Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

291/2007

Reglugerð um breyting á reglugerð um útlendinga, nr. 53 23. janúar 2003, með síðari breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka 3, I. kafla:

  1. Orðið Bólivía fellur brott.
  2. Við orðið "Brúnei" bætist orðið "Darússalam".
  3. Í stað orðanna "Stóra-Bretland, þ.m.t.: Bermúda, Turks- og Caicos-eyjar, Cayman-eyjar, Anguilla, Montserrat, Bresku Jómfrúreyjar, St. Helena, Falklandseyjar og Gíbraltar" kemur: Stóra-Bretland, þ.m.t. handhafar vegabréfa fyrir "British Nationals (Overseas)".

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á viðauka 3, II. kafla:

  1. 10. tl. orðist svo: Viðurkenndir flóttamenn og þeir sem eru án ríkisfangs, sem búsettir eru í Evrópusambandsríki og eru handhafar ferðaskilríkja sem gefin eru út af því ríki.
  2. Við bætist nýr töluliður, númer 13, er orðast svo:
    1. Skólanemendur, sem þurfa að hafa vegabréfsáritun til að mega koma til landsins en búsettir eru í Evrópusambandsríki sem beitir Evrópuráðs­ákvörðun 94/795/JHA frá 30. nóvember 1994, þegar þeir eru á skólaferðalagi með kennara frá skólanum.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 58. gr. laga um útlendinga nr. 96 15. maí 2002 öðlast gildi þegar í stað.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 30. mars 2007.

Björn Bjarnason.

Bryndís Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica