Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

386/1992

Reglugerð um gerð og búnað ökutækja. - Brottfallin

Felld brott með:

386/1992

REGLUGERÐ

um gerð og búnað ökutækja.

Viðauki um hópbifreiðir.


Ákvæði reglugerðar þessarar gilda um hópbifreiðir og koma til viðbótar ákvæðum í reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 655 28. desember 1989, með síðari breytingum.


1. gr.

Flokkun ökutækja og skilgreiningar.


Flokkar hópbifreiða:

Flokkun hópbifreiða í undirflokk Ieða II ræðst of leyfðri heildarþyngd.

Nánari aðgreining undirflokka hópbifreiða í A eða B ræðst of úrfærslu yfirbyggingar með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar.

Hópbifreið IA:

Bifreið með leyfða heildarþyngd 5000 kg eða minna ætluð til að flytja fólk í sætum og stæðum.

Hópbifreið IB:

Bifreið með leyfða heildarþyngd 5000 kg eða minna, ætluð til að flytja fólk eingöngu í sætum.

Hópbifreið IIA:

Bifreið með leyfða heildarþyngd yfir 5000 kg ætluð til að flytja fólk í sætum og stæðum.

Hópbifreið IIB:

Bifreið með leyfða heildarþyngd yfir 5000 kg, ætluð til að flytja fólk eingöngu í sætum.

Fullnægjandi er að hópbifreið fyrir 16 farþega eða færri, en með leyfða heildarþyngd yfir 5000 kg, uppfylli við skráningu aðeins þær kröfur sem gerðar eru um búnað hópbifreiðar I.

Liðvagn:

Hópbifreið sem hefur tvö sérstök farþegarými. Þessir hlutar geta sveiflast og snúist um liðinn sem tengir þá saman, en farþegar geta engu að síður gengið óhindrað á milli vagnhluta.

Aðaldyr:

Dyr sem farþegar nota við venjulegar aðstæður til þess að fara inn í bifreið eða úr. Aðaldyr geta verið einbreiðar eða tvíbreiðar.

Neyðarútgangur:

Útgangur sem ætlaður er til að rýma ökutækið ef aðaldyr eru ekki nothæfar eða rýming um þær verður ekki nógu hröð. Neyðarútgangur getur verið:

a. Neyðardyr: Dyr sem auk aðaldyra eru ætlaðar fyrir farþegar til að fara út um í neyð.

b. Neyðargluggi: Gluggi sem gerir farþegum kleift að komast út í neyð.

c. Neyðarlúga: Þaklúga ætluð fyrir farþega til að fara út um í neyð.

Gólf:

Sá hluti yfirbyggingar sem myndar burðarflöt fyrir standandi farþega, sætisfestingar og fætur farþega og ökumanns.

Gangur:

Gangur er það rými sem veitir farþegum aðgang að hvaða sæti eða sætaröð sem vera skal

og/eða aðaldyrum. Þrep og svæði framan við sæti, sem nær 300 mm fram fyrir fremstu brún þess og svæði sem eingöngu er notað til að komast í sæti, telst ekki gangur.

Svæði ökumanns:

Svæði sem ökumanni e.r einum ætlað. Innan þess er stýrishjól og önnur stjórntæki, mælar og annar búnaður sem er nauðsynlegur við akstur ökutækisins.


2. gr.

Meginreglur.

Engin viðbótarákvæði.

3. gr.

Viðurkenning skráningarskyldra ökutækja.


1 SMÍÐI YFIRBYGGINGAR

1.1 Áður en smíði er hafin á yfirbyggingu sérsmíðaðrar hópbifreiðar skal Bifreiða-skoðun samþykkja umsókn þar að lútandi.

1.1.1 Með umsókninni skal fylgja málsett teikning of bifreiðinni í mælikvarðanum 1:20 eða 1:25, í hliðar- og ofanvarpí, sem sýnir skipan farþegasvæðis (sbr. 8. gr. 1ið 2), stærð og staðsetningu farangursgeymsla og fyrirkomulag og stærð útganga. Teikning of hópbifreið sem smíðuð er hér á landi skal undirrituð of bifreiðasmíða-meistara eða öðrum með a.m.k sambærilega menntun í bifreiðasmíði og er hann ábyrgur fyrir því að yfirbyggingin sé smíðuð samkv. teikningunni.

1.1.2 Til biðbótar þeim gögnum sem nefnd eru undir 1ið 1.1.1. skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar:

a. Hver er eigandi bifreiðarinnar.

b. Hver hannaði og teiknaði yfirbygginguna.

c. Gerð og framleiðsluár undirvagns.

d. Gerð og gildleiki efnis í yfirbyggingu.

e. Fyrirkomulag loftræstibúnaðar.

f. Fyrirkomulag móðueyðingar of rúðum.

g. Áætluð eiginþyngd og dreifing hennar á ása bifreiðarinnar.

h. Leyfð heildarþyngd bifreiðarinnar og mesta leyfð þyngd á ása.

i. Áætluð þyngd fullhlaðinnar bifreiðar og dreifing þeirrar þyngdar á ása.

2 SKRANINGARVIÐURKENNING

2.1 Þegar hópbifreið er skráð skulu liggja fyrir hjá bifreiðaskoðun gögn samkv. 1ið 1. l.1, auk þeirra gagna sem talin eru upp í 3. gr. aðalreglugerðar um gerð og búnað ökutækja.


4. gr.

Áletranir og merki.


1 GERÐ SKILTA

1.1 Hæfilega mörg skilti með textanum "reykingar bannaðar" og "ónáðíð ekki ökumann" skulu vera þar sem víð á.

1.2 Ennfremur skal eftirfarandi gilda um önnur skilti:

Litur texta* Litur

Skilti /tákna grunnflatar StaðsetningSlökkvitæki Hvítur/stálgrár Rauður Á áberandi stað hjá

tækinuSjúkrakassi Hvítur/stálgrár Grænn Á áberandi stað hjá

kassanumNeyðarútgangur Rauður Hvítur/stálgrár Við neyðardyr, -glugga

og-lúgurNeyðaropnunaraðferð** Rauður Hvítur/stálgrár Hjáneyðaropnúnar-

búnaðiGangið ekki yfir akbrautina Svartur Hvítur/stálgrár Við útgöngudyr

fyrr en bifreiðin er farm hópbifreiðar IA og IIAÖnnur skilti Svartur Hvítur/stálgrár* Texti á skiltum skal vera á íslensku en má auk þess vera á erlendu máli.

. ** Þetta skilti, sem segir til um opnunaraðferð, skal vera hjá neyðaropnunarbúnaði aðaldyra og neyðarútganga.

1.3 Texti á skiltum skal vera greinilegur og hæð bókstafa a.m.k 5 mm. Tákn skulu vera a.m.k. 70 mm á kant.

2 ÁLETRUN UM FARÞEGAFJÖLDA

2.1 Fyrir ofan fremstu aðaldyr skal vera hvítt eða stálgrátt skilti með svartri áletrun sem gefur greinilega til kynna mesta leyfða farþegafjölda og skiptingu hans í sæti og stæði. Á skiltinu skal einnig koma fram skráningarnúmer bifreiðar.


5. gr.

Stýrisbúnaður.


1 ÁKVÆÐI UM LIÐVAGNA

1.1 Tengiliður, svo og tengislöngur og kaplar á milli vagnhluta, skal vera aðgengilegur til eftirlits.

1.2 Að innan skal liðhlutinn þannig gerður að engin hætta sé á að farþegar eða farangur skaddist, hver sem afstaða verður á milli vagnhluta.


6. gr.

Hemlabúnaður.


1 LÆSIVÖRN

1.1 Hópbifreið IIB sem er yfir 12000 kg of leyfðri heildarþyngd skal búin hemlum með læsivörn (ABS).

1.1.1 Gildistaka: Ákvæðið gildir um bifreiðir sem fluttar eru til landsins eftir 1. janúar 1994. Bifreið sem áður hefur verið skráð erlendis og ekki er búin hemlum með læsivörn má þó flytja til landsins til 1. janúar 1998.

2 ÞRÝSTILOFTSHEMLAR

2.1 Hjálparbúnaður (til að opna hurð o.þ.h.) má því aðeins fá afl frá hemlakerfi að notkun hans eða bilun í honum geti ekki valdið því að þrýstingur til hemlunar verði minni en 65% of viðmiðunarþrýstingi.


7. gr.

Ljósker og glitaugu.


1 ÚTILJÓS

1.1 Ef upplýstur skiltakassi er fyrir tölur og bókstafi skal litur ljóss í honum ekki vera grænn, rauður eða blár.

2 INNILJÓS

2.1 Yfir farmiðabúnaði skal vera ljósker sem kveikt er á sjálfkrafa með dyrarofa eða handvirkt með eigin rofa.

2.2 Við dyr á hópbifreið IA og II skal vera ljósker sem lýsir upp dyraþrepin þegar með þarf.

2.3 Í hópbifreið IA og IIA skal vera sérstakt ljósmerki sem farþegar kveikja með þrýstihnappi, snúru, snertilista eða öðrum búnaði óski þeir að fara út. farþegar skulu geta séð ljósmerkið auðveldlega en það má ekki valda ökumanni óþægind-um. Hjá ökumanni skal vera gaumljós sem logar um 1eíð og umrætt ljósmerki. Hljóðgjafí má tengjast ljósmerkinu.


8. gr.

Aðbúnaður ökumanns og farþega.


1 FARÞEGAFJÖLDI

1.1 Heildarfjöldi farþega er reiknaður samkv. eftirfarandi jöfnu:

N = A + S1PT-75-PV-100V-75VX

0,125 Q

N: Reiknaður farþegafjöldi.

A: Fjöldi farþegasæta (samkv. 1ið 3).

S1: Heildarflötur fyrir standandi farþega (m2).

PT: Leyfð heildarþyngd (kg).

PV: Eiginþyngd (kg).

V: Heildar farangursrými í (m').

VX: Heildarflötur fyrir farangur á þaki (m2).

Q: Þyngd hvers farþega (kg).

Gildi á Q eru sem hér segir:

Q (kg)

IA 6g

IB 71*

IIA 68

IIB 71*

*Að meðtöldum handfarangri

2 FARÞEGASVÆÐI

2.1 Heildarflötur fyrir farþega fæst með því að drags eftirtalin svæði frá heildargólf-fleti:

a. Svæði ökumanns.

b. Svæði fyrir þrep við dyr og flatarmál sérhvers þreps sem er grynnra en 300 mm.

c. Svæði þar sem hæð ofan við gólf er minni en 1350 mm.

d. Svæði í liðhluta liðvagns þar sem handrið og/eða þil hindra aðgang.

2.2 Heildarflötur S1 fyrir standandi farþega í hópbifreið IA og IIA fæst með því að drags eftirtalin svæði frá heildarfleti fyrir farþega.

a. Hallandi gólfflöt sem ekki er hluti of gangi þar sem gólfhallinn er yfir 6% (3,4°) ogyfir8%(4,6°)aftanviðhugsaðlóðréttþverplansemerl,5mframanvið afturás.

Með gólfhalla er átt við hallann frá láréttu plani mælt í %.

b. Svæði þar sem hæð ofan við gólf er minni en 1900 mm og svæði ofan og aftan við afturás þar sem hæðin ofan við gólf er minni en 1800 mm.

c. Svæði framan við hugsað lóðrétt plan sem gengur gegnum miðja setu á ökumannssæti í öftustu stöðu þvert yfir að hægri hlið bifreiðar.

3 FARÞEGASÆTI

3.1 Á farþegasæti sem ekki snýr þvert á lengdarás bifreiðar skulu vera armar (þil) báðum megin við hvern farþega í stöku sæti en báðum megin við hverja tvo farþega í sætisröð.

Minnstu mál sæta mælt frá lóðréttu plani samsíða lengdarási gegnum miðju sætis skulu vera sem hér segir:

Hópbifreið

I og IIA IIB

(mm) (mm)

Breidd setu (F á mynd 8.1) til hvorrar handar

(mm) 200 215Dýpt setu mæld í lóðrétta planinu gegnum 350 400

sætismiðjuBreiddarrými (G ámynd 8.1) mælt til beggja

Stök sæti handa í láréttu plani meðfram sætisbaki 270-650 250* 250

mm yfir álagslausri setu.Breiddarrými (G á mynd 8.1) fyrir hvern farþega

Sætaröð mælt til beggja handa í áréttu plani meðfram 225** 225

sætisbaki 270-650 mm yfir álagslausri setu.* Fyrir hópbifreið IB 225 mm.

* * Fyrir 4 sæti í öftustu sætaröð skal heildarbreiddarrými nema a.m. k. 1650 mm.

STAKT SÆTI SÆTARÖÐ

Mynd 8.1

Hæð setu: Lóðrétt hæð frá gólfi framan við sæti að láréttu plani sem snertir efsta punkt á álagslausri setu (I á mynd 8.2) skal vera milli 400 og 500 mm en má fara niður í 350 mm við hjólskálar.mynd 8.2

Hópbifreið
H (mm) lágm.
I (mm)
I
650
400........500

350 við

hjólskál

IIA
650
IIB
650

3.2 Bil milli sæta: Öll mál miðast við lóðrétt (lengdar-) plan sem gengur gegnum miðju hvers sætis og miðast við álagslausa setu og upprétt sætisbök.

3.2.1 Þegar sæti snúa í sömu átt skal lárétta fjarlægðin frá sætisbaki að bakhlið næsta sætist fyrir framan (H á mynd 8.2), í hvaða hæð sem vera skal frá hæsta punkti setu upp í 620 mm yfir gólfi, ekki vera minni en:

Hópbifreið I 650 mm Hópbifreið IIA 650 mm Hópbifreið IIB 680 mm

3.2.2 Þegar sætin snúa hvort á móti öðru skal lárétta fjarlægðin milli sætisbaka í hæsta punkti setu ekki vera minni en 1300 mm (sjá mynd 8.2).

3.2.3 Þar sem sæti snýr að þili skal vera a.m.k. 280 mm bil framan við lóðrétt þverplan sem snertir setuna að framanverðu. Frá gólfi og 100 mm upp skal bilið vera a.m.k. 350 mm (sjá mynd 8.3).


mynd 8.3

3.3 Frjáls hæð yfir hverju sæti frá hæsta punkti álagslausrar setu skal vera a.m.k. 900 mm og yfir gólfinu framan við sæti skal frjálsa hæðin vera a.m.k. 1350 mm. Heimilt er að frjáls hæð skerðist of inndreginni hlið, loft- eða lagnastokkum að ofan- eða neðanverðu, sætisbökum og hjólskálum.

4 SVÆÐI ÖKUMANNS

4.1 Svæði ökumanns skal þannig gert að hvers konar speglun trufli útsýni hans sem minnst.

4.2 Mælum og stjórntækjum skal þannig valinn staður, að ökumaður þurfi ekki að færa sig að ráði til við aflestur og/eða notkun þeirra.

4.3 Á ökumannsstól skulu vera aðgengileg handföng til að stilla hæð frá gólfi og fjarlægð frá stýri. Ekki skal gera kröfu um hæðarstillingu á ökumannsstól í hópbifreið I.

4.4 Verja skal ökumann fyrir farangri sem runnið gæti til, t.d. við hemlun.

5 VÖRN FYRIR FARÞEGA

5.1 Framan við sæti eða stæði sem er aftan við dyr, pall eða svæði ökumanns í hópbifreið II skal vera vörn. Vörnin skal ná a.m.k. 100 mm inn fyrir miðlínu setu í því sæti sem er nær ganginum. Í hópbifreið með hreyfli að framanverðu má víkja frá þessu máli svo að auðveldara sé að komast í ökumannssætið, þó skal vörnin ná a.m.k. 50 mm inn fyrir miðlínu ökumannssætis. Vörnin skal vera a.m.k. 800 mm há mælt frá gólffletinum framan við farþegasæti. Efri brún á sætisbökum og brúnir á stöðveggjum skulu vera þannig gerðar að sem minnst hætta sé á meiðslum við umferðaróhapp.

5.2 Staðsetning eða gerð búnaðar í fólksrými skal vera þannig að sem minnst hætta sé á meiðslum við umferðaróhapp.

6 HANDSLÁR OG HANDFÖNG

6.1 Almennar kröfur.

6.1.1 Handslár og handföng skulu vera nægjanlega sterk. Þau skulu þannig gerð og fyrir komið að ekki valdi hættu fyrir farþega.

6.1.2 Handslár og handföng skulu þannig gerð að auðvelt sé að festa hönd á þeim. Þvermál þeirra skal vera milli 20 og 45 mm. Minnsta þvermál þeirra má vera 15 mm ef annað þvermál á sama þversniði er a.m.k. 25 mm.

6.1.3 Bilið frá handslá eða handfangi að fletinum sem þau festast á skal vera a.m.k. 40 mm. Á hurðum má bilið þó fara niður í 35 mm.

6.2 Handslár og handföng fyrir hópbifreið IA og IIA.

6.2.1 Handslár og handföng skulu vera nægjanlega mörg og í seilingarfjarlægð farþega hvar sem hann er á svæði fyrir standandi farþega (sbr. 1ið 2.2).

6.2.2 Á svæðum fyrir standandi farþega þar sem ekki eru sæti með veggjum skulu vera láréttar handslár samsíða veggnum frá 800 mm til 1500 mm yfir gólfi.

Á öðrum svæðum skulu handslár vera frá 800-1900 mm yfir gólfi og einnig aðrir gripstaðir frá 800-1500 mm yfir gólfi.

6.2.3 Beggja vegna dyraops skulu vera handslár. Á tvíbreiðum dyrum má mæta þessari kröfu með einni stoð eða handslá í miðju.

6.3 Hleri í gólfi.

6.3.1 Hleri í gólfi skal þannig gerður og festur að ekki sé hætta á að hann losni við titring. Enginn hluti læsi- eða lyftibúnaðar má standa upp fyrir gólfflöt.


9. gr.

Útsýn.


1 SPEGLAR

1.1 Útispeglar.

1.1.1 Útispegill hægra megin á hópbifreið II skal vera rafhitaður með a.m.k. 5 W á hverja 100 cm2 spegilsins.

1.1.2 Stærð spegilflatar skal vera a.m.k. 300 cm2 á flötum spegli og a.m.k. 200 cm2 á kúptum spegli. 1.1.3 Útispegill á hægri hlið skal sýna aftari og/eða öftustu aðaldyr í fullri hæð. Ef nauðsyn krefur skal nota stærri spegil eða bæta öðrum við.

1.2 Innispeglar.

1.2.1 Við aðaldyr hópbifreiðar IA og IIA og fremri (fremstu) aðaldyr á hópbifreið IIB sem ökumaður hefur ekki beina sjónlínu til skal vera innispegill. Í speglinum skal sjást neðri hluti dyra og inngangur.

1.2.2 Fyrir ökumann skal vera baksýnisspegill sem sýnir bifreiðina að innanverðu og spegla yfir útgöngudyrum. Sjónlínan á milli baksýnisspegils fram í og útgöngu-spegla aftur í skal vera órofin, t.d. of standandi farþegum.

2 MÓÐUEYÐING

2.1 Búnaður til þess að eyða móðu skal vera fær um að halda framrúðu og fremstu hliðarrúðum móðulausum í sjónsviðinu.


10. gr.

Loftræsting, upphitun.


1 LOFTRÆSTING

1.1 Íhópbifreið IIB skal vera loftræstikerfi sem sér fólksrými fyrir nægjanlegri loftræstingu þótt bifreið sé kyrrstæð. Dreifing loftsins skal vera sem jöfnust um alla lengd vagnsins.

1.1.1 Loftskipti skulu nást þrátt fyrir lokaðar þaklúgur, glugga og dyr.

1.1.2 Sé loftið tekið inn í bifreiðina að framanverðu skal neðri brún loftinntaks vera a.m.k. 1,0 m yfir akbraut.

2 UPPHITUN

2.1 Upphitunarkerfi skal vera nógu öflugt til að jafn og eðlilegur hiti náist í öllum vagninum í akstri enda þótt kalt sé úti.

Hita umhverfis ökumann skal vera hægt að stilla sérstaklega.

2.2 Miðstöð sem brennir eldsneyti skal klædd eldverjandi efni og svo tryggilega frá henni gengið sem framast er unnt.


11. gr.

Inn- og útgangur, læsingar.


1 FJÖLDI ÚTGANGA

1.1 Lágmarksfjöldi aðaldyra á hópbifreið IA og IIA skal vera sem hér segir:Fjöldi leyfðra farþega Fjöldi aðaldyra

20 1

21 < 60 2

> 60 3Tvíbreiðar aðaldyr má telja sem tvennar dyr

1.2 Á hópbifreið IB og IIB skulu vera a.m.k. tvennar dyr, annaðhvort einar aðaldyr og einar neyðardyr eða tvennar aðaldyr. Á hópbifreið IIB sem gerð er fyrir fleiri en 45 farþega skulu þó vera a.m.k. tvennar aðaldyr.

1.3 Lágmarksfjöldi neyðarútganga skal vera slíkur að heildarfjöldi útganga verði sem hér segir:

Fjöldi leyfðra farþega Fjöldi útganga 9-16 3 17-22 4 23-35 5 > 35 6

1.4 Þegar reiknaður er lágmarksfjöldi útganga fyrir liðvagn skal telja hvorn hluta liðvagns sjálfstætt ökutæki.

2. STAÐSETNING ÚTGANGA

2.1 Aðaldyr skulu vera á hægri hlið hópbifreiðar. Á fremra helmingi hennar skulu vera a.m.k. einar dyr. Dyr mega vera aftan á hópbifreið ef þær eru ekki aðaldyr.

2.2 Útgöngum skal þannig fyrir komið að þeir séu því sem næst jafnmargir á báðum hliðum. Að minnsta kosti einn neyðarútgangur skal vera framan eða aftan á hópbifreið eða neyðarlúga. Hvor hluti liðvagns telst vera sjálfstætt ökutæki en gangurinn á milli telst ekki vera útgangur.

Ef neyðarlúgur skulu vera til viðbótar við aðra neyðarútganga skal lágmarksfjöldi lúga vera sem hér segir:

Fjöldi leyfðra farþega Fjöldi lúga50 1

> 50 22.3 Útgangur á sömu hlið skulu vera með hæfilegu millibili. 2.4 Neyðarlúgur skal staðsetja sem hér segir:

Ef aðeins er ein neyðarlúga skal hún vera um miðbik þaksins. Ef lúgurnar eru tvær skulu vera a.m.k. 2 m á milli þeirra, mælt samsíða lengdarási bifreiðarinnar.

3 MÁLSETNING ÚTGANGA

3.1 Útgangar skulu hafa eftirfarandi lágmarksmál:

Hópbifreið

Gerðútgangs Vídd IB IA/IIA IIBHæð (mm) 1400 1800 1650

Aðaldyr Breidd (mm) einbreiðar dyr 650

tvíbreiðar dyr 1200Hæð (mm) 1250

Neyðardyr Breidd (mm) 550Neyðargluggi Flatarmál (m2) 0,4Neyðarlúga Flatarmál (m2) 0,43.1.1 Til viðbótar ákvæðum sem fram koma í töflu við 1ið 3.1 gildir: Aðaldyr mega vera allt að 100 mm mjórri í hæð handsláa. Í hópbifreið IB mega dyr vera allt að 250 mm mjórri við hjólskálar og fjarstýrðan opnunarbúnað.

Op neyðarglugga og neyðarlúgu skulu vera þannig löguð að í gegnum þau komist rétthyrningur sem er 500 mm hár og 700 mm breiður.

4 GERÐ ÚTGANGA

4.1 Aðaldyr.

4.1.1 Stjórnbúnaður fyrir fjarstýrðar aðaldyr skal vera nálægt ökumanni.

4.1.2 Á innanverðum hurðum má ekki vera búnaður sem ætlaður er til þess að loka of stigaþrep þegar dyrnar eru lokaðar.

4.2 Neyðardyr.

4.2.1 Neyðardyr sem hægt er að hafa læstar utan frá skal alltaf vera auðvelt að opna innan frá.

4.2.2 Dyr með afllokun skal ekki telja neyðarútgang nema hægt sé að opna þær rakleitt með handafli þegar stjórnbúnaður sem fyrirmæli eru um í 1ið 4.1.1 hefur verið settur í rétta stöðu fyrir neyðaropnun. Ekki skal vera rennihurð fyrir neyðardyr-um.

4.2.3 Handföng að utanverðu skulu ekki vera ofar en 1800 mm yfir akbraut miðað við óhlaðna bifreið.

4.2.4 Lamir á neyðardyrum skulu vera að framanverðu.

4.2.5 Neyðardyr skulu opnast út og vera þannig hannaðar að lítil hætta sé á að þær festist jafnvel þótt yfirbygging aflagist við umferðaróhapp.

4.2.6 Ef ekki er greiður aðgangur að ökumannsdyrum skulu þær ekki teljast neyðardyr.

4.2.7 Á neyðardyrum á hópbifreið II sem ekki sjást auðveldlega úr sæti ökumanns skal vera búnaður sem varar ökumann við ef dyrnar eru ekki tryggilega lokaðar. Viðvörunarbúnaðurinn skal stjórnast of læsingunni sjálfri en ekki of hreyfingu hurðarinnar.

4.3 Neyðargluggar.

4.3.1 Í neyðarglugga skal vera auðbrjótanlegt öryggisgler. Ekki skal samt gera kröfu um slíkt gler ef neyðargluggi er með fullnægjandi losunarbúnaði sem gerir kleift að opna gluggann viðstöðulaust innan frá.

4.4 Neyðarlúgur.

4.4.1 Neyðarlúga skal þannig gerð að hún hindri ekki greiðan aðgang innan úr bifreiðinni. Neyðarlúgur sem hægt er að læsa utan frá skal alltaf vera auðvelt að opna innan frá.

5 INNRI GERÐ

5.1 Aðkoma að aðaldyrum.

5.1.1 Frá aðaldyrum að gangi skal vera autt rými sem hefur a.m.k. sömu hæð og aðaldyr, sbr. 1ið 3.1. Frá dyraþrepi/gólfi og upp í 700 mm hæð skal breiddarrýmið vera a.m.k. 400 mm og a.m.k. 550 mm á bilinu 700 mm og upp í 1550 mm hæð yfir dyraþrepi/gólfi.

5.2 Aðkoma að neyðardyrum og neyðargluggum.

5.2.1 Aðkoma að neyðardyrum og neyðargluggum skal vera greið og hindrunarlaus. Ef sæti eru við neyðardyr eða glugga skal vera hægt að víkja sætinu til svo aðkoma að þeim verði eins og til er ætlast.

5.3 Aðkoma að neyðarlúgum.

5.3.1 Neyðarlúgur skulu vera yfir sætum eða öðru sem veitir aðgang að þeim.

5.4 Gangur.

5.4.1 Gangur skal vera greiður og hindrunarlaus. Lágmarksbreidd á gangi hópbifreiðar skal vera:

Hópbifreið Frá gólfi að 1400 mm hæð Frá 1400 mm að 1800 mm hæðIA og IIA 450 550IIB 300 450Hópbifreið Frá gólfi að 1200 mm hæð Frá 1200 mm að 1450 mm hæð

IB 250 4505.4.2 Í hópbifreið IA og IIA má gangurinn vera 400 mm breiður hvar sem er á ganginum aftan við lóðrétt þverplan 1500 mm framan við miðlínu afturáss og við aftari brún öftustu aðaldyra.

5.4.3 Í hópbifreið IB og IIB geta sætin annars vegar eða beggja vegna við ganginn verið færanleg til hliðar og má þá breidd gangsins vera 220 mm. Með aðgengilegum stjórnbúnaði skal þá vera auðvelt að færa sætin og auka breidd gangsins í 300 mm.

5.4.4 Í hópbifreið IB með þrjár sætaraðir eða færri aftan við ökumannsstól er heimilt að hafa einn eða tvo fellistóla sem takmarka breidd gangs með sætið í niðurfelldri stöðu.

5.4.5 Lágmarkshæð á gangi skal vera:

Hópbifreið

IA/IIA/IIB IB

1900mm* 1400mm

* Tveggja hæða hópbifreið 1800 mm.

5.4.6 Lofthæð í ganginum má vera um 100 mm lægri hvar sem er aftan við lóðrétt þverplan 1500 mm framan við miðlínu afturáss og við aftari brún öftustu aðaldyra.

5.5 Stigaþrep við aðaldyr.

5.5.1 Mesta hæð og minnsta dýpt stigaþrepa að lyftiþrepi undanskildu skal vera eins og tilgreint er í eftirfarandi töflu og með tilvísun í meðfylgjandi mynd:

Tilvísun í Hópbifreið

mynd IB IA-IIA IIBHæð yfir akbraut mm A hám. 400 360 400

Fyrsta Dýpt (mm) B lágm. 200 200

þrep C hám. 100 100Næstu hæð (mm) D hám. 250* 350

þrep Dýpt (mm) E lágm. 200 200* Ef dyr eru aftan við aftasta ás skal leyfa 300 mm hæð við þær.

Mynd 11.15.5.2 Þrep við aðaldyr skulu vera a.m.k. 400 mm breið. 5.6 Lyftiþrep við dyr.

5.6.1 Hreyfing lyftiþrepa skal vera samstillt hreyfingu viðkomandi aðaldyra eða neyðar-dyra.

5.6.2 Þegar dyr eru lokaðar skal enginn hluti lyftiþreps skaga meira en 10 mm út fyrir aðlæga línu yfirbyggingar.

5.6.3 Þegar dyr eru opnar og lyftiþrep útdregið skal stærð yfirborðsflatar þess vera samkv. kröfum í 1ið 5.5

5.6.4 Ekki skal vera mögulegt að lyftiþrep dragist út þegar bifreið er í akstri. Bili búnaðurinn sem hreyfir þrepið skal það dragast upp og stöðvast þar. Bilað þrep skal ekki geta hindrað hreyfingu hurðarinnar.


12. gr.

Hraðamælir.

Engin viðbótarákvæði.13. gr.

Hljóðmerki.

Engin viðbótarákvæði.

14. gr.

Grind, burðarvirki og höggvarar.

Engin viðbótarákvæði.

15. gr.

Fjöðrun, höggdeyfar og ásar.

Engin viðbótarákvæði.

16. gr.

Hjól, hjólbarðar, naglar og keðjur.

Engin viðbótarákvæði.

17. gr.

Hjólhlífar.

Engin viðbótarákvæði.

18. gr.

Þjófnaðarvörn.

Engin viðbótarákvæði.

19. gr.

Hreyfill.


1 HREYFILRÝMI

1.1 Í hreyfilrými skal ekki nota einangrunar- eða klæðningarefni sem hætta er á að mettist of eldsneyti eða smurolíu nema efnið sé varið með vökvaþéttu lagi.

1.2 Hreyfilrými skal þannig hannað að hvergi sé hætta á að eldsneyti eða smurolía geti safnast fyrir.

1.3 Hvar sem hætta getur stafað of hita skal hættusvæðið varið með óeldfimu hitaeinangrandi efni.


20. gr.

Eldsneytiskerfi.


1 ELDSNEYTISGEYMIR

1.1 Eldsneytisgeymar skulu tryggilega festir og þeim valinn staður þannig að þeir séu sem best varðir í hugsanlegum árekstri. Enginn hluti eldsneytisgeymis má ná framar en 600 mm frá framenda bifreiðar.

1.2 Enginn hluti eldsneytisgeymis, þ.m.t. áfyllingarstútur og lok, má skaga út fyrir útlínu yfirbyggingar.

1.3 Eldsneytisgeymar skulu gerðir úr tæringarvörðu efni.

1.4 Á eldsneytisgeymi skal vera búnaður sem sér um að þrýstingur í honum fari ekki yfir vinnuþrýsting. Búnaðurinn skal þannig gerður að of honum stafi ekki eldhætta.

2 FÆÐIKERFI ELDSNEYTIS

2.1 Enginn hluti eldsneytiskerfis má vera í fólksrými.

2.2 Eldsneytisleiðslum og öðrum hlutum fæðikerfisins skal valinn staður þannig að sem minnst hætta sé á að hlutirnir verði fyrir hnjaski.

2.3 Vindu- eða beygjuhreyfingar og titringur burðarvirkja og hreyfils skulu hvorki valda óeðlilegu álagi á eldsneytisleiðslur né tengi sveigjanlegra lagna.

2.4 Hvergi skal vera hætta á að hugsanlegur leki frá eldsneytiskerfi safnist fyrir. Eldsneyti má ekki geta leikið á útblásturskerfi.

3 ÁFYLLINGARSTÚTUR

3.1 Áfyllingarstútur skal vera þannig staðsettur að ekki sé hætta á að eldsneyti leki niður á hreyfil eða útblásturskerfi við áfyllingu.

3.1.1 Áfyllingarstútur á hópbifreið II skal vera a.m.k. 250 mm frá dyraopi.

3.2 Eldsneyti skal hvorki leka meðfram loki á áfyllingarstúti né um öndun, jafnvel þótt geyminum sé hvolft.

3.3 Lok á áfyllingarstúti skal þannig gert að það opnist ekki of vangá.


21. gr.

Útblásturskerfi.

Engin viðbótarákvæði.

22. gr.

Mengun.


1 Innihávaði

1.1 Hljóðstyrkur umhverfis ökumann í höfuðhæð skal ekki vera meiri en 77 dB. 1.1.1 Við mælingu skal vagninum ekið tómum í hæsta gír á þurrum láréttum vegi og hreyfillinn látinn snúast 75% of mesta snúningshraða. Viftur, hjálparbúnaður o.þ.h. skal látið ganga með fullu afköstum.


23. gr.

Ratkerfi.


1 HÖFUÐROFI

1.1 Í hópbifreið skal vera höfuðrofi sem rýfur straum til allra straumrása nema til ökurita, útvarpstækis og hættuljóskera. Ökumaður skal geta stjórnað honum úr sæti sínu.

2 VÖR

2.1 Sérhver grein rafkerfis, nema greinar fyrir ræsi, kveikju, glóðarkerti, stöðvunar-búnað hreyfils, hleðslukerfi og rafgeymi, skal varin með bræðivari eða útsláttar-vari. Greinar þar sem samanlögð straumnotkun fer ekki yfir 16A má verja með sameiginlegu vari.

2.1.1 Fyrir inniljós í hópbifreið II skulu vera a.m.k. tvær greinar óháðar hvor annari. Grein fyrir inn- og útgönguljós má líta á sem aðra greinina.

3 RAFGEYMAR

3.1 Rafgeymar skulu vera tryggilega festir og auðvelt að komast að þeim.

3.1.1 Geymarými skal vera aðskilið frá fólksrými og með sjálfstæða öndun.


24. gr.

Fjarskiptatæki, útvarp og sjónvarp.

Engin viðbótarákvæði.

25. gr.

Drifbúnaður.

Engin viðbótarákvæði.

26. gr.

Tengibúnaður.

Engin viðbótarákvæði.

27. gr.

Þyngdardreifing.


1 SÆTASKIPAN

1.1 Sætaskipan skal vera þannig að með fulllestaðri bifreið verði skipting þyngdar eðlileg á ása og heildarþyngd í samræmi við burðargetu bifreiðarinnar.


28. gr.

Yfirbygging-undirakstursvörn.


1 YFIRBYGGING

1.1 Yfirbygging skal vera úr traustu og gallalausu efni og hafa fullnægjandi veltistyrk. 1.2 Yfirbygging hópbifreiðar I skal þannig gerð að hún standist álag á þak bifreiðarinn- ar sem nemur leyfðri heildarþyngd hennar án þess að aflagast verulega.

2 HURÐIR FYRIR LESTUM

2.1 Hurðir og lúgur fyrir lestum á hliðum skulu vera á lömum að ofan- eða framanverðu.


29. gr.

Breytingar á ökutækjum.


1 Áður en breyting er hafin á hópbifreið eða yfirbyggingu bifreiðar sem ætlað er að breyta í hópbifreið skal Bifreiðaskoðun samþykkja umsókn þar að lútandi. Með umsókninni skulu fylgja gögn samkv. 3. gr. liðum 1.1.1 og 1.1.2.


30. gr.

Viðgerðir.

Engin viðbótarákvæði.

31. gr.

Öryggisbúnaður.


1 ÖRYGGISBELTI

1.1 Í hópbifreið IB sem er yfir 3500 kg að leyfðri heildarþyngd og hópbifreið IIB skal ökumannssæti búið tveggja eða þriggja festu rúlluöryggisbelti. Sama gildir um önnur sæti sem veita ekki nægjanlega góða vörn með afturhluta sætisbaks beint framan við farþega.

2 SJÚKRAKASSI

2.1 Í hópbifreið I og IIA skal vera a.m.k. einn sérhannaður eða annar sambærilegur sjúkrakassi fyrir hópbifreiðir, en í hópbifreið II skulu þeir vera a.m.k. tveir. Innihald kassans skal vera að fyrirmælum landlæknis. Sjúkrakassi skal vera nálægt ökumannssæti og merktur skráningarnúmeri bifreiðarinnar.

2.1.1 Gildistaka: Frá 1. janúar 1993 gilda ákvæði liðar 2.1 einnig fyrir bifreiðir sem skráðar eru fyrir gildistöku reglugerðarinnar.

3 HAMAR

3.1 Á áberandi stað við hvern neyðarglugga með öryggisgleri, sbr.1ið 4.3. í 11. gr. , skal vera hamar ætlaður til þess að brjóta glerið í neyð. Hamarinn skal festur og innsiglaður. Annar viðurkenndur opnunarbúnaður er einnig heimill.

3.2 Á hentugum stað innan svæðis ökumanns skal komið fyrir hamri eða öxi.

4 SLÖKKVITÆKI

4.1 Í hópbifreið I og IIA skal vera a.m.k. eitt slökkvitæki. Í hópbifreið IIB skulu vera a.m.k. tvö slökkvitæki.

4.1. 1 Slökkvimáttur hvers slökkvitækis skal svara til a.m.k. 6 kg dufttækis. 4.1.2 Slökkvitæki skal vera of viðurkenndri gerð fyrir A, B og C brunaflokka. 4.2 Slökkvitæki skal komið fyrir í þeim festingum sem því er ætlað.

4.3 Á slökkvitæki skulu vera leiðbeiningar á íslensku um notkun þess.

4.4 Slökkvitæki skal vera með innan við ársgamla vottun frá viðurkenndri slökkvi-tækjaþónustu um að slökkvitækið sé í lagi.


32. gr.

Búnaður fyrir farm.

Engin viðbótarákvæði.

33. gr.

Gildistaka.


Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Ákvæði reglugerðarinnar gilda um hópbifreiðir sem skráðar verða, viðurkenndar eða teknar í notkun í fyrsta Sinn 1. mars 1993 eða síðar, nema annað sé ákveðið.

Jafnframt falls úr gildi sérreglur um stórar fólksbifreiðir í 19. gr. reglugerðar um gerð og búnað ökutækja o.fl., nr. 51 15. maí 1964. Ákvæðin gilds þó áfram um hópbifreiðir sem eru skráðar, viðurkenndar eða teknar í notkun fyrir 1. mars 1993, nema annað leiði of ákvæðum þessarar reglugerðar.

Heimilt er nú þegar að búa hópbifreiðir í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.


Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 20. október 1992.

Þorsteinn Pálsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica