Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

362/2008

Reglugerð um breyting á reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu, nr. 322 9. apríl 2001, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. tölul. orðast svo: vegna umsókna um störf á sviði löggæslu, tollgæslu eða landhelgisgæslu, enda sé viðkomandi starf þess eðlis að það varði þjóðaröryggi eða landvarnir, auk þess sem hinn skráði hafi veitt upplýst samþykki sitt og fengið í hendur afrit af hinum miðluðu upplýsingum eða
  2. Á eftir orðinu "hættu" í 4. tölul. kemur orðið: eða.
  3. Við bætist nýr töluliður svohljóðandi: ef viðkomandi er tryggingafélag sem hefur með höndum uppgjör vegna tjóns og upplýsingarnar eru málefnalegar og nauðsynlegar til að ljúka uppgjörinu.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 3. mgr. 19. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19 26. mars 1991, i-lið 1. mgr. 5. gr. lögreglulaga nr. 90 13. júní 1996, sbr. lög nr. 15 14. apríl 2000 og 3. mgr. 45. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónu­upplýsinga, nr. 77 23. maí 2000, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 1. apríl 2008.

Björn Bjarnason.

Dís Sigurgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica