Leita
Hreinsa Um leit

Félagsmálaráðuneyti

395/1973

Reglugerð um holræsi fyrir Bolungarvík.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir fyrir Bolungarvík.

 

2. gr.

Hreppsnefnd Hólshrepps tekur ákvörðun um lagningu holræsa, aðalæða og götu­æða. Sveitarstjóri eða annar í umboði hans, hefur fulla umsjón með og sér um dag­legan rekstur á holræsakerfi hreppsins.

 

3. gr.

Þegar holræsi hefur verið lagt í götu, veg eða opið svæði, er hverjum húseig­anda, sem þar á húseign að, skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá húsinu, er flytji skólp frá því út í aðalræsið. Regnvatn of húsi eða lóð skal einnig, að svo miklu leyti sem unnt er, leitt í húsræsið.

 

4. gr.

Áður en húseigandi byrjar að leggja holræsi, eða gera breytingar eða viðbætur við eldra holræsi, sem tengjast á holræsakerfi hreppsins, ber honum með nægum fyrirvara að fá til þess skriflegt leyfi byggingarnefndar.

 

5. gr.

Með umsókn húseiganda skal fylgja uppdráttur af nýlögnum eða breytingum á eldri lögnum. Uppdráttur þessi skal gerður of þar til hæfum manni, er hlotið hefur til þess löggildingu byggingarnefndar. Uppdrátturinn skal undirritaður af þessum tæknimanni, sem ber fulla ábyrgð á, að hann sé í samræmi við reglugerð þessa og brjóti hvergi í bága við byggingarsamþykkt, brunamála- og heilbrigðissamþykkt, né aðrar reglur, sem í gildi eru og settar kunna að verða.


 

6. gr.

Uppdráttum skal skila í tvíriti.  Skulu þeir sýna í góðum mælikvarða allar lagnir, innan húss og utan, legu, halla, stærð og annað því viðkomandi.  Auk þess skal fylgja málsett afstöðumynd (1 : 500 ), er sýnir tengingu húslagna við holræsakerfi hreppsins.  Byggingafulltrúi getur krafist frekari upplýsinga, telji hann þess þörf.

 

7. gr.

Þegar uppdráttur hefur hlotið samþykki byggingarnefndar skal stimpla og árita bæði eintök og skal annað eintakið geymt í skjalasafni byggingarnefndar.

 

8. gr.

Aðeins pípulagningameistara eða öðrum, sem byggingarnefnd hefur samþykkt, skal heimilt að leggja holræsalagnir, og skal hann bera full. ábyrgð á , að verkið sé framkvæmt í samræmi við samþykktan uppdrátt.

 

9. gr.

Ef pípulagningameistari eða starfsmenn, sem hann ber ábyrgð á, brjóta í bága við reglugerð þessa, getur byggingarnefnd veitt honum áminningu. Sé um ítrekuð brot að ræða, eða sakir miklar, getur sveitarstjórn svipt hann löggildingu um lengri eða skemmri tíma.

 

10. gr.

Pípulagningameistari sá, sem verkið á að vinna, ritar nafn sitt á bæði eintök samþykkts uppdráttar, áður en verkið hefst. Uppdráttur fellur úr gildi eftir eitt ár, sé þá ekki farið að vinna eftir honum.

 

11. gr.

Með samþykkt uppdráttar er engin ábyrgð tekin á því, að unnt sé að leggja holræsi samkvæmt honum, vegna lagna eða annarra mannvirkja, er kunna að vera fyrir.

 

12. gr.

Við allar framkvæmdir er húseiganda skylt að hlýða í einu og öllu fyrirmælum byggingarfulltrúa eða umboðsmanns hans, í öllu því er að tilhögun og lagningu ræs­anna lýtur. Húseiganda, eða þeim er ábyrgð ber á verkinu, er skylt að láta bygg­ingarfulltrúa vita með nægum fyrirvara, svo eðlilegu eftirliti með verkinu verði við komið, áður en hulið er. Eftirlit byggingarfulltrúa eða umboðsmanns hans rýrir á engan hátt ábyrgð pípulagningameistara, sbr. 8. grein.

 

13 gr.

Allt efni, seta notað er til holræsagerðar, skal standast þær kröfur, sem til slíks eru gerðar í byggingarsamþykkt fyrir Bolungarvík, en auk þess getur byggingar­nefnd sett reglur um holræsaefni, og gert kröfur um sérstaka hreinsibrunna á hol­ræsakerfi húseigenda, þar seta ástæða þykir til.

 

14 gr.

Bannað er að láta renna í holræsakerfið sýrur, sterkan lút, olíur, kvikasilfur eða önnur efni, sem geta valdið skemmdum á holræsakerfinu eða varanlegri mengun.

 

15. gr.

Kostnaður við aðalholræsakerfið greiðist úr sveitarsjóði. Til að standast þann kostnað, er húseigendum, sem hús eiga við veg, götu eða opið svæði, þar sem hol­ræsi er lagt í, skylt að greiða árlega holræsagjald til sveitarsjóðs, sem nemur 0.20% af hinu opinbera fasteignamati húss og lóðar, eins og það er reiknað á hverjum


tíma, þó aldrei minna en kr. 1 200.00 af húsi eða hluta of húsi, sem talinn er sér í fasteignamati.  Undanþága frá greiðslu hins almenna fasteignaskatts skapar ekki undanþágu frá greiðslu holræsagjalds,

 

16. gr.

Fyrir tengingu við aðalholræsakerfið skal greiða tengigjald kr. 5000.00 á hverja íbúð, en kr. 20.00 á rúmmetra í öðru húsnæði. Heimilt er hreppsnefnd að lækka tengigjald samkvæmt þessari grein í sérstökum tilvikum, svo sem við byggingu fjölbýlishúsa.

 

17. gr.

Hreppsnefnd er heimilt að hækka eða lækka gjöld samkvæmt reglugerð þessari um 50% án staðfestingar ráðuneytis.

 

18. gr.

Holræsagjaldið greiðist of húseigenda og er h:m ábyrgur fyrir greiðslu þess gagn­vart sveitarsjóði. Kröfur sem sveitarsjóður harm að öðlast samkvæmt þessari reglu­gerð, níá taka lögtaki á kostnað gjaldanda og eru gjöldin tryggð með 1ögveði í húseign­inni í næstu 2 ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði eða aðfararveði.

 

19. gr.

Gjalddagi holræsagjalds er 15, janúar ár hvert, en hreppsnefnd getur ákveðið að innheimta það á fleiri gjalddögum árlega, um leið og hinn almenni fasteignaskattur er innheimtur.

 

20. gr.

Ákvæði þessarar reglugerðar ná til allra holræsa, sem hreppurinn hefur látið gera og annast viðhald á. Húseigendum er skylt að annast viðhald og endurnýjun ræsa frá húsum sínum að aðalræsi. Dragi húseigandi á langinn nauðsynlegt viðhald getur hreppurinn ráðist í þær framkvæmdir á kostnað húseigenda.

 

21. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varðar sektum, allt að kr. 100 000.00, sem renni í sveitarsjóð. Mál út of brotum gegn reglugerð þessari skal fara með sem almenn logreglumál.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Hólshrepps, stað­festist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Jafnframt er úr gildi felld reglugerð um holræsi í Bolungarvík, nr. 105, frá 26. maí 1943 með síðari breytingum.

 

Félagsmálaráðuneytið, 14. desember 1973.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Guðmundur Karl Jónsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica