Félagsmálaráðuneyti

598/1983

Reglugerð um gatnagerðargjöld á Selfossi. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um gatnagerðargjöld á Selfossi.

 

I. KAFLI

Gatnagerðargjöld A.

            Þátttaka lóðarhafa í kostnaði við að gera undirbyggða götu með tilheyrandi lögum.

 

1. gr.

            Af öllum nýbyggingum svo og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóðum á Selfossi, skal greiða gatnagerðargjald til bæjarsjóðs skv. gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

            Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. rúmmetra eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsinu skv. útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu lágmarksgjald reiknað of 450 m3 .....................           5,00%

Sama rými umfram 550 m3 ..............................................................................................      7,00%

Bifreiðageymslur á einbýlishúsalóðum ............................................................................        2,50%

Raðhúsogtvíbýlishús ........................................................................................................      2,50%

Fjölbýlishús.......................................................................................................................    1,50%

Iðnaðarhús í skálabyggingum á einni hæð stærra en 2000 m3 + kr. 9,60 pr. m2 lóðar .....         1,75%

Sama, stærð undir 2000 m3 + 9,60 pr. m2 lóðar ................................................................    2,00%

Verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús ...............................................................................      3,00%

Opinberarbyggingar ..........................................................................................................    5,00%

Annað húsnæði...................................................................................................................   4,00%

            Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. Næsta hæð undir þaki (ekki portbyggt íbúðarris) skal aldrei teljast minni að rúmmáli (við útreikning gjalda) en flatarmál hennar margfaldað með 3,30.

            Af bifreiðageymslum og öðrum útihúsum á íbúðarlóðum öðrum en einbýlishúsalóðum skal greiða hálft gjald þeirrar húsgerðar, sem á lóðinni er.

            Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er, að mati bygginganefndar, að grafa út grunn en fylla harm upp, skal aðeins greiða 25% of venjulegu rúmmetragjaldi, enda sé aðeins gengt í húsrýmið innan frá.

 

3. gr.

            Ef lóðarhafi rífur á eigin kostnað gamalt íbúðarhús til þess að byggja nýtt á sömu lóð skal lækka gjald skv. 2. gr. vegna nýja hússins, um þá upphæð, sem svarar til rúmmáls hússins, sem rifið var. Lækkun gjaldsins getur þó aldrei orðið meiri en nemur greiðslu skv. 2. gr.

 

4. gr.

            Gjald samkv. 2. gr. skal reikna miðað við byggingarkostnað vísitöluhússins eins og hann kann að vera þann dag er lóðarúthlutun fer fram og lágmarksgjald er reiknað út, og eins og harm kann að vera þegar teikning er endanlega samþykkt í byggingarnefnd og lokagjald reiknað út. Sé um blandaða notkun húsnæðis að ræða skal reikna gjaldið eftir viðkomandi liðum.

            Sé vent byggingarleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis, sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseignin eða hluti hennar færist í hærri gjaldflokk skal greiða gjald of hinu breytta húsnæði, sem nemur mismun á gjaldinu reiknuðu of hinu breytta húsnæði fyrir og eftir breytingu.

 

5. gr.

            Gjald skal miðað við stærð húss, samkv. samþykktum teikningum. Nú er ekki fyrirliggjandi teikning og skal þá miða við stærð húss sem skipulag gerir ráð fyrir, sé slíkt ekki ákv. í skipulagi skal miða við eftirfarandi lágmarksstærðir:

Einbýlishús ....................................................................................................................    450 m3

Íbúðir í raðhúsum og tvíbýlishúsum ..............................................................................        300m3

Íbúðirífjölbýlishúsum ....................................................................................................      180 m3

            Aðrar byggingar skv. 2. gr. skal ákvarða til lágmarksstærðar of byggingafulltrúa í hverju tilviki fyrir sig.

            Gjald skv. lágmarksstærðum, lágmarksgjald skal greiða innan eins mánaðar frá lóðarúthlutun.

            Þegar teikning liggur fyrir og hlýtur samþykki í bygginganefnd, skal lokagjald reiknað út, og gjaldfellt og skal greiða það innan eins mánaðar frá gjalddaga.

            Með lokagjaldi er átt við endanlega m3 stærð húsnæðis, m3 stærð bifreiðageymslu og annars húsnæðis er ekki hefur áður verið greitt fyrir í lágmarksgjaldinu, einnig stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsis og byggingarleyfisgjald skv. gjaldskrám.

            Með lágmarksgjaldi er átt við gjald miðað við m3 stærð húsnæðis skv. ofanskráðum lágmarksstærðum.

            Þegar byggt er á eignarlóð, eða eldra hús stækkað, skal greiða gjaldið áður en byggingarframkvæmdir hefjast.

            Byggingarframkvæmdir verða ekki leyfðar nema fullnaðaruppgjör hafi farið fram. Bæjarráði er heimilt að víkja frá ákvæðum þessarar greinar og veita greiðslufrest, ef um er að ræða umfangsmiklar byggingarframkvæmdir eins aðila.

 

6. gr.

            Sé gatnagerðargjald ekki greitt í samræmi við ákvæði 5. gr. fellur lóðaúthlutun sjálfkrafa úr gildi og getur bæjarráð þá úthlutað lóðinni á ný.

 

7. gr.

            Óski lóðarhafi að skila 1óð á harm rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi þ. e. þeim m3 fjölda er áður hefur verið greiddur, á því rúmmetragjaldi er gildir sbr. 2. gr. þegar lóð er skilað. Heimilt er að fresta endurgreiðslu uns lóðin hefur verið vent að nýju, þó ekki lengur en 12 mánuði frá því lóðinni er skilað.

            Sé heimild til að fresta endurgreiðslu notuð skal bæjarsjóður greiða lóðarhafa almenna innlánsvexti of innistæðu hans, er ógreidd kann að vera 3 mánuði eða lengur. Sé lóð tekin of lóðarhafa vegna vanefnda hans á skilmálum skal sama gilda, utan að innistæða hans, verði heimild til frestunar greiðslu notuð, ber ekki vexti.

 

8. gr.

            Gjöld samkv. 2. gr. breytast ársfjórðungslega í samræmi við breytingar á byggingar­kostnaði vísitöluhússins, eins og hún er reiknuð of Hagstofu Íslands.

            Falli byggingarleyfi úr gildi og verði endurnýjað síðar skal reikna gjaldið að nýju en áður greitt gjald kemur til frádráttar þ. e. sama rúmmetratala og greidd hafði verið.

            Sé gjald ekki greitt innan Bins mánaðar sbr. 5. gr. skal endurreikna það eftir þann tíma, til samræmis við hugsanlega breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins sbr. 2. gr. Komi til að gjald sem greitt er skv. lágmarksstærðum, lágmarksgjald, reynist hærra í krónutölu en lokagjaldið skal endurgreiða mismuninn á raunvirði, vaxtalaust. Lokagjald vegna einbýlishúsa, verður þó aldrei reiknað lægra en af 450 m3 sbr. 2. gr.

 

II. KAFLI

Gatnagerðargjöld B.

            Þátttaka lóðarhafa í kostnaði við að gera bundið slitlag á götu.

 

9. gr.

            Af öllum húsum, nýbyggingum og stækkun eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóð á Selfossi, skal greiða gatnagerðargjald til bæjarsjóðs skv. gjaldskrá þessari.

 

10. gr.

            Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. rúmmetra eins og harm er hverju sinni á vísitöluhúsinu skv.      útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir: 

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu ......................................................................         1,50%

Raðhús og tvíbýlishús ...................................................................................................      1,15%

Fjölbýlishús ...................................................................................................................     0,75%

Atvinnuhúsnæði :............................................................................................................     0,75%

Opinberarbyggingar ................................ ......................................................................     1,50%

Rúmmál húss reiknast með sama hætti og skv. 2. gr.     

 

11. gr.

            Gatnagerðargjald skv. 10. gr. miðast við byggingarkostnað vísitöluhússins á þeim tíma, sem lokaframkvæmdir við lagningu bundins slitlags fer fram. Nú verður hús byggt við þegar fullgerða götu og skal þá miðað við byggingarkostnað, þegar teikning er samþykkt í byggingarnefnd.

            Gatnagerðargjald skv. 10. gr. fellur í gjalddaga einum mánuði eftir að framkvæmdum við tiltekna götu eða götukafla, öðrum en lagningu gangstétta, er lokið eða einum mánuði eftir samþykkt teikningar, ef um hús við fullgerða götu er að ræða.

            Heimilt er þó gjaldanda að greiða 66% gjaldsins með þremur jöfnum greiðslum 1. jú1í ár hvert næstu 3 ár á eftir, enda séu þá greiddir sömu vextir og of lánum Byggðasjóðs á hverjum tíma.

            Heimilt er bæjarráði að veita afslátt eða fella niður gatnagerðargjöld of fasteignum þeirra eigenda, sem náð hafa 67 ára aldri, og þeirra, sem eiga við langvarandi sjúkdóma eða örorku að stríða.

            Verði fasteign, sem afslátt hefur fengið eða niðurfellingu á gatnagerðargjaldi, seld skal bæjarráði heimilt að leggja á gjaldið eins og það var þegar álagning fór fram, með áorðnum vísitölubreytingum, enda sé kvöðinni þinglýst á viðkomandi fasteign.

 

12. gr.

            Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum fyrir í öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár hennar.

            Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt of bæjarstjórn Selfosskaupstaðar staðfestist hér með skv. lögum nr. 51 frá 16. maí 1974 um gatnagerðargjöld, til þess að öðlast gildi þegar í stað.

            Jafnframt er úr gildi fend núgildandi reglugerð nr. 626 frá 28. október 1981 um gatnagerðargjöld á Selfossi.

 

Félagsmálaráðuneytið, 26. júlí 1983.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica