Félagsmálaráðuneyti

664/1981

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 238 17. apríl 1980 um gatnagerðargjöld í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 4. gr. orðist svo:
Gjöld samkvæmt 3. gr. breytast ársfjórðungslega í samræmi við vísitölu byggingarkostnaðar.

2. gr.

6. gr. orðist svo:
Gjalddagar A-gjalda skulu vera sem hér segir: Við lóðarveitingu skal greiða 50% af áætluðu gatnagerðargjaldi innan eins mánaðar frá lóðarveitingu. Eftirstöðvar skulu greiðast þegar byggingarleyfi er veitt, þó er heimilt að veita gjaldfrest á eftirstöðvum í allt að þrjá mánuði.


Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Miðneshrepps í Gullbringusýslu staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 26. nóvember 1981.

F. h. r.
Hallgrímur Dalberg.
Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica