Fara beint í efnið

Prentað þann 18. apríl 2024

Breytingareglugerð

162/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl. nr. 787/1998 með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 4. tölulið 1. gr. bætist nýr töluliður svohljóðandi:

5. "Skotfæri" eru hvers konar skot eða skeyti sem gerð eru til að skjóta úr skotvopnum.

Þeir hlutir sem getið er um í viðauka II teljast vera skoteldar eða skotfæri. Leiki vafi á undir hvorn flokkinn hlutir falla þá sker ríkislögreglustjóri úr, að fenginni umsögn Vinnueftirlitsins.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka reglugerðarinnar:

a. Í stað orðsins "VIÐAUKI" kemur: VIÐAUKI I.

b. Í stað tölustafsins "1" fyrir framan "Aðrar viðurkenndar keppnisgreinar" kemur: 2.

3. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, viðauki II, svohljóðandi:

VIÐAUKI II

Hlutir sem taldir eru vera flugeldavörur eða skotfæri
í viðeigandi tilmælum Sameinuðu þjóðanna (SÞ).

SÞ nr. Heiti og lýsing Flokkur/deild Orðalisti
(skal aðeins notast sem leiðarvísir til upplýsingar)
G-flokkur
0009 Íkveikjuskotfæri, með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu 1.2 G

Skotfæri

Almennt heiti sem tengist aðallega hlutum sem notaðir eru í hernaði og samanstanda af hvers konar sprengjum, handsprengjum, eldflaugum, jarðsprengjum, skeytum og öðrum áþekkum búnaði

Íkveikjuskotfæri

Skotfæri sem innihalda íkveikjuefni. Nema þegar samsetningin er í sjálfu sér sprengiefni, innihalda skotfærin einnig eitt eða fleira af eftirfarandi: drifhleðslu með hvellhettu og kveikihleðslu, kveikibúnað með sundrara eða kasthleðslu

0010 Íkveikjuskotfæri, með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0009
0015 Reykskotfæri með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu 1.2 G

Reykskotfæri

Skotfæri sem innihalda reykmyndandi efni. Nema þegar efnið er í sjálfu sér sprengiefni, innihalda skotfærin einnig eitt eða fleira af eftirfarandi: drifhleðslu með hvellhettu og kveikihleðslu, kveikibúnað með sundrara eða kasthleðslu

0016 Reykskotfæri með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0015
0018 Táraframkallandi skotfæri með sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu 1.2 G

Táraframkallandi skotfæri með sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu.

Skotfæri sem innihalda táraframkallandi efni. Þau innihalda einnig eitt eða fleira eftirfarandi: skoteldaefni, drifhleðslu með hvellhettu og kveikihleðslu, kveikibúnað með sundrara eða kasthleðslu

0019 Táraframkallandi skotfæri með sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0018
0039 Myndatökublossasprengjur 1.2 G

Sprengjur

Sprengifimir hlutir sem varpað er úr flugvél. Þeir geta innihaldið eldfiman vökva með sundrunarhleðslu, samsetningu fyrir myndatökublossa eða sundrunarhleðslu. Hugtakið tekur til: myndatökublossasprengna

0049 Blossaskothylki 1.1 G

Blossakothylki

Hlutir sem samanstanda af hylki, hvellhettu og blossapúðri, samsettir í eitt stykki sem reiðubúið er til skots

0050 Blossaskothylki 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0049
0054 Merkjaskothylki 1.3 G

Merkjaskothylki

Hlutir hannaðir til að skjóta litblysum eða öðrum merkjum úr merkjabyssum, o.s.frv.

0066 Kveikiþráður 1.4 G

Kveikiþráður

Hlutur sem samanstendur af tauþræði sem hefur verið húðaður með svörtu púðri, eða öðru slíku skoteldaefni sem brennur hratt, og sveigjanlegri hlífðarkápu, eða hlutur sem samanstendur af kjarna úr svörtu púðri sem er umlukinn sveigjanlegu ofnu efni. Þráðurinn brennur með framrás eftir lengd sinni með utanáloga og er notaður til að senda kveikingu frá búnaði yfir í hleðslu

0092 Yfirborðsblys 1.3 G

Blys

Hlutir sem innihalda skoteldaefni og eru hannaðir til að lýsa, auðkenna, gefa merki eða vara við

0093 Loftblys 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0092
0101 Kveikiþráður, ekki sprengifimur 1.3 G

Kveikiþráður/kveikibúnaður (enska: Fuse/Fuze)

Þó að orðin séu skyld (franska: fusée, fusil) og séu stundum talin vera mismunandi stafsetning á sama orði er gagnlegt að viðhalda þeirri venju að kveikiþráður (fuse) vísi til kveikibúnaðar (fuze) sem svipar til þráðar af einhverju tagi en kveikibúnaður til búnaðar í skotfærum sem getur verið ýmist vélbúnaður, rafbúnaður, efnasamband eða vökvabúnaður og kemur af stað tundurslóð með sprengibruna eða sprengingu

Kveikiþráður, tafarlaus, ekki sprengifimur

Hlutur sem samanstendur af bómullarþræði sem hefur verið mettaður með fínu svörtu púðri (quickmatch). Brennur með utanáloga og er notaður í kveikislóðum fyrir flugelda o.s.frv.

0103 Kveikirör, málmklætt 1.4 G

Kveikirör, málmklætt

Hlutur sem samanstendur af málmröri og kjarna fylltum sprengibrunaefni.

0171 Lýsandi skotfæri, með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu 1.2 G

Lýsandi skotfæri, með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu.

Skotfæri sem hönnuð eru til að gefa frá sér sterkt, stakt ljós til að lýsa upp svæði. Hugtakið tekur til lýsandi skothylkja, handsprengna og skeyta auk lýsandi sprengna og sprengna til að auðkenna skotmörk

0191 Handmerkjablys 1.4 G Hlutir hannaðir til að gefa merki
0192 Hvellmerki fyrir járnbrautir 1.1 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0191
0194 Neyðarmerki, fyrir skip 1.1 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0191
0195 Neyðarmerki, fyrir skip 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0191
0196 Reykmerki 1.1 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0191
0197 Reykmerki 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0191
0212 Ljósspor fyrir skotfæri 1.3 G

Ljósspor fyrir skotfæri

Innsiglaðir hlutir sem innihalda skoteldaefni, hannaðir til að sýna feril skeytis

0254 Lýsandi skotfæri, með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0171
0297 Lýsandi skotfæri, með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu. 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0254
0299 Myndatökublossasprengjur 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0039
0300 Íkveikjuskotfæri, með eða án sundrara, kasthleðslu eða drifhleðslu. 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0009
0301 Táraframkallandi skotfæri, með sundrara, kasthleðslu 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0018
0303 Reykskotfæri, með eða án sundrara, kasthleðslu 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0015
0306 Ljósspor fyrir skotfæri 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0212
0312 Merkjaskothylki 1.4 G

Merkjaskothylki

Hlutir hannaðir til að skjóta litblysum eða öðrum merkjum úr merkjabyssum

0313 Reykmerki 1.2 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0195
0318 Hand- eða riffilæfingasprengjur 1.3 G

Hand- eða riffilæfingasprengjur

Hlutir sem eru hannaðir til þess að vera kastað með handafli eða varpað með riffli. Hugtakið felur í sér: Hand- eða riffilæfingasprengjur

0319 Rörhvellhetta 1.3 G

Rörhvellhetta

Hlutir sem samanstanda af hvellhettu til kveikingar og viðbótarhleðslu af sprengibrunaefni eins og svörtu púðri til að kveikja í drifhleðslu í skothylki t.d. fyrir fallbyssu

0320 Rörhvellhetta 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0319
0333 Skoteldar 1.1 G

Skoteldar

Flugeldavörur hannaðar til að skemmta

0334 Skoteldar 1.2 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0333
0335 Skoteldar 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0333
0336 Skoteldar 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0333
0362 Æfingaskotfæri 1.4 G

Æfingaskotfæri

Skotfæri án aðalsundrunarhleðslu, sem innihalda sundrara eða kasthleðslu. Yfirleitt innihalda þau einnig kveikibúnað og drifhleðslu

0363 Prófunarskotfæri 1.4 G

Prófunarskotfæri

Skotfæri sem innihalda skoteldaefni, notuð til að prófa nothæfi eða styrk nýrra skotfæra, vopnaíhluta eða -samsetninga.

0372 Hand- eða riffilæfingasprengjur 1.2 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0318
0373 Handmerkjagjafi 1.4 S Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0191
0403 Loftblys 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0092
0418 Yfirborðsblys 1.2 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0092
0419 Yfirborðsblys 1.1 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0092
0420 Loftblys 1.1 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0092
0421 Loftblys 1.2 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0092
0424 Treg skeyti, með ljósspori 1.3 G

Skeyti

Hlutir s.s. sprengikúlur eða byssukúlur sem skotið er úr fallbyssu eða annars konar stórskotaliðsbyssu, riffli eða öðru smærra vopni. Þeir geta verið tregir, með eða án ljósspors, eða geta innihaldið sundrara eða kasthleðslu, eða sundrunarhleðslu. Hugtakið felur í sér: Treg skeyti, með ljósspori, skeyti með sundrara eða kasthleðslu, skeyti með sundrunarhleðslu

0425 Treg skeyti, með ljósspori 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0424
0428 Flugeldavörur til tækninota 1.1 G

Flugeldavörur til tækninota

Hlutir sem innihalda skoteldaefni til tækninota s.s. varmaframleiðslu, gasframleiðslu, fyrir sjónspil, o.s.frv. Hugtakið tekur ekki til eftirfarandi hluta sem eru skráðir sérstaklega: allra skotfæra, merkjaskothylkja, sprengihöggvara fyrir strengi/kaðla, flugelda, loftblysa, yfirborðsblysa, sleppibúnaðar með sprengiefni, sprengihnoða, handmerkjagjafa, neyðarmerkja, hvellmerkja fyrir járnbrautir, reykmerkja

0429 Flugeldavörur til tækninota 1.2 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0428
0430 Flugeldavörur til tækninota 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0428
0431 Flugeldavörur til tækninota 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0428
0434 Skeyti með sundrara eða kasthleðslu 1.2 G

Skeyti

Hlutir s.s. sprengikúlur eða byssukúlur sem skotið er úr fallbyssu eða annars konar stórskotaliðsbyssu, riffli eða öðru smærra vopni. Þeir geta verið tregir, með eða án ljósspors, eða geta innihaldið sundrara eða kasthleðslu eða sundrunarhleðslu. Hugtakið felur í sér: Treg skeyti, með ljósspori, skeyti með sundrara eða kasthleðslu, skeyti með sundrunarhleðslu

0435 Skeyti með sundrara eða kasthleðslu 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0434
0452 Hand- eða riffilæfingasprengjur 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0372
0487 Reykmerki 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0194
0488 Æfingaskotfæri 1.3 G

Æfingaskotfæri

Skotfæri án aðalsundrara, sem innihalda sundrara eða kasthleðslu. Yfirleitt innihalda þau einnig kveikibúnað og drifhleðslu. Hugtakið felur ekki í sér eftirfarandi vörur sem eru skráðar sérstaklega: Æfingahandsprengjur

0492 Hvellmerki fyrir járnbrautir 1.3 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0194
0493 Hvellmerki fyrir járnbrautir 1.4 G Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0194
0503 Öryggispúðauppblásarar eða öryggispúðaeiningar eða sætisbeltastrekkjarar 1.4 G
S-flokkur
0110 Hand- eða riffilæfingasprengjur 1.4 S Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0318
0193 Hvellmerki fyrir járnbrautir 1.4 S Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0194
0337 Flugeldar 1.4 S Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0334
0345 Treg skeyti, með ljósspori 1.4 S

Skeyti

Hlutir s.s. sprengikúlur eða byssukúlur sem skotið er úr fallbyssu eða annars konar stórskotaliðsbyssu, riffli eða öðru smærra vopni. Þeir geta verið tregir, með eða án ljósspors eða geta innihaldið sundrara eða kasthleðslu, eða sundrunarhleðslu

0376 Rörhvellhetta 1.4 S Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0319
0404 Loftblys 1.4 S Sjá færslu fyrir SÞ nr. 0092
0405 Merkjaskothylki 1.4 S

Merkjaskothylki

Hlutir hannaðir til að skjóta litblysum eða öðrum merkjum úr merkjabyssum, o.s.frv.

0432 Flugeldavörur til tækninota 1.4 S

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt vopnalögum nr. 16/1998, svo og með hliðsjón af tilskipun 2004/57/EB öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 14. febrúar 2007.

Björn Bjarnason.

Gunnar Narfi Gunnarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.