Félagsmálaráðuneyti

322/1987

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Seyðisfjarðarkaupstað. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um gatnagerðargjöld í Seyðisfjarðarkaupstað.

 

1. gr.

            Bæjarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir í lögsagnarumdæmi kaupstað­arins eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari. Heimilt er að leggja gatnagerðargjöld á land sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök 1óð.

 

2. gr.

            Gatnagerðargjöld eru tvenns konar, A-gjald, sem er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að gera undirbyggða götu með vatns- og holræsalögnum og B-gjald, sem er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í því að leggja bundið slitlag á götu svo og ganga endanlega frá gangstétt.

 

3. gr.

            Þegar veitt er byggingarleyfi í byggingarnefnd er greiðsla gatnagerðargjalds áskilin en þó aðeins af byggingaráfanga hverju sinni. Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir nýbyggingu eða viðbyggingu við götu sem þegar hefur verið lagt á bundið slitlag og/eða gangstétt skal greiða óæði A- og B-gjald af viðkomandi byggingu.

            Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir breytingu eða endurbyggingu húsnæðis sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseign eða hluti hennar færist í hærri gjaldflokk, þá skal húseigandi greiða gatnagerðargjald af hinu breytta húsnæði fyrir og eftir breytinguna, sem nemur mismun á gjaldinu reiknuðu af hinu breytta húsnæði.

            Hafi byggingarleyfi verið veitt í byggingarnefnd og aðeins hluti þess notaður innan tilskilins tíma, skal við endurnýjun leyfisins greiða fullt gjald af þeim hluta byggingarinnar, sem byggingarleyfið er endurnýjað fyrir, að frádregnu því gatnagerðargjaldi, sem áður hefur verið greitt af lama áfanga.

 

4. gr.

            A-gjald vegna nýbyggingar, skal miða við ákveðinn hluta byggingarkostnaðar á rúmmetra, eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands svo sem hér segir:

Einbýlishús                                                                                1,5%

Tvíbýlishús og sambyggð einbýlishús á einni hæð                        1,4`%

Fjölbýlishús.                                                                             1,4`%

Verslunar-og skrifstofubyggingar                                               1,5%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði                   0,9%

            Af kjöllurum (jarðhæðum) og rishæðum sem ekki eru notuð til íbúðar eða atvinnu­rekstrar svo og bifreiðageymslum skal greiða hálft gjald. Gjald skal miðað við brúttórúmmál húss, samkvæmt samþykktum uppdrætti. Rúmmál skal reikna samkvæmt ÍST 50. Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur, og skal þá miða við þá stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miða við eftirtaldar lágmarksstærðir:

Einbýlishús með tilheyrandi bílgeymslu                                                      500 m2

Raðhús, tvíbýlishús, sambyggð einbýlishús, hver íbúð                                400m2 Fjölbýlishús, hver íbúð             300 m2

            Fyrir önnur hús skal áætla nýtingarhlutfall lóðar 0,3-0,5 eftir nánari ákvörðun byggingarnefndar hverju sinni, þ.e. ef samþykkt deiliskipulag kveður ekki á um nýtingar­hlutfallið. Meðalhæð skal reikna 3,5 m. Framangreindar reglur gilda, ef hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.

 

5. gr.

            B-gjald til að ljúka frágangi götu, umfram það, sem segir í 4. gr., til að leggja bundið slitlag og gangstétt, skal miðað við ákveðinn hluta byggingarkostnaðar á rúmmetra eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands svo sem hér segir:

Einbýlishús                                                                                    2,25%

Tvíbýlishús og sambyggð einbýlishús á einni hæð            2,20%

Fjölbýlishús      2,00%

Verslunar- og skrifstofubyggingar           2,25%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og annað atvinnuhúsnæði        1,30%

 

6. gr.

            Gjöld samkvæmt 4. og 5. gr. breytast samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar.

 

7 . gr.

            Ef lóðarhafi hefur ekki innt af hendi greiðslu A-gjalds innan 3ja mánaða frá því að bæjarstjórn samþykkir úthlutunina eða hafið framkvæmdir innan 1 árs frá úthlutun getur bæjarráð auglýst lóðina aftur lausa til umsóknar án undangenginnar viðvörunar.

 

8. gr.

            Gatnagerðargjald, samkvæmt 5. gr. miðast við þá vísitölu, sem í gildi er, þegar lagning varanlegs slitlags for fram. Nú breytist vísitala meðan verk for fram, og skal það þá miðað við meðalvísitölu á því tímabili, sem um er að ræða.

 

9. gr.

            Gatnagerðargjald samkvæmt 5. gr. greiðist þannig:

            (i) staðgreiðsla gegn 10% staðgreiðsluafslætti.

            (ii) 20% greiðist þegar lagningu varanlegs slitlags er lokið.

            Eftirstöðvar greiðast með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum. Gjalddagi afborgana er 1. jú1í. Lánskjör skulu vera þau sömu og gilda hjá Landsbanka Íslands hverju sinni. (Vextir og verðbótaþáttur).

            Lokagreiðsla skal þó ekki innheimt fyrr en gengið hefur verið frá gangstétt fyrir framan lóð gjaldenda.

 

10. gr.

            Heimilt er bæjarráði í einstökum tilvikum að fresta um tiltekinn tíma álagningu gatnagerðargjalda skv. 4. og 5. grein.

 

11. gr.

            Óski lóðarhafi eftir að segja sig frá veittri 1óð, skal hann eiga rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi. Heimilt er þó að fresta endurgreiðslunni eins og hér segir:

            50% gatnagerðargjaldsins greiðist eftir 6 mánuði.

            Eftirstöðvar greiðast eftir 12 mánuði.

            Verði lóðin veitt að nýju innan þess tíma, skal fyrri lóðarhafi fá gatnagerðargjald.ið endurgreitt að fullu, þegar sú lóðarúthlutun fór fram. Af endurgreiddu gatnagerðargjaldi greiðast sparisjóðsvextir eins og þeir eru á hverjum tíma.

 

12. gr

            Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri sem það er lagt á, og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár eignarinnar. Heimilt er að taka gjöld samkvæmt reglugerð þessari lögtaki samkvæmt lögum nr. 29/1885. Bæjarráð for með ágreiningsmál er rísa kann um álagningu og innheimtu samkvæmt reglugerð þessari.

            Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Seyðisfjarðar, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 til að öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð um gatnagerðargjöld í Seyðisfjarðarkaupstað nr. 426 frá 30. júní 1982.

 

Félagsmálaráðuneytið, 26. júní 1987.

 

Alexander Stefánsson.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica