Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

561/1987

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr.153/1986 um dráttarvélar og hlífðarbúnað við aflflutning frá þeim.

Ákvæði til bráðabirgða.

2. Dráttarvélar sem seldar eða afhentar voru fyrir 1. janúar 1966, skulu frá og með 15. apríl 1988 búnar öryggisgrind eða veltiboga sem Vinnueftirlit ríkisins viðurkennir, sjá þó gr. 48.1.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sbr. 29. gr., 47. gr., 49. gr. og 6. mgr. 73. gr., öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 30. nóvember 1987.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Óskar Hallgrímsson

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.