Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

354/2007

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 648 16. júní 2005, um rétt lögmanna frá öðru EES-ríki til að veita tímabundna þjónustu hér á landi. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 4. gr.:

Orðin "enda starfi hann í þinghöldum með lögmanni sem hefur öðlast lögmannsréttindi hér á landi og er þá ábyrgur gagnvart dómstólnum." falla brott.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 2. mgr. 1. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, sbr. 1. gr. laga nr. 93/2004, til innleiðingar á tilskipun nr. 77/249/EB, sem vísað er til í 2. tl. VII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og öðlast gildi þegar í stað.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. apríl 2007.

F. h. r.

Þorsteinn Geirsson.

Bryndís Helgadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica