Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

516/1995

Reglugerð fyrir talnagetraunina Kínó.

1. gr.

Leyfishafi.

1.1 Leyfishafi er Íslensk getspá sem starfar skv. 1. gr. laga um talnagetraunir nr. 26/ 1986.

 

2. gr.

Tegund talnagetraunar.

 

2.1 Íslensk getspá starfrækir talnagetraun undir heitinu Kínó. Um getraunastarfsemina gilda eftirfarandi reglur:

 

3. gr.

Leikspjöld, útfylling þeirra og greiðsla.

 

3.1 Íslensk getspá gefur út og dreifir leikspjöldum til þátttöku í talnagetrauninni. Á hverju leikspjaldi eru reitir sem hér segir:

 

3.1.1 Fimm reitir til að merkja við hve margar krónur þátttakandi greiðir fyrir leikinn, kr. 50,-, kr. 100,-, kr. 150,-, kr. 200,- eða kr. 250,-. Aðeins ein upphæðanna gildir.

 

3.1.2 Reitir 1, 2, 3, 4, 5, 6 þar sem þátttakandi merkir við hve margar tölur hann velur.

 

3.1.3 Reitir með tölunum 1-30. Einnig er reitur merktur sjálfval sem merkja skal við ef sölukassinn á að velja töluna eða tölurnar, annars merkir þátttakandi í reitina 1-30, álit eftir því hve margar tölur harm vill nota eða 1-6 tölur, sbr. 3. gr. t1.1.2.

 

3.1.4 Reitir fyrir fjölda útdráttá, 2, 4, 6, 10, 12 eða 18. Í þessa rein merkir þátttakandi við þann fjölda útdrátta sem hann óskar að taka þátt í. Ef ekki er merkt við fjölda útdrátta þá gildir aðeins næsti útdráttur.

Á sölustóðum skulu liggja frammi leiðbeiningar um þátttöku í talnagetrauninni. Þar skal og vera hvatning til þátttakanda að rita nafn sitt á þátttökukvittun í öryggisskyni.

 

3.2 Leikur í talnagetrauninni fer að jafnaði fram sex sinnum í viku samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar Íslenskrar getspár.

 

3.3 Leikurinn felst í því að þátttakandi merkir með blýanti eða dökkum penna (ekki rauðum lit) í rein leikspjalds sem lýst er í 3. gr. tl. 3.1. Geri þátttakandi villu skal harm fá sér nýtt leikspjald.

 

3.4 Að loknu vali á tölum skv. 3. gr. tl. 3.3 er leikspjaldið afhent söluaðila, sem rennir því í sölukassa sem tengdur er tölvukerfi Íslenskrar getspár. Þátttakandi getur einnig tilkynnt þátttöku sína með því að skýra söluaðila munnlega frá vali sínu á tölum og sér þá söluaðili um skráningu þeirra talna í tölvukerfi Íslenskrar getspár. Þá getur þátttakandi óskað eftir því að tölur bans verði valdar af handahófi í sölukassa.

 

3.5 Söluaðili skal síðan afhenda þátttakanda þátttökukvittun ásamt viðkomandi leikspjaldi gegn greiðslu. Á kvittun skal koma fram hvaða tala eða tölur voru valdar. Þá skal koma fram heildartala þeirrar fjárhæðar, sem greidd hefur verið, dagsetning útdráttar eða gildistími, ef tekið er þátt í fleiri en einni leikviku, og öryggisnúmer, sem auðkennir viðkomandi afgreiðslu.

Þátttakandi skal ganga úr skugga um að samræmi sé milli kvittunar og merkja á leikspjaldi, eða að hún sé í samræmi við munnleg fyrirmæli hans, haft harm gefið tölur sínar upp munnlega. Þá ber þátttakanda að ganga úr skugga um að þátttökukvittun greini útdráttardag (a) eða gildistíma sem þátttaka er bundin við.

 

3.6 Leikspjald fyrir Kínó gildir aldrei sem kvittun, en þátttakandi getur notað það aftur eða látið það gilda í 2, 4, 6, 10, 12 eða 18 útdráttum að eigin vali, ef harm óskar eftir óbreyttu talnavali, með því að strika lóðrétt yfir viðkomandi reiti á leikspjaldi um fjölda útdrátta.

 

3.7 Þátttaka í talnagetrauninni fer fram í samræmi við það er þátttökukvittun greinir. Telji þátttakandi að þátttökukvittun sé ekki í samræmi við leikspjald eða þær munnlegu upplýsingar, er harm gaf, skal harm bera fram kvörtun sína þegar í stað. Að öðrum kosti verður litið svo á að harm haft með móttöku þátttökukvittunar samþykkt þátttöku í samræmi við þær töltu, er kvittunin greinir. Þátttakandi ber einn ábyrgð á þátttökukvittun sinni og á enga kröfu til vinnings nema gegn framvísun hennar. Íslensk getspá ber ekki ábyrgð á villu í prentun kvittunar og ábyrgð félagsins á rangri kvittun er takmörkuð við ógildingarverðmæti hennar samkvæmt 3. gr. tl. 3.8. Félagið ber ekki ábyrgð á stolnum eða glötuðum kvittunum.

 

3.8 Þátttökukvittun má ógilda með því að skila henni aftur til söluaðila, enda sé það gert samdægurs og sala fór fram og það tímanlega að unnt sé að ljúka ógildingu á innfærslu hennar í tölvukerfi Íslenskrar getspár, áður en útdráttur fer fram. Sé þátttökukvittun ógild, á greiðandi rétt á endurgreiðslu á sömu fjárhæð og harm greiddi.

 

3.9 Þátttakandi ákveður hvaða upphæð harm greiðir fyrir leikinn, lágmarksupphæð er kr. 50,- og hámarksupphæð er kr. 250, sbr. 3. gr. tl. 3. I .1. Aðeins er unnt að gerast þátt­takandi hjá söluaðilum Íslenskrar getspár, en sölukerfið er að jafnaði opið frá kl. 9:00 til 23:30 alla daga nema sunnudaga, en þá er lokað.

 

3.10 Öll vinnsla í tölvukerfi Íslenskrar getspár hvað varðar Kínó skal falla niður frá því 1 S mínútum áður en útdráttur á að fara fram þar til útdrætti er lokið og vinningstölur hafa verið birtar í sjónvarpi.

 

4. gr.

Útdráttur vinningstalna.

4.1 Útdráttur 7 vinningstalna í Kínó fer fram á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og laugardögum, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar Íslenskrar getspár.

Útdráttur vinningstalna í Kínói skal fara fram með eftirfarandi hætti:

 

4.1.1 Útdrátturinn fer fram í tölvu samkvæmt útdráttarforriti sem skal gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum og sannprófað af sérfræðingum sem dómsmálaráðuneytið tilnefnir.

Forritið skal geymt á CD diski sem einungis skal nota í þessum tilgangi og harm skal geyma með öruggum hætti undir innsigli milli útdrátta.

Starfsmaður Íslenskrar getspár, undir eftirliti eftirlitsmanns frá endurskoðunarskrifstofu, sbr. 9. gr. tl. 9.3, skal ræsa forritið og framkvæma með því útdrátt.

 

4.1.2 Þegar útdráttur í tölvunni hefur farið fram birtast tölurnar á skjá tölvunnar

ásamt dagsetningu og tímasetningu og sömu upplýsingar prentast út á tvo prentara.

Útdráttur telst gildur þegar framangreind skilyrði eru uppfyllt.

 

4.1.3 Eftirlitsmaður frá endurskoðunarskrifstofu, sbr. 9. gr. tl. 9.3, skal yfirfara og staðfesta að útdráttur hafi farið fram með réttum hætti, að vinningstölum á skjá og prentara beri saman, að réttar vinningstölur hail birst í sjónvarpsútsendingu og að réttar vinningstölur hafi verið skráðar í sölukerfi Íslenskrar getspár. Niðurstöður af þessum athugunum skulu færðar í sérstaka bók.

 

4.1.4 Ef útdráttur fer ekki fram með þeim hætti sem lýst er í 4. gr. tl. 4.1.1 skal dregið úr þar til gerðum stokki sem prófaður er af löggildingarstofu og samþykktur af eftirlitsmanni. Í stokknum skulu vera 30 númeraðar kúlur með tölunum 1-30 að báðum meðtöldum og skal velja sjö kúlur.

 

5. gr.

Vinningar.

5.1 Þeir sem hafa þátttökukvittun með tölum þeim, sem valdar hafa verið, annað hvort altar eða hluta þeirra í sama leik (dálki), fá vinning í samræmi við ákvæði 5. gr. tl. 5.3.

 

5.2 Þátttakendur hljóta eingöngu vinning í samræmi við hæsta fjölda á hverju leikspjaldi, þ.e. sá sem hlýtur vinning fyrir 6 réttar tölur fær ekki einnig vinning fyrir S réttar tölur o.s.frv.

 

5.3 Vinningsfjárhæðin ræðst af fjölda réttra talna samkvæmt útdrætti og þeirri fjárhæð sem greidd er fyrir þátttöku samkvæmt eftirfarandi töflu.

 

Fjöldi talna sem þátttakandi velur

(frá einni upp í sex)

Réttar tölur þátttakanda

samkvæmt útdrætti

Vinningsfjárhæðir á leik

6

6

10.000 sinnum spilafjárhæð

 

5

100 sinnum spilafjárhæð

 

4

2 sinnum spilafjárhæð

 

0

Röðin endurgreidd

5

5

1.000 sinnum spilafjárhæð

 

4

20 sinnum spilafjárhæð

 

3

2 sinnum spilafjárhæð

4

4

90 sinnum spilafjárhæð

 

3

3 sinnum spilafjárhæð

3

3

20 sinnum spilafjárhæð

 

2

2 sinnum spilafjárhæð

2

2

8 sinnum spilafjárhæð

1

1

1,7 sinnum spilafjárhæð

 

6. gr.

Greiðsla vinninga.

6.1 Þátttökukvittunum með vinningstölum ber að framvísa til söluaðila. Þar til nafnritun á sér stað aftan á þátttökukvittun er litið á handhafa hennar sem eiganda. Þegar nafnritun hefur átt sér stað skal litið á þann sem réttan eiganda og rétthafa til vinnings. Hafi fleiri en eitt verið skráð á bakhlið þátttökukvittunar, þurfa þeir að kvitta fyrir vinningi eða gefa umboð til móttöku hans.

 

6.2 Vinningar, sem ekki nema kr. 15.000,-, skulu greiddir hjá söluaðila frá fyrsta virkum degi eftir útdrátt.

Vinningar, sem nema kr. 15.000,- eða meira, skulu greiddir frá aðalskrifstofu Íslenskrar getspár innan tveggja vikna frá því þátttökukvittun er framvísað til söluaðila eða aðalskrifstofu. Heimilt er að drags greiðslu vinninga, sem nema kr. 50.000,- eða meira, til þess tíma að kærufrestur samkvæmt 8. gr. tl. 8.1 er liðinn eða kærur hafa verið úrskurðaðar, hafi kæra borist. Þegar um vinning að fjárhæð kr. 15.000,- eða meira er að ræða skal vinningshafi framvísa þátttökukvittun sinni ásamt útfylltu útborgunareyðublaði, sem söluaðili lætur honum í té, til einhvers söluaðila eða aðalskrifstofu. Skal harm fá í hendur kvittað eintak útborgunareyðublaðsins til staðfestingar á afhendingu greiðslu vinningsins um leið og gengið hefur verið úr skugga um að leikreglum hafi verið fylgt. Vextir reiknast ekki á vinninga.

 

6.3 Vinninga skal vitja innan eins árs frá útdráttardegi ella fellur niður réttur vinningshafa til hans.

 

7. gr.

Form þátttökukvittunar.

7.1 Þátttökukvittun er því aðeins gild, að notað sé þar til gert eyðublað, sem gefið er út af Íslenskri getspá, og að hún hafi verið gefin út af söluaðila viðurkenndum af stjórn félagsins með áritun úr sölukassa tengdum tölvukerfi þess. Þátttökukvittun má ekki vera árituð á framhlið, brotin eða skemmd með einhverjum hætti, þannig að hætta sé á að hún verði ekki læsileg fyrir tölvukerfi félagsins, eða fullnægi ekki kröfum þess á annan hátt. Þegar þannig er ástatt getur félagið hafnað þátttökukvittuninni.

 

8. gr.

Kærur.

8.1 Rísi ágreiningur varðandi framkvæmd þessara talnagetrauna, skal viðkomandi þátttakandi senda skriflega kæru, sem skal hafa borist aðalskrifstofu Íslenskrar getspár fyrir kl. 17 á tuttugasta og fyrsta degi frá og með útdráttardegi að telja. Úrskurðaraðili skipaður af dómsmálaráðuneytinu samkvæmt 9. gr. tl. 9.2 skal úrskurða um kæruna innan 15 daga frá því að kærufrestur rann út.

 

9. gr.

Eftirlit.

9.1 Dómsmálaráðuneytið hefur eftirlit með allri framkvæmd talnagetrauna Íslenskrar getspár.

 

9.2 Til að úrskurða kærur samkvæmt 8. gr. skipar ráðuneytið til þriggja ára í senn mann sem fullnægir skilyrðum til að vera dómari og einn varamann sem fullnægir sömu skilyrðum.

 

9.3 Eftirlit með tölvukerfi Íslenskrar getspár og útdrætti sbr. 4 gr. skal vera í höndum endurskoðunarskrifstofu sem ráðuneytið tilnefnir.

 

9.4 Kostnað við almennt eftirlit með getraunastarfseminni, eftirlit með útdrætti vinninga og meðferð kæra greiðist af Íslenskri getspá samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytisins.

 

10. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um talnagetraunir, nr. 26 2. maí 1986, öðlast þegar gildi.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 28. september 1995.

 

Þorsteinn Pálsson.

Jón Thors.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica