Félagsmálaráðuneyti

71/1977

Reglugerð um breyting á reglugerð um holræsagerð í Mosfellshreppi nr. 159 10. ágúst 1960.

1. gr.

               3. gr. orðist svo:

            Kostnaður við holræsakerfið greiðist úr hreppssjóði. Til þess að standast þann kostnað, ber hverjum húseiganda, sem á hús að, eða í námunda við götu veg eða opið svæði, sem holræsi er lagt í, að greiða tengigjald um leið og hann tengir ræsi við aðalræsi, er nemur 0.2% af fasteignamati hússins, en þó ekki lægra en kr. 750.00 miðað við hús með einni íbúð. Hækkar gjald þetta um kr. 375.00 fyrir hverja íbúð í húsi umfram eina.

            Nú eru hús sambyggð, en aðskilin með brunagöflum og telst þá sérstakt hús sá hluti sem er á milli brunagafla. Ef fleiri íbúðir en ein eru í húsi og íbúðir séreign, skal heildarupphæð tengigjaldsins skiptast milli eigenda íbúðanna hlutfalls­lega, eftir tölu íbúðanna sem þeir eiga.


            Auk tengigjald greiði hver húseigandi árlega holræsagjald til hreppsins 0.15% of fasteignamati húsanna, en þó ekki lægra en kr. 900.00 miðað við hús með einni íbúð og hækkar gjaldið um kr. 450.00 fyrir hverja íbúð umfram eina.

Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af hreppsnefnd Mosfellshrepps, stað­festist hér með samkvæmt lögum nr. 15 20. júní 1923 til þess að öðlast gildi þegar í stað, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Félagsmálaráðuneytið, 20. janúar 1977.

 

F. h. r.

Hallgrímur Dalberg.

Skúli Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica