Leita
Hreinsa Um leit

Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

1118/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um Happdrætti Háskóla Íslands,nr. 348 8. október 1976, með síðari breytingum.

1. gr.

1. mgr. 11. gr., sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 991/2003, orðast svo:

Verð hlutamiða er 1.000 kr. í hverjum flokki. Fyrir ársmiða skal greiða 12.000 kr. Ef eigandi miða vill gera hann að ársmiða, eftir að drættir, einn eða fleiri, hafa farið fram, skal hann greiða fyrirfram fyrir þá drætti, sem eftir eru.

2. gr.

14. gr., sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 991/2003, orðast svo:

Vinningar í happdrættinu skulu eigi vera færri en svo, að að minnsta kosti fjórði hver miði hljóti vinning árlega að meðaltali, og skal fjárhæð vinninga nema að minnsta kosti 70% af iðgjöldum samantöldum í öllum 12 flokkum.

Stjórn happdrættisins ákveður, að fengnu samþykki happdrættisráðs, vinningatölu og verðmæti vinninga.

3. gr.

15. gr., sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 907/2000, orðast svo:

Dráttur í hverjum flokki er tvískiptur. Fyrri hluti dráttar í 1. flokki skal fara fram 17. janúar ár hvert, en í öðrum mánuðum 10. hvers mánaðar. Ekki skal þó dregið á laugardögum, helgidögum eða öðrum almennum frídögum, né heldur fyrsta virkan dag eftir almennan frídag. Fer dráttur þá fram næsta virkan dag þar á eftir. Síðari hluti útdráttar hvers mánaðar skal fara fram 14 dögum síðar en fyrri útdráttur. Ekki skal þó dregið á laugardögum, helgidögum eða öðrum almennum frídögum. Að jafnaði skal því dregið 10. og 24. hvers mánaðar. Happdrættisráð getur veitt undanþágu frá þessari grein ef því þykir ástæða til.

4. gr.

19. gr., sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 907/2000, breytist þannig:

a. Í stað orðanna "Fyrsti hluti" í 1. málslið I 19. gr. kemur: Fyrri hluti.
b. Í stað orðanna "Annar hluti" í 1. málslið II 19. gr. kemur: Síðari hluti.
c. 19. gr. III fellur niður.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 9. desember 2005.

Björn Bjarnason.

Fanney Óskarsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica