Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

233/1959

Reglugerð um holræsagerð í Siglufjarðarkaupstað.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Þegar Siglufjarðarkaupstaður hefur látið leggja holræsi í veg, götu eða annað opið svæði, er þeim húseigendum, er þar eiga hús að eða í námunda við og í holræsið geta náð, skylt að leggja á sinn kostnað ræsi frá húsinu, er flytji allt skolp frá því út í aðalræsið ásamt rigningarvatni, ef hægt er að koma því við. Vanræki einhver að láta gera holræsi innan hæfilegs frests, sem Siglufjarðarkaupstaður setur, getur hann látið vinna verkið á kostnað húseiganda.

2. gr.

Öll framkvæmdastörf, sem holræsakerfi Siglufjarðarkaupstaðar varða, svo sem viðhald, endurbætur og umsjón alla, annast bæjarstjórn eða maður, sem hún felur það. Þóknun fyrir þau störf og einnig fyrir reikningshald eða annað vegna holræsagerðarinnar ákveður Siglufjarðarkaupstaður. Engum er heimilt að leggja ræsi í aðalræsi, nema að fengnu leyfi ofangreindra aðila, og er mönnum skylt að hlíta fyrirmælum þeirra um gerð og legu ræsis og Apríl annað það, er máli skiptir í sambandi við það.

3. gr.

Kostnaður allur víð aðalholræsakerfið greiðist úr bæjarsjóði. Til þess að standast þann kostnað, ber hverjum húseiganda, sem á hús, að eða í námunda við götu, veg eða opið svæði, sem holræsi er lagt í að greiða tengigjald um leið og hann tengir ræsi við aðalræsi, kr. 750.00 miðað við hús með einni íbúð. Hækkar gjald þetta um kr. 375.00 fyrir hverja íbúð í húsi umfram eina.

Nú eru hús sambyggð, en aðskilin með brunagöflum, og telst þá sérstakt hús sá hluti, sem er milli brunagafla. Ef fleiri íbúðir en ein eru í húsi og íbúðir séreign, skal heildarupphæð tengigjaldsins skiptast milli eigenda íbúðanna hlutfallslega eftir tölu íbúðanna, er þeir eiga. Auk tengigjalds greiði hver húseigandi í holræsagjald til Siglufjarðarkaupstaðar 5 af þúsundi af fasteignamati húsanna.

4. gr.

Hið árlega holræsagjald, sem og tengigjaldið, getur bæjarstjórn hækkað eða lækkað um allt að 50% án staðfestingar ráðuneytisins.

5. gr.

Húseigandi ber ábyrgð á greiðslu tengigjalds og holræsagjalds gagnvart bæjarstjórn. Kröfur, sem bæjarstjórn kann að öðlast, samkv. 1. og 3. gr., má taka lögtaki á kostnað gjaldanda, og eru gjöld þessi tryggð með lögveði í húseigninni í næstu 2 ár eftir gjalddaga með forgangsveði fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

Gjalddagi holræsagjalds er 2. janúar ár hvert.

6. gr.

Brot gegn reglugerð þessari varða sektum allt að kr. 1000.00, nema þyngri refsing liggi við að lögum.

Mál út af reglugerð þessari skal farið með sem opinber mál.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af bæjarstjórn Siglufjarðarkaupstaðar, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 15 20. júní 1923, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Félagsmálaráðuneytið, 31. desember 1959.

F. h. r.

Hjálmar Vilhjálmsson.

Hallgrímur Dalberg.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.