Leita
Hreinsa Um leit

Félagsmálaráðuneyti

2/1965

Reglugerð um holræsi á Akranesi.

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

 

Reglugerð þessi gildir um allt lögsagnarumdæmi Akraness, nema annað sé tekið fram hér á eftir.

 

2. gr.

            Bæjarstjórn ákveður lagningar holræsa, aðalæða og götuæða. Bæjarverkfræðingur sér um daglegan rekstur holræsakerfis bæjarins.

 

 

3. gr.

Hverjum þeim, sem á húseign, sem hægt er að tengja við holræsakerfi bæjarins, er skylt að tengja þá húseign við holræsakerfið eftir því sem nánar er tekið fram í reglugerð þessari.

Ef eigi er unnt eða ekki talið ráðlegt að dómi bæjarverkfræðings að tengja hús við holræsakerfið, ber að hags frágangi frárennslislagna svo sem fyrir er mælt í 32. gr.

 

4. gr.

Hyggist húseigandi tengja ræsi frá húsi sínu við holræsakerfi bæjarins eða gera breytingar eða viðbætur við eldra ræsi, ber honum með nægum fyrirvara að fá til þess skriflegt leyfi hjá bæjarverkfræðingi.

Umsóknir um leyfi ber að skrifa á eyðublöð, sem fást á skrifstofu bæjarverk­fræðings, og skulu þær undirritaðar af eiganda hússins eða umboðsmanni hans.

 

5. gr.

Með umsókninni fylgi uppdráttur af fyrirhuguðum holræsum og/eða breyting­um á þeim eldri. Uppdráttur þessi skal gerður af þar til hæfum manni, er hlotið hefur til þess löggildingu bæjarverkfræðings.

Sá, sem uppdrátt gerir, skal undirrita hann með eigin hendi, og her hann ábyrgð á, að hann sé í samræmi við reglugerð þessa og brjóti eigi í bága við byggingar­samþykkt, brunamálasamþykkt, heilbrigðissamþykkt, né aðrar þær reglur um þessi mál, sem í gildi eru á Akranesi. Samþykkt bæjarverkfræðings á uppdrætti, sbr. 7. gr., rýrir á engan hátt þá ábyrgð.

 

6. gr.

Uppdráttum þeim, sem um getur í 5. gr., skal skila í tvíriti, og skulu óæði ein­tökin undirrituð. Uppdrættirnir skulu gerðir á haldgóðan, óstökkan pappír og þannig frá þeim gengið, að ekki máist drættir eða letur við geymslu. Stærð þeirra skal vera 42.0 X 59.4 eða 59.4 X 84.1 cm. Standi sérstaklega á, getur bæjarverkfræðingur leyft að gera uppdrættina á stærri blöð í DIN-broti. Nota skal mælikvarða 1 :100 og 1 : 50, og ef sýna þarf smáatriði minnst 1 : 20.

Uppdrættir skulu sýna allar lagnir, utan húss sem innan, er tengjast eiga við holræsið. 0511 tæki, vatnslásar, niðurföll, hreinsilok og brunnar, er kerfinu tilheyra, skulu og sýnd. Taka skal fram um vídd, efni og halla aura lagna.

Auk þess skal fylgja málsett afstöðumynd í mælikvarða 1 : 500, er sýni teng­ingu frárennsliskerfis hússins við götuholræsi.

Sérteikning skal fylgja af brunnum, fitu-, sand-, olíu- og benzíngildrum. Nota skal tákn þau, sem sýnd eru í 38. gr.

Á ofangreinda uppdrætti skal rita allar hæðartölur, sem nauðsynlegar eru, mið­aðar við hæðarmerkjakerfi Akraness.

Ef bæjarverkfræðingur telur ástæðu til, getur hann krafizt ýtarlegri upplýsinga en um getur hér að framan.

 

7. gr.

Þegar bæjarverkfræðingur hefur samþykkt uppdrátt, stimplar hann og áritar óæði eintökin. Annað eintakið skal varðveitt í skjalasafni bæjarverkfræðings.

 

8. gr.

Pípulagningameistarar, löggiltir af bæjarstjórn, hafa einir rétt til þess að annast holræsalagnir, og gildir það um nýlagnir ,jafnt sem viðbætur við eða brey- tingar á eldri holræsalögnum. Þeir bera ábyrgð á, að allar lagnir séu í samræmi við reglu­gerð þessa, nánari fyrirmæli, er kunna að verða sett, og samþykktan uppdrátt.

            Ef pípulagningameistari brýtur í bág við fyrirmæli reglugerðar þessarar eða reglna, settra samkvæmt þeim, eða brot er framið af starfsmönnum, sem hann ber ábyrgð á, getur bæjarverkfræðingur veitt honum áminningu. Enn fremur getur bæjarstjórn svipt hann löggildingu, ef um miklar sakir er að ræða eða ítrekað brot.

 

9. gr.

Pípulagningameistari sá, er verkið á að vinna, ritar nafn sitt á bæði eintök samþykkts uppdráttar, áður en verkið hefst.

Pípulagningameistarinn ber fulla ábyrgð á, að verkið sé framkvæmt í samræmi við samþykktan uppdrátt. Sé skipt um pípulagningameistara, meðan á verki stendur, ber að tilkynna það bæjarverkfræðingi. Skal pípulagningameistari sá, er við tekur, gefa skriflegar upplýsingar um, hversu miklum hluta verksins sé þegar lokið.

Er honum eigi heimilt að halda verkinu áfram, fyrr en hann hefur áritað áðurnefnda uppdrætti.

Ávallt skal hafa áritaðan uppdrátt á vinnustað.

Uppdráttur fellur úr gildi eftir eitt ár, sé ekki farið að vinna eftir honum.

 

10. gr.

Með samþykkt uppdráttar er engin ábyrgð á því tekin, að unnt sé að leggja hol­ræsi samkvæmt honum vegna lagna eða annarra mannvirkja, er kunna að verða fyrir.

 

11. gr.

Bæjarverkfræðingur skal hafa eftirlit með því, að lagnir séu í samræmi við sam­þykktan uppdrátt og reglugerð þessa.

Engar frárennslislagnir má hylja, fyrr en þær hafa verið viðurkenndar af bæjarverkfræðingi.

Áliti bæjarverkfræðingur, að verk sé eigi framkvæmt samkvæmt ákvæðum reglu­gerðar þessarar eða öðrum reglum, er settar kunna að verða, getur hann stöðvað verkið, þar til bætt hefur verið úr því, sem áfátt kann að vera.

Bæjarverkfræðingur hefur rétt til þess að láta þrýstiprófa frárennslislagnir á kostnað húseiganda, og sé það gert, skal pípulagningameistari sá, er ábyrgð ber á verkinu, vera viðstaddur og aðstoða starfsmenn bæjarverkfræðings við prófunina.

 

12. gr.

Þegar bæjarverkfræðingur hefur samþykkt uppdrátt, getur hann veitt heimild til tengingar við holræsakerfi bæjarins gegn sérstöku gjaldi, sem bæjarstjórn ákveður. Heimild þessa og götuleyfi vegna frárennslis, getur hann bundið þeim skilyrðum, er hann telur nauðsynleg.

Bæjarverkfræðingur getur ákveðið, að frárennslislögn utanhúss eða hluti hennar skuli lögð af starfsmönnum bæjarins á kostnað húseiganda. Ef fleiri húseigendur eiga í hlut, ákveður bæjarverkfræðingur skiptingu kostnaðar.

Að jafnaði skal ein lögn vera frá hverri húseign út í holræsakerfi bæjarins. Bæjarverkfræðingur getur þó ákveðið, að fleiri en eitt hús noti sama frárennsli að nokkru eða öllu leyti, og kveður þá nánar á um vídd og legu lagnarinnar.

Ef ágreiningur verður um skiptingu kostnaðar, sker bæjarverkfræðingur úr. Allar viðgerðir á götum eða öðrum svæðum, er gera þarf vegna lagningar frá­rennslis, strax að verki loknu eða síðar, skulu gerðar á kostnað eiganda.

 

13. gr.

Skylt er mönnum að hlíta því, að holræsi sé lagt um eignarland þeirra eða um­ráðasvæði, og fram fari á því nauðsynlegt viðhald.

Um bætur fyrir slíkt fer skv. ákvæðum vatnalaga.

 

14. gr.

Eigi er heimilt að veita frárennsli, er valdið getur skemmdum á holræsakerfinu eða truflað rekstur þess, út í göturæsi. Þannig má ekki veita út í göturæsi vökvum, sem innihalda mikið magn af fitu, t. d. frá veitinga- og matgerðarhúsum, súrum vökvum, vökvum, sem eru heitari en 35° C, mælt í götubrunni, olíu, benzíni, eða öðrum efnum, sem hætta eða óþægindi Beta stafað af.

Þar sem hætta er á, að skolp innihaldi ofangreind efni, ber húseiganda að gera ráðstafanir til að fjarlægja þau eða gera óskaðleg, áður en því er vent út í hol­ræsakerfið.

Ráðstöfunum þessum her að haga samkvæmt fyrirmælum bæjarverkfræðings.

 

15. gr.

Húseigendum her að sjá um hreinsun á frárennslislögnum frá húsum sinum og gæta þess, að þær stíflist ekki.

Rotþrær ber að hreinsa að minnsta kosti einu sinni á ári.

Fitu- og olíugildrur, benzín- og sandgildrur og þ. h. ber að hreinsa reglulega, þannig að tryggt sé, að útbúnaðurinn gegni sínu hlutverki.

 

16. gr.

Frárennslislögnum, sem teknar hafa verið úr notkun, skal lokað tryggilega.

 

II. KAFLI

Lagnir innanhúss.

17. gr.

a.         Allar skolplagnir ber að leggja (einangra), svo að ekki nái frost til þeirra. Þar sem leiðslur eru í veggraufum, skulu raufarnar vera svo víðar, að pípurnar snerti ekki vegginn, og nægri einangrun verði við komið, bæði hvað snertir hljóð og hita.

b.         Lagnir milli hæða, fallpípur, skulu vera lóðréttar, þar seta því verður við komið.

c.         Stefnubreytingar skulu gerðar með beygjum, og skulu þær vera gleiðari en 90°. Lagnir, sem tengdar eru við fallpípur, hliðarlagnir, skulu tengdar í grein pípu með skástút. Ef tvær hliðarlagnir erg tengdar við fallpípur í sömu hæð,           má ekki nota greinar með krappara horni en 135°.  Við tengingar á misvíðum pípum skal nota minnkanir.

d.         Aldrei má mjókka lögn í stefnu rennslis.

e.         Lagnir skulu að jafnaði hafa að minnsta kosti 50%o halla. Bæjarverkfræðingur getur þó leyft, ef sérstaklega stendur á, að halli sé minni, en þó ekki minni en 20%o.

f.          Hreinsilok skulu sett neðst á fallpípur og annars staðar, þar sem þörf er á, þannig að auðveldlega megi hreinsa allt kerfið.

g.         Séu fleiri en eitt tæl:i við sömu fallpípu, skulu lagnir og vatnslásar svo gerð, að skolp geti ekki runnið milli tækja, né vatnslásar tæmzt við venjulega notkun.

h.         Loftrás skal vera á öllum fallpípum, er salerni og eldhúsvaskar eru tengd við.

Loftrásin skal ná upp fyrir þak eða út fyrir vegg undir þakbrún, og þannig frá gengið, að ekki valdi óþægindum.

                        Í eins og tveggja hæða húsum má loftræsa 2 fallpípur með 70 mm lögn og fleiri en 2 fallpípur með 100 mm lögn.  Í 3-6  hæða húsum má loftræsa 2 fallpípur með einni 100 mm lögn.

                        Í húsum, sem eru meira en 6 hæðir, má loftræsa 2 fallpípur sameiginlega sé loftrásin víðari en sú fallpípan, sem víðari er.

i.          Þar sem tæki eru tengd beint í holræsi undir húsi, er loftræstingar ekki krafizt.

 

18. gr.

a.         Magn skolps skal talið í rennsliseiningum og telst hver eining vera 0.3 1/sek.

b.         Reikna skal með eftirfarandi einingafjölda frá hverju tæki:

           

Baðker með vatnslás ........................................................................... 5 einingar         

Niðurfall í gólfi 50/70 mm..................................................................... 3 einingar

       -        -   -     70/70   -   ............................................................... 4     

       -        -   -   100/100 -   ............................................................... 5      -

Handlaug ............................................................................................ 1 eining

Eldhúsvaskar ...................................................................................... 3 einingar

Uppþvottavél með vatnslás ................................................................. 4      -

Skolvaskar með 50/70 mm vatnslás ...................................................3 ­    -

            -         -   40/50    -      -      ......................................................2      -

Regnvatn frá 3 m2 fleti svala, þaks eða samsvarandi fleti á lóð............... 1 eining

........... Vatnssalerni .......................................................................................5 einingar

 

c.         Rennsliseiningar annarra tækja en nefnd eru hér að ofan, skal ákveða með tilliti til stærðar vatnslása þeirra og skolpmagns.

 

 

19. gr.

a.         Tæki tengd frárennsliskerfi skulu hafa vatnslás. Við val lása skal höfð hlið­sjón af eftirfarandi töflu:

                     I                             

Tæki

Þvermál vatnsláss að/frá mm

Athugasemdir

Baðker

50/70

40/50

Hreinsiskrúfa skal vera á vatnslásnum.

Hreinsiskrúfa skal vera á vatnslásnum.

Niðurföll:

a. i neðsta gólfi

b. í öðrum gólfum

100/100

70/70 - 50/70

50/70 vatnslás má aðeins nota fyrir lítil gólf < 8 m2.

Handlaug

32/40

25/32

Hreinsiskrúfa skal vera á vatnslásnum; nota má poka-vatnslás.

Eldhúsvaskur

50/70

40/50

Hreinsiskrúfa skal vera á vatnslásnum;

40/50 vatnslás má einvörðungu nota við stálvaska og glerjaða vaska.

Uppþvottavél

50/70

Hreinsiskrúfa skal vera á vatnslásnum. Stærð þessi á aðeins við vélar til venju- legra heimilisnota.

Skolvaskar

50/70

40/50

Hreinsiskrúfa skal vera á vatnslásnum.

Hreinsiskrúfa skal vera á vatnslásnum.

 

40/50

Nota má poka-vatnslás.

Vatnssalerni

90/90 og

 

 

100/100

Vatnslásar áfastir salernisskálinni.

b.         Vatnslásar skulu vera S-lásar eða P-lásar, sbr. a-1ið. Fyrir vaska má þó nota poka-vatnslás.

c.         Dýpt vatnslása skal vera sem hér segir:

                                    120 mm í 32/40 hlývatnslás,

                                    50 -- - vatnslás fyrir salerni.

                                    70 - - öðrum vatnslásum.

d.         Vatnslásum skal þannig fyrir komið, að ekki nái til þeirra frost.

 

 

20. gr.

Loftræstar fallpípur.

a.         Vídd fallpípna skal ákveða skv. eftirfarandi töflu:

Mesti fjöldi eininga, sem fallpípa getur flutt:

 

Þvermál í mm

Lóðrétt fallpípa og hliðarlagnir með meiri halla en 400‰

Hliðarlagnir með minni halla  en 400‰

Beygjur neðst á fallpípum

Athugasamdir

 

Án loftrásar

Með loftrás

Án loftrásar

Með loftrás

 

Um stærðir einstakra hluta fall-pípna, sjá b- og c-lið þessarar greinar

70

20

 

15

 

 

 

100

130

200

100

130

100

 

125

300

450

200

300

200

 

150

700

1000

500

700

500

 

 

Beygjur frá 150 mm fallpípum, er flytja meira en 500 rennsliseiningar, skulu vera 200 mm. Við 70 mm lögn má ekki tengja salerni eða tæki með 100/100 mm vatnslás.

b.         Stærð fallpípna, sem flytja eiga allt að 50 rennsliseiningar, skal vera eins og sýnt er í eftirfarandi töflu. Eigi má nota stærri vatnslása en 50/70 mm.

 

Hámarksfjöldi eininga, sem fallpípa getur flutt án loftræstingar.

Fjöldi eininga, er einstakir hlutir fall-pípunnar geta flutt

Allt að 10 einingar

Án eldhúsvasks og án baðkers

Með eldhúsvaski eða baðkeri

Án eldhúsvasks og án baðkers

Með eldhúsvaski og með baðkeri

0 - 10 .....................

70 mm

70 mm

70 mm

70 mm

Sjá töflur í c-lið

11 - 20 ...................

 

70 mm

100 mm

70 mm

 

21 - 50 ...................

 

 

 

100 mm

 

 

Séu fallpípur hins vegar loftræstar, má reikna með 50% aukningu rennslis í 100 mm lögn.

Við ákvörðun hliðarlagna skal miða við stærðar-ákvarðanir í töflu í a-1ið þessarar greinar.

c.         Vídd fallpípna, sem vatnssalerni eru tengd við eða tæki með vatnslásum 70%70 mm eða stærri, skal vera eins og hér segir:

 

Hámarkfjöldi eininga, sem öll fallpípan getur flutt, án sérstakrar loftræstingar.

Fjöldi eininga, er einstakir hlutar fallpípunnar geta flutt

 

0 - 130

 

131 - 180

 

181 - 235

 

236 - 300

 

301 - 360

 

361 - 700

0 - 130  .......................

100 mm

100 mm

125 mm

125 mm

125 mm

150 mm

131 - 180 ....................

 

125 mm

125 mm

125 mm

125 mm

150 mm

181 - 235 ....................

 

 

125 mm

125 mm

150 mm

150 mm

236 - 300 ....................

 

 

 

125 mm

150 mm

150 mm

301 - 360 ....................

 

 

 

 

150 mm

150 mm

361 - 700 ....................

 

 

 

 

 

150 mm

 

Hámarksfjöldi eininga, sem loftræst fallpípa getur flutt.

Fjöldi eininga, er einstakir hlutar fallpípunnar geta flutt

 

 

0 - 200 

 

 

201 - 270

 

 

271 - 350

 

 

351 - 450

 

 

451 - 500

 

 

501 - 1000

0 - 200  ......................

100 mm

100 mm

125 mm

125 mm

125 mm

150 mm

201 - 270 ...................

 

125 mm

125 mm

125 mm

125 mm

150 mm

271 - 350 ...................

 

 

125 mm

125 mm

150 mm

150 mm

351 - 450 ...................

 

 

 

125 mm

150 mm

150 mm

451 - 500 ...................

 

 

 

 

150 mm

150 mm

501 - 1000..................

 

 

 

 

 

150 mm

 

Er hliðarlagnir og beygjur eru ákveðnar, skal miðað við pípuvíddir í töflu í a-lið þessarar greinar.

d.         Eftirfarandi reglur gilda um regnvatnslagnir.

 

Lagnir, sem flytja regnvatn, má tengja við fallpípu samkvæmt eftirfarandi töflu.

Stærð fallpípna, sem tengt er í

Stærð regnflatar, ef tengt er fyrir ofan aðrar hliðarlendir

Stærð regnflatar, ef tengt er fyrir neðan aðrar hliðarlagnir

100 mm

allt að   10 m2

allt að 200  m2

125 mm

allt að 300 m2

allt að 600    m2

150 mm

allt að 800 m2

allt að 1500 m2

 

Aldrei má þó tengja í 100 mm eða grennri fallpípu, ef hús er meira en 6 hæðir. Vatnslása ber að setja á regnvatnslagnir, seta tengdar eru skolpveitunni, nema tryggt sé, að óþefur eða gufa eti ekki valdið óþægindum eða skemmdum.

 

21. gr.

a.         Vídd fallpípna og hliðarlagna, sem ekki eru loftræstar.

Þvermál lagnanna í mm ..................................................................

32

40

50

70

100

125

150

Samanlagður fjöldi rennsliseininga í lögninni ...........................

1

2

4

6

16

25

36

 

b.         Sé óloftræst fallpípa tengd í loftræsta lögn, má mesti hæðarmunur frá efsta vatnslás, sem tengdur er í lögninni að tengingu, vera 4 m. Hámarksfjarlægð frá vatnslás á óloftræstri lögn að tengingu má vera 10 m, nema um sé að ræða 32 og 40 mm lagnir, en þar má fjarlægð vera allt að 2 m, eða 50 mm lögn, þar sem fjarlægð má vera allt að 6 m.

            Sé loftræst lögn eigi tengd salerni, má hæðarmunur frá vatnslás að tengingu við loftræsta lögn vera allt að 5 m og lengd lagnarinnar alls 25 m.

            Í 70 mm lögn má ekki tengja fleiri en einn 70/70 mm vatnslás eða eitt baðker.

            Í 100 mm lögn, sem salerni er tengt við og hefur fallhæð yfir 1.5 m, má ekki tengja önnur tæki með meiri fallhæð en 1 m miðað við tengingu í loftræsta fallpípu.

            Í 125 mm lögn, sem 1 salerni með fallhæð yfir 3 m eða 2 salerni með fallhæð yfir 1.5 m eru tengd við, má ekki tengja önnur tæki með meiri fallhæð en 1 m miðað við tengingu í loftræsta fallpípu.

            Í 150 mm lögn, sem allt að 4 salerni eru tengd við með fallhæð yfir 1.5 m,

má ekki tengja önnur tæki með meiri fallhæð en 1 m miðað við tengingu í loftræsta fallpípu.

 

III. KAFLI

Rennur og niðurföll.

22. gr.

Þverskurðarflatarmál þakrenna sé 0.5-1.0 cm2 pr. m2 miðað við ofanvarp þess þakflatar, sem rennan er tengd við á láréttan flöt.

Vídd á niðurföllum, er flytja vatn frá þökum og svölum, má eigi vera minni en hér segir:

            Ofanvarp þakflatar allt að                                  Vídd fallpípu

                        30 m2 ..........................................        70 mm

                        100 m2 .........................................       80 mm

                        250 m2 .........................................       100 mm

                        400 m2 ..........................................      125 mm

Hámarksfjarlægð milli niðurfalla sé 20 m.

 

 

IV. KAFLI

Utanhúslagnir, rotþrær o. fl.

23. gr.

Eigi er öðrum en starfsmönnum bæjarverkfræðings heimilt að annast tengingu heimæða við holræsakerfi bæjarins.

 

24. gr.

a.         Botn holræsa utanhúss má ekki leggja grynnra en 1.20 m frá yfirborði jarðvegs.

b.         Holræsin skulu að jafnaði eigi hafa minni halla en 20‰ og melt 300‰. Bæjarverkfræðingur getur þó leyft minnst 15‰ halla, þar sem um verulegt skolpmagn er að ræða. Á 100 mm regnvatnslögnum má halli vera minnst 10‰ og 150 mm lögnum minnst 5‰.

                        Lagnir, sem einvörðungu flyt,ja jarðvatn, má leggja með minnst 3°" halla, séu þær tengdar holræsakerfi hússins í brunni.

                        Á jarðvatnslögnum skal vera U-vatnslás og tengistaður þeirra vera a. m. k. 20 cm ofar frárennsli tír brunni.

c.         Lagnir, sem tengdar eru vatnssalernum eða þvottaherbergjum, skulu eigi vera grennri en 150 mm, og engar lagnir undir húsum skulu vera grennri en 100 mm.

d.         Þar sem lagnir greinast, skal nota greinpípu með skástút. Við tengingu á mis­víðum pípum skal nota minnkanir.

e.         Stefnubreytingar skulu gerðar með beygju, og skulu þær ekki vera krappari en 135°. Við smábeygjur má sveigja í múffum, en þó ekki meir en svo, að örugg­lega megi þétta samskeytin.

f.          Hreinsilok og hreinsibrunna skal setja í lagnir eftir því sem þörf krefur, svo að auðvelt sé að hreinsa allt kerfið. Hreinsilok skulu vera aðgengileg og eigi minni en 100-150 mm í þvermál, nema um mjög stutta hliðarlögn sé að ræða. Þar má hafa lok, sem er að minnsta kosti 65 mm í þvermál.

                        Hreinsibrunna á lögnum, allt að 200 mm, má gera úr 300 mm steinsteypu­pípu. Frá brunnopi skal þannig gengið, að eigi stafi hætta af.

                        Botn brunnsins skal vera í sömu hæð og lögn frá honum, en horn og kverkar skulu svo gerð, að ekki safnist botnfall.

g.         Leiðslur, sem liggja samhliða undirstöðum, ber að leggja þannig, að burðar­þol grunnsins, sem undirstaðan hvílir á, rýrni ekki. Þar sem skolplagnir liggja gegnum undirstöðuveggi, ber að gæta þess, að sig geti ekki valdið skemmdum á lögn.

h.         Aldrei má mjókka lögn í stefnu rennslis.

i.          Ganga skal svo frá skolplögn, að óþef leggi ekki frá henni né vatnslásar tæmist við sog í leiðslum.

 

25. gr.

a.         Vídd loftræstra lagna utanhúss.

Vídd lagnar utanhúss eða í grunni

Fjöldi og stærð fallpípna, sem tengja má lögn

Rennsliseiningar

Auk þess regnvatn frá þakfleti eða garðfleti

100 mm

2 stk. 70 mm

eða

1 stk. 100 mm

 

 

200 m2

150 mm

 

500

1500 m2

 

Í húsum allt að 7 hæðum gilda eftirfarandi reglur um vídd lagna utan­húss og i grunnum:

 

Vídd lagnar utanhúss eða í grunni

Fjöldi og stærð fallpípna, sem tengja má lögn

Rennsliseiningar

Auk þess regnvatn frá þakfleti eða garðfleti

100 mm

2 stk. 70 mm

eða

1 stk. 100 mm

 

100

 

10 m2

150 mm

 

500

800 m2

 

 

Ef um meiri vatnsmagn er að ræða, skal vídd pípna ákveðin með hliðsjón af því.

b.         Vídd óloftræstra lagna utanhúss.

Í 100 mm lögn má leiða skolp, allt að 16 rennsliseiningum ásamt regnvatni frá þak- eða garðfleti allt að 200 m2. Í 150 mm lögn má leiða skolp allt að 25 rennsliseiningum ásamt regnvatni frá þak- eða garðfleti allt að 800 m2.

Ef um meira vatnsmagn er að ræða en hér er nefnt að ofan, ber að nota 200 mm lagnir eða stærri.

 

26. gr.

Nú hagar svo til, að ekki er unnt að ná nægilegum halla frá niðurföllum, baðkeri eða vöskum í aðalfrárennslisæð húss, og er þá heimilt að dæla skolpinu upp í nægilega hæð.

Dælt skal úr safnbrunni í brunn eða loftræsta lögn, sem er minnst 100 mm í þvermál. Tryggt skal, að þetta geti ekki valdið tæmingu á vatnslásum. Safnbrunnur skal vera loftræstur og komið þannig fyrir, að hann valdi ekki óþægindum.

Þar sem þörf krefur, má dæla jarðvatni tír safnbrunni. Ekki má nota sama safn­brunn fyrir ,jarðvatn og annað frárennsli.

Einnig er heimilt að dæla frárennsli frá vatnssalernum tír safnbrunni, ef not­aðar eru tvær sjálfvirkar skolpdælur.

 

27. gr.

Heimilt er að setja einstreymisloka á lagnir, ef hætta er á, að inn í þær 8æði, enda flytji þær frárennsli frá salernum eða þvagskálum.

 

28. gr.

Frárennsli frá sjúkrahúsum má ekki leiða út í holræsakerfi bæjarins, fyrr en það hefur verið hreinsað. Héraðslæknir og bæjarverkfræðingur skulu samþykkja hreins­unaraðferð.

 

29. gr.

Þar sem skolp inniheldur mikið magn af fitu (sbr. 14. gr.), skal það leitt í loft­ræstan fitubrunn.

Fitubrunnum skal að jafnaði komið fyrir utanhúss, og þannig að auðvelt sé að hreinsa þá.

Frárennsli frá salernum má ekki tengja fitubrunnum.

Í húsum, þar sem ekki hefur verið séð fyrir sérstökum lögnum fyrir vaska og önnur tæki, sem mikil fita fer í, má koma fyrir fitugildrum á lögnum innanhúss. Fitugildrur skulu gerðar úr málmi, sem lærist ekki, og settar eins nærri tæki því, sem um ræðir, og unnt er.

Gerð og frágangur fitubrunna og fitugildra eru háð samþykki bæjarverkfræðings.

 

30. gr.

A skolplagnir frá benzínsölustöðvum, smurstöðvum, verkstæðum og öðrum þeim stöðum, þar sem olía eða benzín kann að berast út í holræsakerfi bæjarins, skal setja benzín- og olíugildru. Gildrur þessar skulu hljóta samþykki bæjarverkfræðings og slökkviliðsstjóra, áður en þær eru teknar í notkun.

 

31. gr.

Eigi er heimilt að veita gufu, t. d. frá efnalaugum og þvottahúsum, beint út í holræsakerfið. Skulu ráðstafanir gerðar til að þétta gufuna, áður en henni er vent gegnum vatnslás út í holræsi.

 

32. gr.

Þegar svo er ástatt, sem segir í 2. mgr. 3. gr., getur bæjarverkfræðingur leyft, að gerð sé rotþró fyrir frárennsli hússins.

Umsókn um slíkt skal fylgja teikning, er sýni gerð og staðsetningu fyrirhug­aðrar rotþróar.

Rotþró skal gera úr steinsteypu eða steinsteypupípum. Lok skal gera tír stein­steypu eða steypujárni, og þannig frá gengið, að auðvelt sé að hreinsa þróna.

Í rotþró skulu eigi vera færri hólf en tvö, og skal hún vera loftræst.

Ekki má taka rotþró í notkun, fyrr en hún hefur hlotið viðurkenningu héraðs­læknis.

 

V. KAFLI

Um efni og frágang lagna, brunna o. fl.

33. gr.

Lagnir utanhúss.

Í lagnir í jörð utanhúss, þar með talin grunnlögn, má nota steinsteyptar pípur, glerjaðar leirpípur, bikaðar steypujárnspípur eða pípur úr öðru efni, er bæjar­verkfræðingur samþykkir.

Pípur þessar skulu svo lagaðar, að þær hvíli á belgjum, en ekki múffum, og skal þess gætt, að lögnin sé bein. Pípurnar skulu lagðar á þétta undirstöðu og jarð­vegi þjappað vel að þeim.

Steinsteyptar pípur skulu þéttar með tjöruhampi og sandsteypu. Glerjaðar leirpípur skulu þéttar með tjöruhampi og asfaltsteypu. Steypu,járnspípur skulu þéttar með hampi og blýi eða öðru efni jafngóðu.

Þar sem jarðvegur eða skolpið innheldur jarðvegssýru eða skolp skaðleg efni, ber að verja pípurnar sérstaklega gegn áhrifum þeirra.

 

34. gr.

Niðurfallsbrunnar.

Niðurfallsbrunna má gera úr steinsteyptum pípum eða glerjuðum leirpípum.

 

35. gr.

Manngengir brunnar.

Manngengir brunnar skulu minnst vera 1 m að innanmáli. Brunna þessa skal að jafnaði gera úr þar til gerðum steinpípum og brunnkeilum. Karmar og lok skulu gerð tír steypujárni. Þrep ber að hafa í brunninum, þannig að auðveldlega megi ganga niður í hann. Rennur skulu gerðar í botn brunnsins, og skal halli að þeim vera a. m. k. 125,0. Allar lagnir aðrar en þær, sem flytja jarðvatn, ber að tengja neðst í brunninn.

 

36. gr.

Lagnir innanhúss.

Í lagnir innanhúss, að undanskilinni grunnlögn, má nota steypujárnspípur, blý­pípur, koparpæípur, messingpípur, zinkhúðaðar smíðajárnspípur eða pípur úr öðru efni, er bæjarverkfræðingur samþykkir.

Steypujárnspípur skulu þéttar með hampi og blýi eða öðru efni jafngóðu, en aðrar pípur skulu skrúfaðar eða lóðaðar saman.

 

37. gr.

Rennur og niðurföll fyrir regnvatn.

Rennur og niðurföll skal gera úr varanlegu efni, t. d. zinki, aluminium eða kopar.

Þar sem sérstök hætta er á, að renna verði fyrir skemmdum, ber að nota steypu­járnspípur, zinkhúðaðar smíðajárnspípur eða pípur úr öðru efni jafngóðu.

 

VI. KAFLI

Tákn o.fl.

38. gr.

[sjá Stjórnartíðindi  B 1 - 1965, bls. 12 - 15]

 

 

VII. KAFLI

Refsiákvæði o. fl.

39. gr.

Brot á reglugerð þessari varðar sektum allt að 20 þús. kr., nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Með mál ú t af slíkum brotum skal farið að hætti opinberra mála.

Nú vanrækir maður að vinna verk, sem bæjarverkfræðingur hefur fyrirskipað, skv. reglugerð þessari, eða verk er ekki unnið á viðunandi hátt, og er honum þá heimilt að láta vinna það, sem þarf, á kostnað aðila.

Skal þá greiða kostnaðinn til bráðabirgða úr bæjarsjóði, en innheimta síðan hjá aðila með lögtaki, ef þörf krefur.

 

Viðauki.

Bæjarstjórn getur með sérstakri samþykkt falið byggingarfulltrúa eftirlits­störf þau, sem falin eru bæjarverkfræðingi í reglugerð þessari.

Ef bæjarstjórn þykir ástæða til, getur hún heimilað öðrum en pípulagningar­meisturum að annast holræsalagnir samkvæmt reglugerð þessari, enda fullnægi þeir þeim skilyrðum, er sett verða hverju sinni og taki á sig fulla ábyrgð á fram­kvæmd verksins, samkvæmt reglugerð þessari.

Reglugerð þessi, sem bæjarstjórn Akraness hefur samið og samþykkt, og gerð er samkvæmt lögum nr. 15 20. júní 1923, staðfestist hér með til að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 18. janúar 1965.

F. h. r.

Hjálmar Vilhjálmsson.

Hallgrímur Dalberg.

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica