Félagsmálaráðuneyti

286/1986

Reglugerð um gatnagerðargjöld á Grenivík, Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. - Brottfallin

REGLUGERÐ

 

um gatnagerðargjöld á Grenivík, Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu.

 

1. gr.

Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á byggingar á Grenivík eftir því sem segir nánar í reglugerð þessari.

 

2. gr.

Gatnagerðargjald vegna undirbyggingar varanlegs slitlags og gangstéttar, B-gjald, skal lóðarhafi greiða þegar lagningu slitlags er lokið. Gjaldið skal miða við rúmmetra húss, þ. e. utanmál. Miða skal við skráningu Fasteignamats ríkisins.

 

3. gr.

Gjaldið skal nema ákveðnum hundraðshluta byggingarkostnaðar á m' eins og harm er talinn á hverjum tíma af Hagstofu Íslands svo sem hér segir:

Einbýlishús, tvíbýlishús og raðhús............................................................... 3,0%

Verslanir og skrifstofuhúsnæði................................................................... 3,0%

Iðnaðarhús, vörugeymslur og atvinnuhúsnæði............................................. 1,5%

Opinberar byggingar ................................................................................. 3,0%

Önnur hús skv. nánari ákvörðun hreppsnefndar.......................................... 1,0-3%

Bílageymslur og aðrar útigeymslur.............................................................. 1,5%

 

4. gr.

Upphæð gatnagerðargjalds samkvæmt 3. gr. skal miða við þá vísitölu sem í gildi er, þegar lagning bundins slitlags fer fram. Nú breytist vísitalan meðan verkið fer fram, skal þá miða við meðalvísitölu á því tímabili sem um er að ræða.

 

5. gr.

Gatnagerðargjald samkvæmt 3. gr. greiðist þannig að 20% greiðast þegar lagningu bundins slitlags er lokið. Eftirstöðvar greiðast með skuldabréfi með jöfnum árlegum afborgunum á næstu 4 árum. Gjalddagi afborgana er 1. jú1í. Skuldabréfin skulu bundin lánskjaravísitölu og bera hæstu lögleyfðu vexti eins og þeir eru ákveðnir hjá Landsbanka Íslands á hverjum tíma.

 

6. gr.

Heimilt er að veita staðgreiðsluafslátt allt að 10% eftir ákvörðun hreppsnefndar á hverjum tíma.

 

7. gr.

Heimilt er hreppsnefnd að fresta innheimtu gjalds af eigendum fasteigna sem náð hafa 67 ára aldri og þeim er eiga við sjúkdóma að stríða. Verði húseign seld, sem gjaldfrest hefur fengið á gatnagerðargjaldi skal sveitarstjórn innheimta gjaldið eins og það var, að viðbættum verðbótum, þegar álagningin fór fram, enda sé kvöðinni þinglýst á viðkomandi fasteign.

 

8. gr.

Sé byggt viðbótarhúsnæði á lóðinni eftir að gatnagerðargjöld hafa verið lögð á skal greitt af því svo sem öðrum byggingum samkvæmt reglugerð þessari.

 

9. gr.

Gjöld samkvæmt 3. gr. breytast samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Hreppsnefnd er heimilt að hækka og lækka gjaldstuðla í 3. gr. hvern um sig eða alla í einu um allt að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytis.

 

10. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á, og gengur það ásamt vöxtum og kostnaði fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár hennar.

 

Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Grýtubakkahrepps í Suður Þingeyjarsýslu, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51 16. maí 1974 um gatnagerðargjöld til að öðlast gildi þegar í stað.

Jafnframt er úr gildi felld reglugerð nr. 126 15. febrúar 1984 um B-gatnagerðargjöld á Grenivík, Grýtubakkahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu.

 

Félagsmálaráðuneytið, 29. maí 1986.

 

F. h. r.

 

Hallgrímur Dalberg.

Þórhildur Líndal.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica