Félagsmálaráðuneyti

456/1984

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gatnagerðargjöld á Blönduósi nr. 582/1981. - Brottfallin

Felld brott með samþykkt nr. 484/2009

       Við 7. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:

       Jafnframt B. gjaldi og sem hluta af því skulu lóðarhafar atvinnu- og verslunarlóða greiða kr. 25,00 fyrir hvern fermetra lóðar hvort sem bygging er þar á eða ekki. Ofangreint gjald er miðað við byggingarvísitölu 168.

 

       Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Blönduóshrepps staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51 16. maí 1974 um gatnagerðargjöld til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 22. nóvember 1984.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica