Félagsmálaráðuneyti

493/1991

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Kópavogi. - Brottfallin

1 . gr.

Af öllum nýbyggingum svo og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóð í Kópavogi, skal greiða gatnagerðargjald til bæjarsjóðs Kópavogs.

2. gr.

Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. rúmmetra eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsinu samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands að frádregnum kostnaði við gatnagerð pr. rúmmetra svo sem hér segir:

1. Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu . . . . . . . . . . . . 14%

2. Raðhús, tvíbýlishús, keðjuhús . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9.0%

3. Fjölbýlishús.. . . . . .. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.0%

4. Verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhús . . . . . . . . . . . . . . 5.0%.

5. Bílageymslur við eldri hús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3.0%

6. Gróðurskálar, innangengt úr húsum . . . . . . . . . . . . . . 1.5%

7. Annað húsnæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5.0%

Af viðbyggingum í eldri hverfum skal greiða 75% af venjulegu rúmmetragjaldi. Rúmmál húss skal reikna samkvæmt ÍST-50. Bílageymslur og önnur útihús (úthýsi) skal telja með við útreikning á rúmmáli húsa.

Af rúmmálsaukningu vegna endurbygginga án aukinnar nýtingar húsnæðis, skal ekki greiða gatnagerðargjöld. Af gluggalausu kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er, að mati byggingarnefndar, að grafa út grunn en fylla hann upp, skal aðeins greiða 25% af venjulegu rúmmetragjaldi enda sé aðeins gengt í húsrýmið innan frá. Skilgreining húsagerða skal miðast við skipulagsskilmála.

Af sameiginlegum bílageymslum, sem byggðar eru skv. skipulagsskilmálum og koma í stað bifreiðastæða, skal greiða 25% af rúmmetragjaldi þeirra húsa, er þær skulu þjóna. Af iðnaðarhúsnæði, sem vegna starfsemi sinnar þarf meira en 5,5 m lofthæð, skal hámarksloft­hæð að jafnaði reiknast 5,5 m við útreikning rúmmetragjalds.

3. gr.

Ef lóðarhafi rífur á eigin kostnað gamalt íbúðar- eða atvinnuhúsnæði og byggir nýtt ásömu lóð, skal gjald skv. 2. gr. reiknað af rúmmetrum nýja hússins að frádregnum rúmmetrum þess húss sem fjarlægt er. Skal miða við rúmmetragjald nýja hússins. Sama gildir ef hús brennur og byggt er að nýju á sömu lóð. Lækkun gjaldsins getur þó aldrei orðið meiri en nemur greiðslum skv. 2. gr.

4. gr.

Gjald skal áætla, þegar lóðarúthlutun fer fram. Bæjarráði er einnig heimilt að áætla gjald á eignarlóð eða áður úthlutaðri lóð til greiðslu kostnaðar við gerð gatna sem nauðsynlegar eru vegna framkvæmdar skipulags. Gjald þetta skal vera lágmarksgjald og miðast við nýtingar­ möguleika samkvæmt skipulagi og endurgreiðist ekki þó minna sé byggt á lóð. Innan mánaðar frá úthlutun skal greiða að fullu eða ákveðinn hluta gatnagerðargjalds samkvæmt ákvörðun bæjarráðs, ella fellur úthlutunin úr gildi. Bæjarráð ákveður gjalddaga og greiðsluskilmála á eftirstöðvum. Gatnagerðargjald af rúmmáli, sem er umfram það sem lágmarksgatnagerðar­gjald er miðað við samkvæmt framansögðu, fellur í gjalddaga, þegar byggingarnefndarteikn­ing er samþykkt og skal greiða það eigi síðar en innan mánaðar.

Verði breytingar á byggingarkostnaði vísitöluhússins á þeim tíma, sem líður frá lóðarúthlutun og til þess dags, sem teikning er samþykkt, skal umframgatnagerðargjald greiðast samkvæmt því rúmmetragjaldi sem gildir þá. Þegar byggt er á eignarlöð eða áður úthlutaðri lóð og bæjarráð nýtir ekki heimild til að áætla gjald svo og þegar eldra hús er stækkað, skal greiða allt gjaldið við útgáfu byggingarleyfis.

5. gr.

Ef lóðarhafi leigulóðar eða umráðandi eignarlóðar ætlar að byggja á lóð í áföngum getur bæjarráð heimilað að greitt verði gatnagerðargjald af fyrirhuguðum mannvirkjum samkvæmt áfangaskiptingu, en þó skal endanlegt gatnagerðargjald vera rúmmetragjald, sem í gildi er, þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið og samkvæmt sérstöku samkomulagi við bæjarráð um gjalddaga og greiðsluskilmála á eftirstöðvum. Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í umsókn um úthlutun lóðar að hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum.

6. gr.

Óski lóðarhafi að skila lóð á hann rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi þ.e. sömu krónutölu ásamt almennum innlánsvöxtum á hverjum tíma. Bæjarráði er heimilt að fresta endurgreiðslu uns lóðin hefur verið vent að nýju, þó ekki lengur en 6 mánuði frá því að lóðinni er skilað. Sama gildir, ef lóð er tekin af lóðarhafa vegna vanefnda á úthlutunarskilmál­um.

Falli byggingarleyfi úr gildi og verði endurnýjað síðar, skal reikna gjaldið að nýju en áður greitt gjald kemur þá til frádráttar umreiknað í sama hlutfalli og breyting á byggingarkostnaði hefur orðið.

7. gr.

Af öllum húsum í eldri hverfum og þegar byggðum stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignar- eða leigulóð í Kópavogi, skal greiða sérstakt gjald, svonefnt B-gjald, til Kópavogs­kaupstaðar, sem varið skal til framkvæmda við að setja bundið slitlag á götur og til lagningar gangstétta. B-gjald reiknast skv. 9. gr.

8. gr.

Af hverjum rúmmetra húss, skv. 7. gr., greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostn­aðar, samkvæmt útreikningi Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu 1 .0%

Raðhús eða tvíbýlishús 0.7%

Fjölbýlishús 0.5%

Atvinnuhúsnæði 0.7%

Rúmmál húss reiknast með sama hætti og skv. 2. gr.

9. gr.

B-gjald samkvæmt 8. gr. miðast við byggingarkostnað vísitöluhússins á þeim tíma, sem lokaframkvæmd við gerð götu fer fram.

10. gr.

Gjald samkvæmt 9. gr. fellur í gjalddaga einum mánuði eftir að framkvæmdum við tiltekna götu eða götukafla er lokið.

Geri gjaldendur skil innan mánaðar frá gjalddaga er heimilt að greiða 66% gjaldsins með þremur jöfnum greiðslum. 1. jú1í ár hvert næstu þrjú árin á eftir, ef það er 47 000 kr. eða hærra. Sé gjaldið 34 000-47 000 kr. má skipta 58% þess í tvö ár, en heimilt er að greiða 40% þess eftir 1 ár, ef það er 20 000-34 000 kr. Skal lánið bundið lánskjaravísitölu og bera hæstu lögleyfða vexti. Ef ekki er gengið frá lánum á réttum tíma, greiðast dráttarvextir á sama hátt og hjá lánastofnunum. Miðast tölur

11. gr.

Bæjarstjóri, eða starfsmaður í umboði hans, leggur á gjald samkvæmt samþykkt þessari. Bæjarráð sker úr ágreiningi, er rísa kann um álagningu og innheimtu samkvæmt samþykkt þessari.

12. gr.

Bæjarráði er heimilt að veita afslátt og rýmri greiðslufrest, ef aðstæður eru með þeim hætti sem greinir í lögum nr. 90/1990, eftir því sem við getur átt.

13. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár hennar.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Kópavogs, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld til þess að öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð sama efnis nr. 318/1981 með síðari breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði reglugerðar þessarar skulu ákvæði varðandi A- og B-gatnagerðargjöld í reglugerð nr. 318/1981 með síðari breytingum gilda í eftirtöldum nýbyggingarhverfum, þar sem framkvæmdir í þeim eru þegar hafnar: Huldubraut, D-reit í Suðurhlíðum og Digranes­hlíðum.

Félagsmálaráðuneytið, 15. október 1991.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Þórhildur Líndal.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica