Leita
Hreinsa Um leit

Félagsmálaráðuneyti

167/1975

Reglugerð um holræsi á Bíldudal.

1. gr.

Þegar hreppurinn hefur látið leggja holræsi í veg, götu eða annað opið svæði, eða þar sem hreppurinn hefur tekið að sér viðhald og endurnýjun eldri holræsa, er þeim húseigendum, er þar eiga hús eða í námunda við, skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá h tísinu, er flytji allt skólp frá því út í aðalræsi. Regnvatn af húsum og lóðum skal einnig, eftir því sem unnt er, leiða í ræsi.

 

2. gr.

Öll framkvæmdastörf, sem holræsakerfi kauptúnsins varða, svo sem viðhald, endurbætur, viðauka og umsjón alla, annast maður, sem hreppsnefnd felur það, undir yfirumsjón hreppsnefndar. Er engum heimilt að leggja ræsi í aðalræsi, nema að fengnu leyfi þessara aðila og er mönnum skylt að hlýða í öllu fyrirmælum þeirra um gerð og legu ræsisins og annað þess háttar, er máli skiptir i sambandi við það.

 

3. gr.

Kostnaður allur við holræsakerfið greiðist úr sveitarsjóði. Til að standast þann kostnað ber hverjum húseiganda, sem á hús við veg, götu eða opið svæði, þar sem holræsi er lagt í að greiða holræsagjald til hreppsins árlega, auk tengigjalds, við hverja tengingu.

 

4. gr.

Húseigendum ber að greiða holræsagjaldið og bera þeir einir ábyrgð á greiðslu þess. Holræsagjaldið má taka lögtaki og er það tryggt með lög eða í eigninni næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Gjalddagi holræsagjaldsins er 15. janúar ár hvert.

 

5. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum, allt að kr. 10 000.00, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála.

 

6. gr.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Suðurfjarðahrepps, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 21. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 11. apríl 1975.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Guðmundur Karl Jónsson.

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica