Leita
Hreinsa Um leit

Félagsmálaráðuneyti

32/1982

Reglugerð um holræsi í Hvammsholti, Rauðasandshreppi í Vestur-Barðastrandarsýslu.

1. gr.

            Hreppsnefnd Rauðasandshrepps hefur á hendi stjórn holræsa í Hvammsholti, Rauðásandshreppi.

 

2. gr.

            Rauðasandshreppur lætur leggja stafnæð holræsakerfis í Hvammsholti. Þeim búseigendum, sem þar eiga hús, eða í nágrenni við er skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá húsi sínu, sem flytja allt skólp frá því út í aðalræsið.

            Regnvatn af húsum og lóðum skal einnig, eftir því sem unnt er, leiða f ræsið. Vanræki einhver húseigandi að láta gera holræsi, skal hreppsnefnd heimilt, með hæfilegum fyrirvara, að láta vinna verkið á kostnað húseiganda.

 

3. gr.

            Heimilt er hreppsnefnd að fela sérstökum umsjónarmanni yfirstjórn holræsa­kerfisins.

 

4. gr.

            Áður en húseigandi byrjar að leggja ræsi sitt skal hann skýra oddvita eða um­sjónarmanni frá því og fá samþykki þar til.

            Skylt er húseiganda að hlýða fyrirmælum umsjónarmanns í öllu því, er að tilhögun lagningar ræsanna lýtur, enda hafi umsjónarmaður ávallt eftirlit með því, að vel og örugglega sé frá öllu gengið.

 

5. gr.

            Allt efni, sem notað er til holræsagerðar skal standast almennar kröfur, sem gerðar eru til slíkra ræsa, og getur bygginganefnd sett reglur um sérstaka hreinsi­brunna á holræsakerfi húseigenda þar sem ástæða þykir til.

            Bannað er að láta renna í holræsið sýrur, olíur eða önnur efni, sem valdið Beta skemmdum á holræsakerfinu eða varanlegri mengun.

 

6. gr.

            Kostnaður við aðalæð holræsakerfisins greiðist úr hreppssjóði.

            Til þess að standa straum af þeim kostnaði og viðhaldi holræsakerfisins skal hver húseigandi greiða hreppssjóði tengigjald, er hann tengir hús sitt við holræsa­kerfið.

            Greiða skal í tengigjald kr. 2,00 pr, rúmmetra húss miðað við byggingavísitölu árið 1981. Gjald þetta breytist til hækkunar eða lækkunar í samræmi við breytingar á byggingavísitölu.

            Tengigjald skal greitt eða um það samið, áður en tenging við stafnæð er leyfð. Þá skal og.hver húseigandi, sem tengt hefur hús sitt holræsakerfinu greiða árlega holræsagjald í hreppssjóð, 0,2% af fasteignamati húss og lóðar, sem talið er sér f     fasteignamati, enda sé holræsi frá viðkomandi húsi eða húshluta.

            Gjöld samkvæmt grein þessari er hreppsnefnd heimilt að hækka eða lækka um 50 af hundraði, án þess að samþykki ráðuneytisins komi til.

 

7. gr.

            Holræsagjald greiðist af húseiganda og er hann einn ábyrgur fyrir greiðslu þess gagnvart hreppnum.

            Kröfur þær sem hreppsnefnd kann að öðlast samkvæmt reglugerð þessari, má taka lögtaki á kostnað gjaldanda og eru gjöld þessi tryggð með lögveði í húseign­inni i næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsveðrétti fyrir hverskonar samnings­ og aðfaraveði.

            Gjalddagi holræsagjalds er 15. janúar ár hvert.

            Gjaldið greiðist oddvita hreppsins, eða þeim sem hreppsnefnd felur innheimtu þess.

 

8. gr.

            Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að kr. 5000,00 nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. Sekt þessi rennur í sveitarsjóð. Mál út af broti gegn reglu gerð þessari skal fara með að hætti opinberra mála.

            Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Rauðasandshrepps, staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923 til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 2. febrúar 1982.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica