Fara beint í efnið

Prentað þann 16. apríl 2024

Breytingareglugerð

338/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um starfsháttu örorkunefndar nr. 335 16. ágúst 1993 með síðari breytingum.

1. gr.

6. gr., sbr. reglugerð nr. 19 4. janúar 1996, orðist svo:
Gjald fyrir álit samkvæmt 1. gr. greiðist í ríkissjóð og skal vera sem hér segir:

1. Gjald fyrir mat á afleiðingum slyss fyrir 1. maí 1999, kr. 100.000.
2. Gjald fyrir mat á afleiðingum slyss eftir 1. maí 1999 í tilvikum þar sem aðilar eru sammála um að leggja matsbeiðni fyrir örorkunefnd án undanfarandi mats annarra, kr. 100.000.
3. Gjald fyrir mat á afleiðingum slyss eftir 1. maí 1999, þar sem óskað er endurskoðunar á mati sem aðrir hafa framkvæmt, kr. 180.000.
4. Gjald fyrir mat í kjölfar beiðni um endurupptöku máls, kr. 60.000.

Greiðsla skal fylgja beiðni um mat samkvæmt 1. – 4. tl. Sé beiðni um mat vísað frá skal endurgreiða þeim sem beðið hefur um mat.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 10 gr. skaðabótalaga nr. 50 19. maí 1993, sbr. lög nr. 37/1999, öðlast gildi 1. apríl 2005.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 29. mars 2005.

Björn Bjarnason.

Þorsteinn Geirsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.