Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

548/2019

Reglugerð um breytingu á reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra, nr. 289/1995 með síðari breytingum.

1. gr.

Ferðamannaleið.

Við 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýtt merki, F41.11 Ferðamannaleið, sem táknað er með eftir­farandi merki:

Umferðarmerkið F41.11 Ferðamannaleið. Merkið skal vera rétthyrndur ferhyrningur, 500 mm á breidd og 600 mm á hæð, með merki viðkomandi ferðamannaleiðar á hvítum grunni og brúnum ramma.

Merki þetta má nota til að gefa til kynna að umferð á vegi sem merkið er við fari um ferða­manna­leið sem tengir saman áhugaverða áfangastaði sem hafa sögulegt, menningarlegt eða fagur­fræði­legt gildi. Á ferðamannaleið skal vera að finna lágmarksþjónustu sem tekur mið af þörfum ferða­manna.

Merkið skal vera rétthyrndur ferhyrningur, 500 mm á breidd og 600 mm á hæð, með merki við­komandi ferðamannaleiðar á hvítum grunni og brúnum ramma.

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 79. og 84. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 6. júní 2019.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica