Innanríkisráðuneyti

1264/2011

Reglugerð um veitingu leyfa til ættleiðingar.

1. gr.

Sýslumaðurinn í Reykjavík skal frá og með 1. janúar 2012 annast leyfisveitingar samkvæmt II. og VI. kafla laga um ættleiðingar, nr. 130 31. desember 1999, með síðari breytingum.

2. gr.

Leyst skal úr málum, sem er ólokið hjá embætti sýslumannsins í Búðardal þann 1. janúar 2012, hjá embætti sýslumannsins í Reykjavík.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 41. gr. laga um ættleiðingar, nr. 130 31. desember 1999, með síðari breytingu, sbr. og 1. gr. sömu laga, sbr. 10. gr. laga nr. 143 15. desember 2006, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 1120 28. desember 2006, um veitingu leyfa til ættleiðingar.

Innanríkisráðuneytinu, 21. desember 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica