Félagsmálaráðuneyti

285/1986

Reglugerð um gatnagerðargjöld B í Andakílshreppi, Borgarfjarðarsýslu. - Brottfallin

 

REGLUGERÐ

 

um gatnagerðargjöld B í Andakílshreppi, Borgarfjarðarsýslu.

 

1. gr.

Sveitarstjórn Andakílshrepps er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á byggingar í hreppnum eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari.

 

2. gr.

Gatnagerðargjald B er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við lagningu bundins slitlags á götu og frágang gangstétta. Gjaldið skal miða við rúmmetra húss eins og það er skráð hjá Fasteignamati ríkisins.

 

3. gr.

Gjaldið skal nema ákveðnum hundraðshluta byggingakostnaðar á rúmmetra húss eins og harm er talinn á hverjum tíma af Hagstofu Íslands, svo sem hér segir:

Einbýlishús.................................................................................... 2.5%         

Parhús, raðhús og tvíbýlishús......................................................... 2.0°l°         

Fjölbýlishús................................................................................... 1.5%         

Opinberar byggingar...................................................................... 2.5%         

Verslunar- og skrifstofuhúsnæði..................................................... 2.5%         

Iðnaðarhús, vörugeymslur og atvinnuhúsnæði................................. 1.5%         

Önnur hús..................................................................................... 1.0%

Af kjöllurum og rishæðum sem ekki eru notaðir til íbúðar svo og bílskúrum skal greiða

hálft gjald,

 

4. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 3. grein miðast við byggingakostnað vísitöluhússins á þeim tíma er lagning bundins slitlags fer fram.

Nú verður hús byggt við þegar fullgerða götu, eða viðbótarhúsnæði byggt á lóðinni og skal þá miðað við byggingakostnað vísítöluhússins þegar teikning er samþykkt í bygginganefnd, enda sé eigi lengri tími en fimm ár liðin frá því slitlag var sett eða gangstétt lögð. Í þeim tilvikum setur sveitarstjórn reglur um gjalddaga.

 

5. gr.

Gatnagerðargjald skv. 3, grein greiðist þannig að 20% greiðist þegar lagning bundins slitlags í götu er lokið. Eftirstöðvar greiðist með jöfnum afborgunum á næstu 4 árum sbr. 2. mgr. 6. gr. 1. nr. 51/1974. Gjalddagi afborgana er 1. júlí ár hvert. Vextir og verðtrygging skulu vera í samræmi við þau lánskjör sem Byggðastofnun veitir til varanlegrar gatnagerðar.

 

6. gr.

Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt álit að 10% eftir ákvörðun sveitarstjórnar hverju sinni.

 

7. gr.

Heimilt er sveitarstjórn að veita afslátt eða fella niður gatnagerðargjald af fasteignum þeirra eigenda sem náð hafa 67 ára aldri og þeirra sem eiga við langvarandi sjúkdóm eða örorku að stríða,

 

8. gr.

Hreppsnefnd er heimilt að lækka eða hækka gjaldstuðla samkvæmt 3. gr, hvern um sig eða alla í einu um álit að 50°l°, án frekari staðfestingar ráðuneytis.

 

9. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í viðkomandi fasteign sbr. 7, gr. laga nr. 51/1974.

 

Reglugerð þessi, sem er samin og samþykkt af hreppsnefnd Andakílshrepps, Borgar­fjarðarsýslu, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51 16. maí 1974 um gatnagerðargjöld til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 30. maí 1986,

 

F, h, r.

 

Hallgrímur Dalberg.

Þórhildur Líndal.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica