Félagsmálaráðuneyti

596/1981

Reglugerð um gatnagerðargjöld í Höfðahreppi, Skagaströnd - Brottfallin

1. gr.

            Sveitarstjórn er heimilt að leggja gatnagerðargjöld á lóðir og byggingar í Höfðahreppi, eftir því sem nánar segir í reglugerð þessari.  Heimilt er að leggja gatnagerðargjöld á land, sem sambærilegt telst, þótt ekki sé sérstök lóð.

 

2. gr.

            Gatnagerðargjöld eru tvenns konar: A-gjald sem er vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að undirbyggja götur ásamt tilheyrandi lögnum, og B-gjald sem er gjald vegna þátttöku lóðarhafa í kostnaði við að leggja bundið slitlag á götu og ganga frá gangstéttum.

 

3. gr.

            A-gjald vegna nýbygginga og viðbygginga við eldri hús skal miðað við ákveðinn hluta byggingarkostnaðar á rúmmetra, eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands á hverjum tíma, svo sem hér segir:

            Einbýlishús ...................................................................................       1,6%    

            Tvíbýlishús, raðhús, tveggja hæða íbúðarhús með allt að 4 íb.....            1,3%

            Fjölbýlishús ..................................................................................       1,0%    

            Verslunar- og skrifstofuhúsnæði, opinberar byggingar ...............            1,6%    

            Iðnaðar- og atvinnuhúsnæði .........................................................        1,0%

            Gripahús ..........................................................................                   1,0%    

            Önnur hús eftir ákvörðun hreppsnefndar ................................        1,0-1,6%    

            Af kjöllurum (jarðhæðum) og rishæðum, sem ekki eru ætluð til íbúðar eða atvinnurekstrar svo og bifreiðargeymslum skal greiða hálft gjald.

            Gjald skal einnig greiða af óbyggðum byggingarlóðum við götur þar sem innheimt eru A- og B-gjöld.

            Gjald skal miðað við stærð húss skv. samþykktum uppdrætti. Nú er ekki fyrir hendi samþykktur uppdráttur, og skal þá miðað við stærð húss, sem skipulag gerir ráð fyrir, en sé slíkt ekki ákveðið í skipulagi, skal miðað við eftirtaldar lágmarksstærðir.

            Einbýlishús með tilheyrandi bílageymslu ..............................               500 m3

            Raðhús, tvíbýlishús, sambyggð einbýlishús ..........................                400 m3 hver íbúð

            Fjölbýlishús ............................................................................           300 m3 hver íbúð

            Verslunar- og skrifstofuhúsnæði ............................................          1000 m3

            Annað húsnæði .......................................................................       1500 m3

            Framangreindar reglur gilda, er hús er stækkað, að því er til stækkunar tekur.

 

4. gr.

            A-gjald skal greitt innan 5 mánaða frá lóðarveitingu.

Sé greiðsla ekki greidd innan tilskilins tíma er sveitarstjórn heimilt að veita öðrum lóðina.

Byggingarfrestur er 12 mánuðir. þ. e. a. s. að lóð fellur aftur til sveitarsjóðs hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu hennar, nema leyfið hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest.

            Noti lóðarhafi ekki veitta lóð skal hann eiga rétt á endurgreiðslu á greiddu gatnagerðargjaldi án vaxta eða verðbóta svo sem hér segir: 50% greiðslunnar þegar lóð er skilað og eftirstöðvar 6 mánuðum síðar.

            Verði lóðin veitt að nýju innan þess tíma, skal fyrri lóðarhafi fá gatnagerðar­gjaldið endurgreitt þegar greiðsla skv. þeirri úthlutun fer fram.

 

5. gr

Þegar veitt er byggingarleyfi án undangenginnar lóðarveitingar er greiðsla A-gjalds áskilin og skal húsbyggjandi greiða gatnagerðargjald eftir reglum í gjald­skrá þessari.

            Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir breytingu eða endurnýjun húsnæðis, sem felur í sér breytta notkun þess, þannig að húseignin færist í hærri gjaldflokk, þá skal húseigandi greiða gatnagerðargjald.

            Gjaldið af hinu breytta húsnæði skal nema mismun á gatnagerðargjaldi reiknuðu fyrir og eftir breytinguna.

Sömu reglur gilda er notkun byggingarrýmis er breytt, sem felur í sér að hús­eignin færist í hærri gjaldflokk, þótt ekki þurfi breytinga á byggingu eða endur­byggingar við.

 

6. gr.

Lóð er veitt í því ástandi sem hún er í við afhendingu, og á lóðarhafi engar kröfur á hendur sveitarfélaginu síðar vegna ástands hennar.

            Lóðarhafi skal hlíta byggingarskilmálum, ef settir eru, svo og öllum þ2im lögum og reglum, sem til greina kunna að koma.

 

7. gr.

B-gjald, sem er gjald til að ljúka frágangi götu, umfram það sem segir í 3. gr., þ. e. til að gera bundið slitlag og gangstéttir, skal miða við ákveðinn hluta byggingarkostnaðar á rúmmetra, eins og hann er talinn af Hagstofu Íslands á hverjum tíma, svo sem hér segir:

            Einbýlishús ........................................................................................       3,0%

            Tvíbýlishús, raðhús, 2ja hæða íbúðarhús með allt að 4 íb.................           2,3%

            Fjölbýlishús .......................................................................................      1,6%

            Verslunar- og skrifstofuhúsnæði, opinberar byggingar .....................          3,0%

            Iðnaðar- og atvinnuhúsnæði ...............................................................      1,6%

            Bifreiðageymslur ................................................................................       l,6%

            Önnur hús eftir ákvörðun hreppsnefndar ..................................       1,6%-3,0%

 

8. gr.

Gjöld skv. 3. og 7. gr. breytast samkv. vísitölu byggingarkostnaðar. Sveitarstjórn er heimilt að hækka eða lækka gjaldstuðlana í 3. og 7. gr. hvern um sig eða alla í einu um alit að 50% án frekari staðfestingar ráðuneytisins.

            Sveitarstjórn hefur fulla heimild til þess að endurskoða flokkun húsa í gjald­stuðla, sbr. 3. og 7. gr., svo og gjald einstakra gjaldenda, ef sérstök ástæða er til.

 

9. gr.

B-gjald skv. 7. gr. miðast við þá vísitölu byggingarkostnaðar, sem í gildi er, þegar lagning bundins slitlags fer fram. Nú breytist vísitalan meðan verkið fer fram, og skal þá miðað við meðalvísitölu á því tímabili, sem um er að ræða.

 

10. gr.

B-gjald skv. 7. gr. greiðist þannig: 20% á framkvæmdaári með gjalddaga skv. nánari ákvörðun hreppsnefndar við hverja framkvæmd. Eftirstöðvar má greiða með skuldabréfum, sem greiðast með jöfnum árlegum afborgunum næstu fjögur árin. Gjalddagar afborgana eru 1. jú1í ár hvert. Lánakjör eru hin sömu og á lánum Byggða­sjóðs eins og þau eru á hverjum tíma á lánum sjóðsins til sveitarfélaga vegna gatna­gerðaframkvæmda.

            Skuldabréfin skulu tryggð með veði í viðkomandi fasteign. Sveitarsjóði er heimilt að selja skuldabréfin.

            Heimilt er að veita 10% staðgreiðsluafslátt, eftir ákvörðun sveitarstjórnar á hverjum tíma. Heimilt er að veita sömu greiðslukjör á B-gjöld skv. 12. gr.

 

11. gr.

Heimilt er sveitarstjórn að fresta innheimtu B-gjalds ef um er að ræða íbúðar­húsnæði elli- eða örorkulífeyrisþega, sem engar eða litlar tekjur hafa aðrar en tryggingabætur, húsnæðið er af hæfilegri stærð og ekki nýtt til annars en íbúðar fyrir þá. Skilyrði fyrir frestun álagningar er, að gjaldinu verði þinglýst sem kvöð á viðkomandi eign og falli til álagningar í samræmi við þágildandi gjaldskrá, ef eigendaskipti verða eða aðstæður breytast á annan þann hátt að forsendur frestun­ar bresti.

 

12. gr.

Þegar veitt er byggingarleyfi fyrir nýbyggingu eða viðbyggingu við götu, sem þegar hefur verið lögð bundnu slitlagi skal innheimta óæði A- og B-gjald af viðkom­andi byggingu.

            Gjöld samkv. reglugerð þessari af fasteignum við götu, þar sem þegar hefur verið lagt bundið slitlag og/eða gangstétt skulu miðuð við vísitölu eins og hún var þegar byggingarleyfi var gefið út.

 

13. gr.

Ef lóðarhafi rifur á eigin kostnað gamalt íbúðar- eða atvinnuhúsnæði og byggir nýtt á sömu lóð, skal gjald skv. 2. gr. reiknað af rúmmetrum nýja hússins að frá­dregnum rúmmetrum þess húss, sem fjarlægt er. Skal miða við rúmmetragjald nýja hússins. Sama gildir ef hús brennur og byggt er að nýju á sömu lóð. Lækkun gjalds­ins getur þó aldrei orðið meiri en nemur greiðslum samkv. 2. gr. og 12. gr.

 

14. gr.

Þegar um gjaldfrest er að ræða skv. 11. gr. hækkar gjaldið til samræmis við hækkun byggingarvísitölu, sem í gildi er þegar innheimta fer fram.

 

15. gr.

            Séu gjöld skv. reglugerð þessari ekki greidd innan mánaðar frá gjalddaga er sveitarstjórn heimilt að r2ikna á þau hæstu lögleyfða dráttarvexti nú 4,5% á mánuði.             Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð í fasteign þeirri, sem það er lagt á, og gengur það ásamt vöxtum fyrir öllum veðkröfum, sem á eigninni hvíla og tekur einnig til vátryggingarfjár eignarinnar.

            Heimilt er að taka gjöld samkvæmt lögum þessum lögtaki skv. lögum nr. 29/1885.         Reglugerð þessi sem er samin og samþykkt af hreppsnefnd Höfðahrepps í Austur­Húnavatnssýslu staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 um gatnagerðargjöld til þess að öðlast gildi þegar í stað.

 

Félagsmálaráðuneytið, 16. október 1981.

 

F. h. r.

Jón S. Ólafsson.

Hólmfríður Snæbjörnsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica