Dómsmálaráðuneyti

1421/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjárvörslureikninga lögmanna o.fl., nr. 1192/2005.

1. gr.

2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Fjárvörslureikning skal stofna á nafni lögmanns eða lögmannsstofu sem hefur formlega ráðstöfunarheimild yfir reikningnum. Sá sem skráður er fyrir fjárvörslureikningi skv. þessari grein er ekki eigandi innstæðu á reikningi og er innstæðan ekki hæft andlag aðfarargerða hjá honum eða grundvöllur trygginga fyrir viðskiptum hans eða annarra. Reikn­ingur þessi skal aðgreindur frá eigin fé þess sem skráður er fyrir honum og stendur innstæða reikn­ings utan skuldaraðar við skipti á búi hans.

 

2. gr.

Við 11. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður svohljóðandi: Heimilt er lögmanni sem og lög­giltum endurskoðanda að undirrita framangreindar yfirlýsingar og staðfestingar með rafrænni undir­­skrift.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 23. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, með síðari breyt­ingum og öðlast gildi 1. janúar 2021.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 17. desember 2020.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica