Félagsmálaráðuneyti

179/1974

Reglugerð um álagningu gatnagerðargjalda (gangstéttagjalds) við Bárðarás á Hellissandi. - Brottfallin


1. gr.

Húseigendur við götuna Bárðarás á Hellissandi skulu greiða til Neshrepps utan Ennis gatnagerðargjald (gangstéttagjald) kr. 40 000.00 á hvert einbýlishús og kr. 60 000.00 á hvert tvíbýlishús. Skal gjald þetta og falla í gjalddaga sem hér segir:
Fyrsta greiðsla kr. 10 000.00 greiðist er varanlegt slitlag hefur verið lagt á götuna. Eftirstöðvarnar skulu greiðast með þremur jöfnum afborgunum, á næstu þremur árum og skal dagsetning gjalddaga vera sú hin sama og fyrsta greiðsla.

Lokagreiðslu þarf þó ekki að greiða fyrr en gangstétt er fullfrágengin.


2. gr.

Gatnagerðargjaldið (gangstéttagjaldið) má taka lögtaki í hinu skattskylda húsi og er það tryggt með lögveði í hinu skattskylda húsi í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsveði fyrir hverskonar samningsveði og aðfararveði, án tillits til eigendaskipta.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis staðfestist hér með samkvæmt 3. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 51/1974 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.


Félagsmálaráðuneytið, 6. júní 1974.

F. h. r.
Hallgrímur Dalberg.
Guðmundur Karl Jónsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica