Dómsmálaráðuneyti

928/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðslu kostnaðar vegna prestsþjónustu við útfarir, grafartöku og árlegt viðhald legstaða, nr. 155/2005.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Kirkjugörðum eða kirkjugarðasjóði ber að greiða kostnað vegna grafartöku og árlegs viðhalds leg­staða.

Greiðsluskyldur kostnaður er eðlilegur kostnaður við grafartöku.

Kirkjugarði ber að sjá um eða greiða eðlilegan kostnað við árlegt viðhald legstaðar, svo sem hreinsun hans, hirðingu trjáa og annars gróðurs og smávægilegar lagfæringar á leiði, minnismerki eða öðru, eftir því sem nauðsyn krefur.

 

2. gr.

2. og 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

3. gr.

Í stað orðsins "útfararkostnaðar" í 1. og 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: kostnaðar.

 

4. gr.

Í stað orðsins "dóms- og kirkjumálaráðherra" í 4. gr. reglugerðarinnar kemur: dómsmála­ráðherra.

 

5. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um greiðslu kostnaðar vegna grafartöku og árlegs viðhalds legstaða.

 

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 50. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36/1993, öðlast þegar gildi.

 

Dómsmálaráðuneytinu, 7. september 2020.

 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica