Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

472/1995

Reglugerð um breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 136 3. mars 1995. - Brottfallin

Reglugerð um breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna o.fl. í innanlandsflutningum og við flutning innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 136 3. mars 1995.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Ökutæki sem fellur undir ákvæði reglna samkvæmt reglugerð þessari og er eingöngu í innanlandsflutningum skal svo fljótt sem unnt er, þó ekki síðar en 15. nóvember 1995, búið ökurita samkvæmt reglum þessum. Þó er nægilegt að ökuriti sem notaður er sem gjaldmælir fyrir þungaskatt fái viðurkenningu fyrir reglur um aksturs- og hvíldartíma fyrir 15. janúar 1996. Þar til ökutæki sem ákvæði þetta nær til hefur verið búið ökurita samkvæmt reglum þessum skal ökumaður skrá aksturs- og hvíldartíma í akstursbók sem ávallt skal vera í ökutækinu. Ráðuneytið getur kveðið nánar á um hvenær ökutækið skuli búið ökurita eftir því hvar á landinu það er notað.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 6. mgr. 44. gr., 60. gr. og 67. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. águst 1995.
F. h. r.
Ólafur W. Stefánsson.
Högni S. Kristjánsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica