Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

116/1996

Reglugerð fyrir almannavarnaráð - Brottfallin

Felld brott með:

1.gr.

            Almannavarnaráð stýrir starfsemi almannavarna, hefur með höndum heildarskipulagningu almannavarna í landinu, svo sem nánar greinir í 6. gr. laga um almannavarnir, og er til ráðuneytis um framkvæmd laga um almannavarnir. Það fer og með þau mál önnur er lög ákveða.

2.gr.

            Í almannavarnaráði eiga sæti forstjóri landhelgisgæslunnar, landlæknir, lögreglustjórinn í Reykjavík, póst- og símamálastjóri og vegamálastjóri. Dómsmálaráðherra skipar í ráðið og skipar einn ráðsmann formann ráðsins til þriggja ára í senn.

            Í forföllum formanns skal sá ráðsmanna sem lengst hefur átt sæti í almannavarnaráði gegna starfi fomanns.

3.gr.

            Landsbjörg, Rauði kross Íslands og Slysavarnafélag Íslands skulu eiga einn sameiginlegan áheyrnarfulltrúa á fundum almannavarnaráðs.

            Dómsmálaráðherra skipar áheyrarfulltrúann til tveggja ára í senn að fenginni sameiginlegri tillögu samtakanna. Áheyrarfullgrúi skal annað hvort vera forseti/formaður eða framkvæmdastjóri hlutaðeignadi samtaka. Ráherra skipar og varamann með sama hætti.

4.gr.

            Áheyrarfulltrúi skv. 3. gr. hefur málfrelsi og tillögurétt á fundum almannavarnaráðs en ekki atkvæðisrétt.

            Áheyrnarfulltrúinn skal gæta þagnarskyldu um það sem hann verður áskynja um í störfum almannavarnaráðs og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls eða samkvæmt séerstakri ákvörðun almannavarnaráðs.

            Áður en áheyrnafulltrúinn tekur til starfa skal hann undirrita þagnarheit.

5.gr.

            Þeir sem sæti eiga í almannavarnaráði skv. 1. gr. skulu tilnefna varamann er sæti tekur á fundum ráðsins í forföllum þeirra. Tilkynna skal formanni um tilnefningu varamanns.

6.gr.

            Fundi almannavarnaráðs skal halda eftir þörfum. Formaður boðar til funda.

            Almannavarnaráð getur við sérstakar aðstæður haldið fund án viðveru áheyrnarfulltrúa. Að fundi loknum skal formaður greina áheyrnafulltrúanum frá fundinum og tilefni hans.

7.gr.

            Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins skal sigja fundi almannavarnaráðs og gegna þar starfi fundaritara.

8.gr.

            Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 4. gr. laga um almannavarnir, nr. 94 29. desember 1962, sbr. lög nr. 85 2. júlí 1985, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 9. febrúar 1996.

Þorsteinn Pálsson.

Hjalti Zóphoníasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica