Dómsmálaráðuneyti

740/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar, nr. 45/2008, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "2.000.000" kemur: 3.600.000.
  2. Í stað "3.000.000" kemur: 5.400.000.
  3. Í stað "250.000" kemur: 400.000.
  4. Við málsgreinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Framangreindar fjárhæðir taka breytingum miðað við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 3. málsl. 2. mgr. 125. gr. og 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 7. gr. laga nr. 72/2012, öðlast gildi 1. ágúst 2018. Um umsóknir um gjafsókn sem borist hafa fyrir það tímamark en ekki hafa verið afgreiddar skal fara eftir reglugerð þessari.

Dómsmálaráðuneytinu, 23. júlí 2018.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica