Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

640/2007

Reglugerð um breyting á reglugerð um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 112 1. febrúar 2001.

1. gr.

3. mgr. 7. gr. orðast svo:

Varðveita skal upplýsingar samkvæmt 2. mgr. eigi skemur en eitt ár en þrjú ár hið mesta.

2. gr.

Við 8. gr. bætist ný málsgrein sem verður 3. mgr. er orðast svo:

Nú leiðir eftirlit Persónuverndar samkvæmt 18. gr. laga um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi í ljós að skráning og meðferð persónuupplýsinga í upplýsingakerfinu er ekki í samræmi við þau lög eða reglur sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs eða að öryggi upplýsingakerfisins er ekki nægilega tryggt gegn því að óviðkomandi fái aðgang að því eða geti haft áhrif á skráningu í það og skal þá Ríkislögreglustjóri gera viðeigandi úrbætur að fengnum tillögum Persónuverndar.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 19. gr. laga um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi, nr. 16 14. apríl 2000 með síðari breytingum öðlast gildi þegar í stað.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 28. júní 2007.

Björn Bjarnason.

Haukur Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.