Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Stofnreglugerð

667/2011

Reglugerð um almennar undanþágur frá frelsi þjónustuveitenda á EES-svæðinu til að veita þjónustu á Íslandi án staðfestu.

1. gr.

Ákvæði 13. gr. laga um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins gildir ekki um:

  1. Þjónustu í almannaþágu sem hefur almenna efnahagslega þýðingu,
  2. málefni er falla undir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 96/71/EB frá 16. desember 1996 um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt,
  3. málefni er falla undir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 95/46/EB frá 24. október 1995 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt,
  4. málefni er falla undir tilskipun ráðsins nr. 77/249/EBE frá 22. mars 1977 um að auðvelda lögmönnum að neyta réttar til að veita þjónustu, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt,
  5. starfsemi vegna innheimtu skulda fyrir dómi,
  6. málefni sem II. bálkur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2005/36/EB frá 7. september 2005 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi tekur til, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt,
  7. kröfur um að starfsemi sé bundin við tilteknar starfsgreinar,
  8. málefni er falla undir reglugerð ráðsins nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt,
  9. stjórnsýsluleg formsatriði varðandi frjálsa för fólks og búsetu þess er ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/38/EB frá 29. apríl 2004 um rétt borgara Sambandsins og aðstandenda þeirra til frjálsra flutninga og búsetu á yfirráðasvæði aðildarríkjanna taka til, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt,
  10. kröfur sem lúta að því að einstaklingar sem eru ríkisborgarar landa utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfi að hafa vegabréfsáritun eða dvalarleyfi eða þurfi að tilkynna sig til íslenskra stjórnvalda, í samræmi við Schengen-samkomulagið,
  11. málefni er falla undir reglugerð ráðsins nr. 259/93 frá 1. febrúar 1993 um umsjón og eftirlit með flutningi úrgangs innan, til og út úr Evrópubandalaginu, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt,
  12. höfundarétt, skyld réttindi sem og málefni er falla undir tilskipun ráðsins nr. 87/54/EBE frá 16. desember 1986 um vernd svæðislýsinga smárása í hálfleiðurum, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt, og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 96/9/EBE frá 11. mars 1996 um lögverndun gagnagrunna, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt, svo og um eignarrétt á sviði iðnaðar,
  13. verk þar sem lög gera kröfu um aðkomu lögbókenda,
  14. málefni er falla undir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2006/48 frá 17. maí 2006 um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikninga, líkt og hún hefur verið innleidd í íslenskan rétt,
  15. skráningu ökutækja sem tekin eru á leigu í öðru EES-ríki,
  16. ákvæði varðandi samningsbundnar skuldbindingar og skuldbindingar sem ekki eru samningsbundnar, þ.m.t. form samninga, sem ákvarðast samkvæmt reglum um alþjóðlegan einkamálarétt.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. mgr. 13. gr. laga nr. 76/2011 um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins og öðlast þegar gildi.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 4. júlí 2011.

F. h. r.

Helga Jónsdóttir.

Kjartan Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.