Leita
Hreinsa Um leit

Félagsmálaráðuneyti

354/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð um holræsi og holræsagjöld í Reykhólahreppi nr. 648/1989.

1. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Kostnaður við aðalholræsakerfið greiðist úr sveitarsjóði. Til þess að standa straum af kostnaði skal hver húseigandi greiða tengigjald sem hér segir:

Tengigjald fyrir einbýlishús er 10.000 kr.

Tengigjald fyrir fjölbýlishús er 10.000 kr. fyrir fyrstu íbúð en 5.800 kr. á íbúð þar umfram.

Tengigjald fyrir atvinnuhúsnæði er 20.000 kr.

Tengigjöld skulu greidd eða um greiðslu þeirra samið áður en tenging við aðalræsi er leyfð.

Þá skal hver húseigandi er tengt hefur hús sitt holræsakerfi á vegum sveitarfélagsins greiða árlegt holræsagjald sem nemur 0,25% af fasteignamati húss og lóðar.

Gjöldum samkvæmt grein þessari er sveitarstjórn ekki heimilt að breyta til hækkunar eða lækkunar án staðfestingar ráðuneytisins. Allar krónutölur í grein þessari miðast við byggingarvísitölu í janúar 2000 (236,7 stig) og breytast í samræmi við hana.

Reglugerð þessi sem er samin og samþykkt af hreppsnefnd Reykhólahrepps staðfestist hér með skv. X. kafla vatnalaga nr. 15/1923 til þess að öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 15. maí 2000.

F. h. r.

Húnbogi Þorsteinsson.

Sesselja Árnadóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica