Félagsmálaráðuneyti

142/1978

Reglugerð um gatnagerðargjöld við byggðar götur á Stöðvarfirði. - Brottfallin

1. gr.

Húseigendur á Stöðvarfirði S.-Múlasýslu, skulu greiða gatnagerðargjöld til sveitar­sjóð Stöðvarhrepps fyrir hús og lóðir um leið og götur eru lagðar bundnu slitlagi, B-gjald.

Við álagningu þessara gatnagerðargjalda skal nota eftirfarandi einingartölur:

1. Einbýlishús að 400 m3 m./bifreiðageymslu                                          kr. 250 000

2. Parhús að 400 m3                                                                             - 200 000

3. Íbúðarhús m./allt að 4 íbúðum og raðhús á einni hæð að 400 m3        - 160 000

4. Raðhús á tveim hæðum að 400 m3                                                    - 120 000

5. Fjölbýlishús m./allt að 8 íbúðum á tveim hæðum að 300 m3                -100 000

6. Fjölbýlishús m./fleiri en 8 íbúðir á þrem hæðum að 300 m3                 - 70 000

7. Verslunar- og skrifstofuhús pr. m3.                                                    - 400

8. Iðnaðarhús og vörugeymslur pr, m3                                                   - 300

9. Umframstærðir í íbúðarhúsum pr. m3                                                 - 400

10. Útihús og vélageymslur pr. m3 .                                                       - 200

11. Viðbyggingar við eldri hús, ef húsið m./viðbyggingu verður

meira en 400 m3 pr. m3                                                                         - 400

12. Lóðarhafar greiða pr. m2 lóðar                                                         - 80

13 Lagningu slitlags á bifreiðastæði og gangstíga innan lóðar­

marka greiða eigendur sjálfir

14. Allar framangreindar einingartölur miðast við byggingavísitölu

 

2. gr.

Gatnagerðargjöld skv. 1. gr. skulu umreiknuð til samræmis við þá bygginga­vísitölu, sem í gildi er, þegar lagning bundins slitlags fer fram.

 

3. gr.

Gatnagerðargjald skv. 1. rein skal greitt með 5 jöfnum greiðslum í fyrsta skipti hinn 1. ágúst það ár, sem lagning fer fram og síðan 1. ágúst ár hvert, næstu 4 árin, síðustu greiðslu þarf þó ekki að inna af hendi, fyrr en endanlega hefur verið gengið frá viðkomandi götu með gangstétt.

 

4. gr.

Vextir af lánum vegna gatnagerðargjalds skv. 3. rein, skulu vera hinir sömu og almennir vextir Byggðasjóðs á hverjum tíma.

Verði dráttur á endanlegum frágangi sbr. 3. ;rein, má eigi reikna vexti af síðustu greiðslu nema eitt ár, eins og ef enginn dráttur hefði orðið.

 

5. gr.

Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er last á og gengur það, ásamt vöxtum, fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla næstu fimm ár eftir 1. gjalddaga. Tekur þessi kvöð einnig til vátryggingafjár eignarinnar.

Heimilt er að taka gjald skv. reglugerð þessari lögtaki, skv. lögum nr. 29/1885.

Reglugerð þessi sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Stöðvarhrepps, stað­festist hér með, samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51 /1974, sbr. lóá nr. 31/1975, til þess að öðlast þegar gildi.

 

Félagsmálaráðuneytið, 22. mars 1978.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

 

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica