Félagsmálaráðuneyti

300/1984

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Breiðdalshreppi S.-Múlasýslu. - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

um gatnagerðargjöld í Breiðdalshreppi S.-Múlasýslu.

 

1. gr.

       Hreppsnefnd Breiðdalshrepps er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir og byggingar í Breiðdalshreppi eftir því sem segir nánar í samþykkt þessari.

 

2. gr.

       Gatnagerðargjald vegna undirbyggingar, varanlegs slitlags og gangstéttar, B-gjald, skal lóðarhafi greiða þegar lagningu slitlags er lokið. Gjaldið skal miða við rúmmetra húss, miða skal við utanmál húsa og lofthæð 2,70 m á íbúðarhúsum en 3,30 m í atvinnuhúsnæði, nema uppdráttur sýni minna.

 

3. gr

       Gjaldið skal nema ákveðnum hundraðshluta byggingarkostnaðar á m' eins og hann er

talinn á hverjum tíma af Hagstofu Íslands svo sem hér segir:                            

       Einbýlishús ................................................................................ 5,0%

       Fjölbýlishús, tvíbýlishús og raðhús .............................................. 3,5%

       Verslanir og skrifstofuhúsnæði .................................................... 5,0%

       Iðnaðarhús, vörugeymslur og atvinnuhúsnæði .............................. 3,5%

       Opinberar byggingar .................................................................. 5,0%

       Gripahús ................................................................................... 2,0%

       Bifreiðageymslur á einbýlishúsalóðum ......................................... 2,5%

       Annað húsnæði .......................................................................... 4,0%

       Gjald af íbúðarhúsnæði skal aldrei vera lægra en sem svarar af 250m2.  Auk þessa gjalds

skulu lóðarhafar greiða í gatnagerðargjald kr. 20.00 af hverjum fermetra lóðar . Bifreiða-

stæði greiða húseigendur sjálfir.                                                                     

 

4. gr.

       Gjöld samkvæmt 3. grein skulu breytast til samræmis við breytingar á byggingarvísitölu

gefinni út af Hagstofu Íslands.                                                                        

 

5. gr.

       Gatnagerðargjald samkvæmt 3. gr. greiðist þannig: 20% greiðist þegar lagningu bundins slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með skuldabréfi með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum. Gjalddagi afborgana er 1. júlí. Vextir og verðtrygging skal vera samkvæmt kjörum Byggðasjóðs í samræmi við kjör þau er hann veitir 1án til varanlegrar gatnagerðar. Lokágreiðslu skal þó ekki innheimta fyrr en endanlega hefur verið gengið frá viðkomandi götu.

 

6. gr.

       Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10% eftir ákvörðun hreppsnefndar á hverjum tíma.

 

7. gr.

       Skuldabréfin sem gefin kunna að vera út vegna gatnagerðargjalda skulu vera með veði í fasteign þeirri sem gjöldin eru lögð á og tekur það einnig til vátryggingarfjár eignarinnar.

 

8. gr.

       Heimilt er hreppsnefnd að veita afslátt eða fella niður gatnagerðargjöld af fasteignum þeirra eigenda, sem náð hafa 67 ára aldri, og þeirra, sem eiga við langvarandi sjúkdóma eða

örorku að stríða. Verði fasteign, sem afslátt hefur fengið eða niðurfellingu á gatnagerðar­gjaldi, seld eða á annan hátt skipt um eiganda skal hreppsnefnd heimilt að leggja á gjaldið eins og það var þegar álagning fór fram, með áorðnum vísitölubreytingum, enda sé kvöðinni þinglýst á viðkomandi fasteign.

      

       Reglugerð þessi er samin og samþykkt af hreppsnefnd Breiðdalshrepps staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51 frá 16. maí 1974 um gatnagerðargjöld, til þess að öðlast gildi þegar í stað.

       Jafnframt er úr gildi felld reglugerð frá 2. júlí 1975 um gatnagerðargjöld á Breiðdalsvík.

 

Félagsmálaráðuneytið, 15. júní 1984.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Jón Sigurpálsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica