og Vinnueftirliti ríkisins. Fulltrúi Vinnueftirlits ríkisins veitir samráðsnefndinni formennsku og sér um að kalla nefndina saman.

3. gr.

Hlutverk samráðsnefndar er að stuðla að því að markmiðum reglugerðar um hættumat í iðnaði verði náð og að tryggja samráð og samstarf hlutaðeigandi stofnana um þau mál er reglugerðin fjallar um. Nefndin skal vera ráðgefandi fyrir félagsmála- og umhverfisráðherra um breytingar á reglugerðinni.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í ákvæði 3. mgr. 3. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og að höfðu samráði við umhverfisráðuneyti. Reglugerðin er ennfremur sett með hliðsjón af samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytið, 24. október 1995.

F. h. r.
Berglind Ásgeirsdóttir

Gylfi Kristinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica