1. gr.
2. töluliður 45. gr. orðist svo:
45.2 Viðgerðir á burðarhlutum í öryggishúsum og öryggisgrindum mega þeir einir framkvæma sem til slíkra starfa hafa viðurkennd réttindi.
2. gr.
Við 1. tölulið 49. gr. (49.1) bætist:
Sé um að ræða dráttarvél sem notuð er í öðrum atvinnugreinum en landbúnaði má með sama hætti áfrýja úrskurðum til stjórnar Vinnueftirlits ríkisins.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, tekur þegar gildi.
Félagsmálaráðuneytið, 8. september 1987.
F. h. r.
Hallgrímur Dalberg.
Óskar Hallgrímsson.