Félagsmálaráðuneyti

127/1977

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 343 12. desember 1972 um holræsi í Neskaupstað.

1. gr.

               6. gr. hljóði svo:

            Kostnaður allur við holræsakerfið greiðist úr bæjarsjóði. Til að standast þann kostnað ber húseigendum, sem húseignir eiga að eða í námunda við götu, veg eða annað opið svæði, sem holræsi er lagt í, að greiða árlegt holræsagjald o.15% of fasteignamati húsa og lóða, skv. lögum um fasteignamat og fasteignaskráningu nr. 28 29. apríl 1963.

Upphæð holræsagjalds skal þó aldrei vera lægri en kr. 1000.00 - eitt þúsund krónur - af einbýlishúsi, of íbúðarhúsi með tveim íbúðum eða fleiri, skal lægsta gjald vera kr. 600.00 - sex hundruð krónur - af íbúð.

            Holræsagjaldið miðast við byggingarvísitölu 1986 stig að breytist einu sinni á ári til samræmis við byggingarvísitölu, eins og hún er í árslok hverju sinni. Hækkanir samkvæmt þessari málsgrein mega ekki vera hærri en 50% án stað­festingar ráðuneytis.

            Reglugerðarbreyting þessi, sem samin er og samþykkt of bæjarstjórn Neskaup­staðar staðfestist hér með samkvæmt vatnalögum nr. 15 20. júní 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað.

Félagsmálaráðuneytið, 17. febrúar 1977.

 

 F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica